Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2020, Síða 32
SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2020
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
NÝTT MOKKA ESPRESSO
kanna fyrir span
4 bolla 5.990,-
6 bolla 6.990,-
MOKKA KITTY
kanna fyrir span
6 bolla 5.990.-
10 bolla 7.990,-
NÝTT
MOKKA ESPRESSO kanna
3ja bolla 3.990,-
6 bolla 5.990,-
9 bolla 6.990,-
18 bolla 9.990,-
PRESSUKÖNNUR frá 1.990,-
BRIKKA
kanna
frá 4.990,-
MJÓLKURFLÓARI
rafmagns 8.990,-
PANNA fyrir span
hellur 1.990,-
KAFFIKVÖRN
3.990,-
MJÓLKURKANNA
frá 1.490,-
Jólagjöf
KAFFIUNNENDA
The Raging Wrath of the Easter Bunny Demo, fyrsta plata hins
goðsagnakennda málmbands Mr. Bungle í 21 ár, sem kom út á
dögunum, hefur fengið glimrandi dóma í ýmsum fjölmiðlum en
upptökum stýrði okkar maður vestra, Steinar Höskuldsson eða
S. Husky Höskulds, eins og hann kallar sig. „Kunnirðu að meta
þrass þá er The Raging Wrath of the Easter Bunny Demo
skylduhlustun,“ segir raftímaritið Consequence of Sound.
Mike Patton er sem fyrr potturinn og pannan í bandinu en
með honum á plötunni eru gítarleikararnir Trey Spruance og
Scott Ian úr Anthrax, bassaleikarinn Trevor Dunn og trymbill-
inn Dave Lombardo, sem í eina tíð var í Slayer. Sumsé menn
sem kunna til verka. Fyrir helgina kom út myndband við lagið
Sudden Death og því leikstýrir gamall grjótharður Mr. Bungle-
aðdáandi, kvikmyndaleikstjórinn Derek Cianfrance, sem meðal
annars gerði The Place Beyond The Pines.
Mike Patton er
driffjöðrin í Mr.
Bungle.
AFP
Husky hljóðritar Mr. Bungle
Steinar Höskuldsson, betur þekktur sem S. Husky
Höskulds, fluttist til Bandaríkjanna árið 1991.
Morgunblaðið/Frikki
Husky Höskulds tók upp nýju Mr.
Bungle-plötuna í Bandaríkjunum.
Í Morgunblaðinu fyrir hálfri öld,
15. nóvember 1970, var frétt
um unga íslenska stúlku, Guð-
nýju Helgu Guðmundsdóttur,
sem dvaldist um þær mundir
sem skiptinemi í Woodbine í
Iowa-ríki í Bandaríkjunum á
stórum búgarði hjá hjónunum
Nadine og Virgil Mahan og
börnum þeirra þremur. Heim-
ildin var grein í bandarísku blaði
sem ekki var nafngreint.
Í fréttinni kom fram að
Bandaríkjamenn ættu í stökustu
vandræðum með að bera nafnið
Guðný fram og eftir nokkur
heilabrot hefðu þeir ákveðið að
kalla hana einfaldlega Gus.
„Hún er, segja þeir, lítil og
ljósbrúnhærð, kvenlegur yndis-
þokki uppmálaður og þótt
henni líki ekki nýja gælunafnið,
af því að það er svo strákalegt,
segja heimamenn þar, að ekki
sé mikil hætta á því, að það fari
neitt á milli mála, að þar fer in-
dæll fulltrúi kvenþjóðarinnar,“
stóð í blaðinu. Guðný virtist una
hag sínum vel vestra, sagði mat-
inn góðan enda þótt hún sakn-
aði fisksins að heiman. Hún var
ekki eins hrifin af flatlendinu í
Iowa, loftrakanum og öllum
gróðrinum. Svínin höfðu á hinn
bóginn vanist ágætlega.
Að dvölinni ytra lokinni
ætlaði Guðný heim og læra
hjúkrun.
GAMLA FRÉTTIN
Guðný varð
að Gus
Íslenski skiptineminn Guðný Helga Guðmundsdóttir (t.h.) ásamt hjónunum
Nadine og Virgil Mahan og Donnu dóttur þeirra í Woodbine árið 1970.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Pee-wee Herman
sjónvarpspersóna
Ragnar Jónasson
rithöfundur
Colin Hanks
leikari