Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2020, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2020, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2020 LESBÓK HÁDEGISMATUR alla daga ársins Bakkamatur fyrir fyrirtæki og mötuneyti Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum, sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt, einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum. Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is SKÚTAN Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is KVIKMYNDIR Á gagnrýnendum upp til hópa er að skilja að bandaríska kvikmyndin A Call to Spy eftir Lydiu Dean Pilcher, sem nýlega var frumsýnd, sé verðugur minnisvarði um kon- una sem hún fjallar um, bandaríska njósnarann Virginiu Hall, sem Bretar sendu til Frakklands í seinni heimsstyrjöld- inni. Þjóðverjum stóð stuggur af Hall og var hún hundelt af útsendurum Klaus Barbie en komst undan á frækinn hátt, þrátt fyrir að vera bara á einum fæti. Hall missti hinn fót- inn í veiðislysi löngu fyrr. The London Times segir myndina „sannfærandi sögu um ótrúlegt hugrekki og fórnir“ og The Guardian talar um „vandaða lýsingu á kvennjósnurum í stríði“. Það er Sarah Megan Thomas sem fer með hlutverk Hall en hún skrifaði jafnframt handritið. Njósnari á einum fæti Sarah Megan Thomas leikur Virginiu Hall. AFP REISN Rob Halford, söngvari Judas Priest, fær enn þá yfir sig svívirðingar annað veifið á netinu fyrir þær sakir að hann er samkyn- hneigður. Halford, sem kom út úr skápnum 1998, var spurður að því í þætti í kanadíska ríkisútvarpinu hvort hann læsi þessar at- hugasemdir. „Já, ég geri það,“ svaraði hann. „Það er mikilvægt upp á að vita að fólk af þessu tagi sé enn þá til. Og ég ýti því ekki frá mér, heldur býð því faðminn og spyr: Við skulum ræða hvers vegna þér líður svona! Maður verður að hafa samúð og vera reiðubúinn að spjalla, sama hversu erfitt það er. Þannig getur maður hjálpað.“ Býður fordómunum faðminn Rob Halford í sínu fínasta pússi á tónleikum. AFP Ozzy og Iommi hafa þekkst lengi. Aldrei nánari VINÁTTA Gömlu vopnabræðurnir úr Black Sabbath, Ozzy Osbourne og Tony Iommi, hafa aldrei verið nánari en undanfarið hálft annað ár. Þetta upplýsti sá fyrrnefndi í sérstökum þætti sem tónlistarspek- ingurinn Matt Pinfield gerði í til- efni af því að í ár eru fjörutíu ár lið- in frá útgáfu fyrstu sólóplötu Ozzys, Blizzard of Ozz. Eitt lag- anna á plötunni, Goodbye To Rom- ance, fjallar einmitt um viðskilnað Ozzys og Sabbath árið 1979. Upp- lýst var í byrjun árs að Ozzy glímdi við parkinsonsveikina og hefur Iommi reynst honum vel í þeim hremmingum. „Þegar gefur á bát- inn kemst maður að því hverjir eru vinir manns í raun,“ sagði Ozzy um Iommi og nefndi einnig Jonathan Davis úr Korn í þessu sambandi en þeir þekktust lítið fyrir. Ævar Þór Benediktsson erheima með lasið barnþegar ég slæ á þráðinn til hans. Sá stutti er tveggja ára og kall- ar að vonum á athygli, eins og hann á rétt á, en föðurnum tekst eigi að síð- ur af lipurð að sinna okkur báðum í einu. Ýmsu vanur. Ævar Þór situr ekki auðum hönd- um fremur en endranær og á dög- unum kom út fjórða bókin eftir hann á þessu ári, Þín eigin undirdjúp, stór í sniðum eins og venjan er fyrir jólin. Í vor komu Hryllilega stuttar hroll- vekjur og í haust Þín eigin saga: Risaeðlur og Þín eigin saga: Knúsí- pons. Tvær þær síðarnefndu heyra til flokki „lítilla afleggjara“, eins og höfundurinn kallar þá og eru ætl- aðar þeim börnum sem ekki ráða enn við stórar og þykkar bækur eins og í Þín eigin-bókaflokknum og börnum af erlendum uppruna sem enn eru að ná tökum á íslenskunni en langar að vera með í umræðunni um þá undraheima. Þetta hefur verið óvenjulegt ár hjá Ævari Þór vegna heimsfarald- ursins en hann er alla jafna duglegur að fara í skólana og lesa fyrir börnin. Allt öðruvísi er að hafa þau sam- skipti gegnum netið. „Þetta verður líka skrýtið jólabókaflóð, allir að reyna að finna sinn takt.