Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.08.1990, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 29.08.1990, Blaðsíða 2
2 BÆJARINS BESTA Lögreglan a Isafirði kom gagngert yfir á Flateyri til að Ioka „samkvæminu“ en þeir urðu frá að hverfa. stöðva skemmtanahaldið með valdi því við vorum bara tveir. Fyrirmælin voru höfð að engu, þannig að þeir aðil- ar sem áttu þarna hlut að máli þurfa að standa fyrir máli sínu.“ Hvenær eru síðustu forvöð um að sækja utn dansleyfi? „Samkvæmt reglugerðum um skemmtanahald að þá skal tilkynna það til lög- reglustjóra með viku fyrir- vara. Hins vegar vegna að- stæðna í þessu umdæmi að þá er nú stundum erfitt að fá hljómsveitir og slíkt, að þá hef ég fært þessa viku yfir á miðvikudaginn fyrir skemmtun. Þannig að síðustu forvöð er fyrir kl. 17:00 á miðviku- dögum fyrir skemmtun og það er eingöngu vegna að- stæðna sem við höfum flutt þetta svona suður.“ sagði Jónas Eyjólfsson, yfirlög- regluþjónn að lokum. Hljómsveitin Grétar á gröfunni hélt dansleik í kassageymslu Hjálms h.f. „Þetta verður kært. Þeir sóttu ekki um dansleyfí á tilskyldum tímau segir Jónas Eyjólfsson. þeir fengu ekki skemmtana- leyfi. Þetta kostaði það að ég varð að fara á aukavakt og það eina sem ég gerði var að gefa þeim fyrirmæli um að stöðva þetta ólöglega skemmtanahald." Var þetta ólöglegt? „Já, vegna þess að það þarf lögreglustjóraleyfi þeg- ar um skemmtanahaid er að ræða eftir kl. 23:30 á kvöld- in. Þetta voru hljómleikar og það var dansað þarna. Þetta var dulbúinn dansleikur.“ Verður þetta mál kœrt? „Að sjálfsögðu. Þetta mál verður rannsakað. Ég er óhress með þetta, ef menn fara ekki að fyrirmælum. Ég hafði ekki mannafla til að Jónas Eyjólfsson, yfirlög- regluþjónn. HLJÓMSVEITIN Grétar á gröfunni ætlaði að halda kveðjudansleik fyrir aðdáendur sína á síðustu helgi á Flateyri en lögreglan á Ísafirði synjaði þeim um dansleyfið því það var ekki sótt um dansleyfið á tilskyldum tíma. Þá tóku meðlimir hljómsveitarinnar það til bragðs að halda stofnfund aðdáenda Grétars á gröfunni og átti hann að fara fram í kassageymslu fiskvinnslufyrirtækisins Hjálms h.f. Fundurinn byrjaði klukk- an 23:00 á laugardagskvöld- ið og var múgur og marg- menni á staðnum. Áður hafði kassageymslan verið lagfærð og tekið til fyrir fundargesti. Brettum og fiskikössum var staflað upp og stólar og borð sett í sal- inn, sem reyndar er mun stærri en Félagsheimili Flat- eyringa. Því næst hóf hljómsveitin að leika lög og upp úr því hrúgaðist hópur fólks inn í salinn og hóf að dansa og skemmta sér. Þá mætti lög- reglan á svæðið í þeim til- gangi að stöðva „fundinn“ sem var orðinn hinn fjörug- asti. Það tókst hins vegar ekki. Þá fór lögreglan og ræsti út einn af eigendum hússins til að stöðva fundinn. Eig- andinn fór niður eftir og eftir viðræður við fundarhaldara varð hann frá að hverfa og lét hann það afskiptalaust. Lögreglan var á Flateyri um nóttina en skipti sér ekki frekar af fundargestum þá nótt. Allt fór þetta friðsamlega fram og allir skemmtu sér vel fram eftir morgni í kassa- geymslunni. Að sögn Stein- þórs Kristjánssonar, skrif- stofumanns Hjálms h.f. var sótt um dansleyfi á fimmtu- dagsmorgun en þá synjaði lögreglan þeim um dansleyfi sökum mannaskorts. Á Flateyri eru tveir hér- aðslögregluþjónar og að sögn Steinþórs hafði lögregl- an ekki samband við þá um að vera við löggæslustörf þetta kvöld. Fundinn sóttu á milli 90 og 100 manns sem eins og áður sagði var hinn fjörugasti. BB hafði samband við Jónas Eyjólfsson, yfirlög- regluþjón og spurði hann hvort sótt hefði verið um dansleyfi á tilskyldum tíma. „Nei, þeir sóttu ekki um dansleyfi á réttum tíma. Þeg- ar þeir sóttu um leyfið var búið að ráðstafa þeim mann- afla sem fyrir hendi var og Um 100 manns sóttu stofnfund aðdáenda Grétars á gröfunni sem fór fram í kassageymslu Hjálms h.f. á Flateyri. Ráðstefna um orku- og umhverfismál, ferðamál og stefnumál Kvennalistans. Samtök um kvennalista efna til ráðstefnu í Félagsheimilinu á Þingeyri 1. og 2. sept. n.k. Daqskrá: Laugardagur 1. sept. kl. 13.00 Ráðstefnan sett. kl. 13.10 Dr. Bragi Árnason, prófessor flytur erindi um nýja möguleika í orkufrekum iðnaði. - Fyrirspurnir og umræður. - kl. 16.00 Kristín Einarsdóttirog Þórhildur Þorleifsdóttir ræða um þingmál og stefnumál Kvennalistans. kl. 17.00 Kristín Halldórsdóttirformaður Ferðamálaráðs, talar um framtíð í ferðaþiónustu. Sunnudagur2. sept. kl. 10.00 Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingurfjallar um hug- myndafræði Kvennalistans og sögu kvennabaráttunar. Hægt er fá svefnpokagistingu í Grunnskólanum og seldar verða léttar máltíðir. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 29. ágúst til Sigríðar í síma 94-3236, eða Aðalbjargar í síma 94-3263. Einnig er hægt að skrá sig á skrifstofu Kvennalistans í Reykjavík í síma 91 -13725 milli kl. 14 og 18. Flateyri:

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.