Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2020, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2020, Side 20
Ljósmyndir/Írís Dögg Einarsdóttir Ég lærði fatahönnun í London í CentralSt. Martins og útskrifaðist fyrir átta ár-um. Ég sérhæfði mig í prjóni og prjóna- hönnun og hef verið að fást við það síðan,“ seg- ir Magnea en hún er ein fimm hönnuða sem reka verslunina Kiosk Granda, sem er eins og nafnið gefur til kynna úti á Granda. Með Magneu í Kiosk Granda eru fata- merkin ANITA HIRLEKAR með litrík og handgerð munstur, BAHNS sem sæk- ir innblástur í hafið, EYGLÓ sem er þekkt fyrir húmor í hönnun og HLÍN REYKDAL með skartgripi en nánar má lesa um verslunina á kioskgrandi.com. Djarft að opna búð „Við opnuðum hér í september en Kiosk er í raun tíu ára gömul verslun sem byggir á hug- mynd um samrekstur hönnuða þar sem versl- að er milliliðalaust. Hún var upphaflega opnuð á Laugaveginum og það hefur verið flæði inn og út af hönnuðum í gegnum árin. Ég rak aðra verslun ásamt Anítu Hirlekar um tíma og Hlín Reykdal var með eigin verslun en nú erum við að sameinast hér úti á Granda,“ segir Magnea og segir kórónuveirufaraldur ekki hafa stopp- að þær. „Þetta er kannski svolítið klikkað, “ segir hún og hlær. „Þetta er djarft, en við munum hvað íslensk hönnun blómstraði upp úr hruninu og í krepp- unni sem kom í kjölfarið. Við sem erum hér byggjum á góðum grunni og erum til í tuskið. Það vantaði alveg svona verslun með íslenska fatahönnun í flóruna á Íslandi, “ segir Magnea, en hún er með ýmislegt annað á prjónunum en sína eigin prjónahönnun. „Ég hef starfað sjálfstætt síðan ég flutti heim frá London og byggt upp fatamerkið mitt hér, unnið samstarfslínur með erlendum fyrirtækjum og veitt hönnunarráðgjöf. Ég hef líka verið að kenna, í Listaháskólanum og Myndlistaskólanum í Reykjavík, og tók ný- lega við stöðu fagstjóra fatahönnunar í LHÍ. Fannst það fyrst lummó Af hverju valdir þú prjónahönnun? „Það gerðist eiginlega óvart. Ég byrjaði í fatahönnun í Parsons í París og stefndi á skiptinám til New York í sama skóla þar en ákvað að fara frekar til London í Central St. Martins þegar ég komst að því að það bauðst. Þegar ég fór þangað í viðtal var mér boðið fullt pláss í prjóna- Lavender og mynta heita litirnir á þess- um kápum. Þessi kápa er smart og hentar við öll tækifæri. Magnea hannaði þessa fallegu bláu ullarkápu úr 100% ull. Magnea Einarsdóttir Til í tuskið Fatahönnuðurinn Magnea Einarsdóttir hannar fatnað undir nafninu MAGNEA en hún hefur sérhæft sig í prjónahönn- un. Hún vinnur mikið með íslensku ullina og er löngu hætt að finnast prjónavörur lummó. Kiosk Grandi opnaði nýlega og viðtökurnar hafa verið vonum framar. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is  Ljósmynd/Rut Sigurðar 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2020 LÍFSSTÍLL www.flugger is SV AN SMERKIÐ Flutex Pro innimálning Nýstárleg vöruþróun – Yfirburða útkoma Flutex Pro er ný vörulína sem er niðurstaða nýstárlegrar vöruþróunar á vinsælu Flutex vörulínunni – hönnuð sérstaklega til að mæta kröfum þeirra sem neita að gefa afslátt af lokaútkomu málningarverksins. Flutex Pro línan þekur afbragðsvel, er auðveld í vinnslu og gefur fallega lokaútkomu. .

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.