“ – Áttu von á meiri eða minni bók- sölu en venjulega? „Ég hef satt best að segja ekki hugmynd en vona að sjálfsögðu að flestir lesi sem mest.“ Bækur Ævars Þórs hafa notið mikilla vinsælda á umliðnum árum, ekki síst Þín eigin-bækurnar, og meðal annars náð til barna sem alla jafna lesa ekki mikið. Það má án efa að hluta þakka forminu, að Ævar Þór geri lesendur að meðhöfundum sem ráða miklu um framvindu mála. „Ólíkur endir gerir það að verkum að þú getur lesið bókina aftur og aft- ur, auk þess sem það skapar umtal meðal krakkanna sem eru að lesa. „Hvað gerðist þegar þú valdir þetta eða hitt?“ spyrja þau vinina. Þau eru bókstaflega að bera saman bækur sínar. „Hvernig komstu á þennan stað og hinn?“ spyrja þau, eins og í tölvuleik.“ Í Þínum eigin tölvuleik, sem kom út í fyrra, flækti Ævar Þór fram- vinduna vísvitandi enda kunnugt um færni lesenda sinna og mátti til með að ögra þeim aðeins. „Það höfðu til dæmis margir samband við mig út af alræmdu fótboltaborði í bókinni og reyndu að draga upp úr mér svindl- leiðina,“ segir hann hlæjandi. „Að því leyti virka þessar bækur alveg eins og tölvuleikur.“ Ævar Þór hefur áður skrifað um risaeðlur og lofar að Þín eigin saga: Risaeðlur verði ekki seinasta bók hans um þær tignarlegu skepnur. „Risaeðlur eru alltaf spennandi.“ Knúsípons er afleggjari úr Þínum eigin tölvuleik og sú fígúra ekki síst drifin áfram af teiknaranum sem kallar sig Evana Kisa. „Myndin af Knúsípons varð til á undan nafninu.“ Um stóru bókina, Þín eigin undir- djúp, segir höfundurinn: „Ég hef alltaf verið logandi hræddur við sjó- inn en finnst hann um leið mjög spennandi. Þessi bók er því skrifuð af óttablandinni virðingu fyrir sjón- um og öllu sem þar leynist niðri.“ Lesendum býðst að fylgja þremur skipstjórum sem hver ætlar í sína áttina, einn að finna sæskrímsli, ann- ar fjársjóð og sá þriðji Bermúda- þríhyrninginn. „Það er 51 endir í bókinni, sumir góðir en fleiri hræði- legir. Þitt er valið og fyrir vikið er það þér að kenna hvernig fer en ekki mér,“ segir Ævar Þór hlæjandi. Hann er að vonum þakklátur fyrir viðtökurnar sem bækur hans hafa fengið en segir það þó fyrst og fremst reka sig áfram hvað þetta sé skemmtilegt, bæði að fá hugmynd- irnar og fylgja þeim eftir með skrif- unum. „Ég er alltaf að skrifa fyrir tólf ára Ævar en líka 36 ára Ævar og í sameiningu finna þeir milliveg.“ Hann finnur ekki annað en að ís- lensk börn séu upp til hópa dugleg að lesa enda þótt alltaf megi gera betur. „Mér finnst alltaf betra að hvetja en letja og ef krökkum er endalaust sagt að þau séu ekki nógu dugleg að lesa þá dregur það úr þeim viljann. Mín tilfinning er sú að ís- lensk börn lesi mikið og njóti þess.“ Glæpur og tímaflakk Ég sæki vel að Guðna Líndal Bene- diktssyni í Edinborg; hann er nýbú- inn að lesa upp fyrir börn í einum skóla á Íslandi og hefur hálftíma af- lögu áður en hann „heimsækir“ þann næsta gegnum netið. „Þetta gengur merkilega vel, íslenskir skólar eru orðnir svo tæknivæddir. Það er nóg að gera og ég er bókaður fram í des- ember,“ segir hann. Guðni er með tvær bækur í far- teskinu fyrir þessi jólin; þær eru Hundurinn með hattinn 2 og Bráð- um Áðan. Við byrjum á þeirri fyrr- nefndu en hún er hluti af bóka- klúbbnum Ljósaseríunni en á þeim vettvangi koma út fjórar barnabæk- ur á ári eftir íslenska höfunda. „Þetta er í raun heljarinnar glæpasaga. Besti spæjarinn í bæn- Ævar Þór Bene- diktsson býður lesendum sem fyrr að fara með sög- urnar í ýmsar áttir. Morgunblaðið/Hari Lífið snýst um sagnagerð Bræðurnir Ævar Þór og Guðni Líndal Benedikts- synir stinga sér á bólakaf í jólabókaflóðið, Ævar er með fjórar bækur á þessu ári og Guðni tvær. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.