Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.08.1990, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 29.08.1990, Blaðsíða 12
Síðsumartilboð AEG AEG þurrkari Lavatherm 630W m/ barka og rakastilli kr. 48.980.- stgr. áðurAr. 56.570.- Einsök ///// Gæði straumur SILFURGOTU 5 - ISAFIRÐI ísafjörður: // Isafjörður: Bifreið hafn- aði út í sjó Tvær konur voru í bílnum og sluppu þær með skrámur SNEMMA á sunnudags- morguninn fór bifreið út af veginum fyrir neðan Netagerð Vestfjarða og hafnaði hann út í sjó. Tvær konur voru í bifreiðinni og sluppu þær með minniháttar meiðsli. Bifreiðin, sem er af gerð- inni Mercedes Bcns er talin gjörónýt eftir óhappið og má það teljast mikill mildi að konurnar hafi sloppið svo vel. Þær voru báðar í bíl- belti. Bolungarvík: Frosti h.f. í Súðavík kaupir Sólrúnu ÍS1 FROSTI h.f. í Súðavík hefur keypt Sólrúnu ÍS 1 frá Bol- ungarvík sem að Röst h.f. eitt af dótturfyrirtækjum Ein- ars Guðfinssonar h.f. hefur átt og gert út. Arskvóti skipsins er 840 þorskígildistonn auk 150 tonna rækjukvóta. Jafnframt var gerður samningur um að Frosti h.f. leggi upp hjá Ishúsfé- lagi Bolungarvíkur 400 tonn af bolfiski á ári næstu fimm árin. Sólrún ÍS 1 er 300 tonna Skipið hefur einkum stundað frystiskip sem útbúið er til rækjuveiðar en einnig verið rækjuvinnslu og heilfryst- á öðrum botnfiskveiðum. ingu á karfa og grálúðu. framhald á bls. 9 Eldur laus í íbúðar- húsi við Pólgötu - fímm íbúðir skemmdust mikið af völdum reyks og vatns íbúðin á jarðhæðinni er stórskemmd eftir brunann en hinar fimm eru skemmdar af völdum reyks og vatns. I* BÚÐARHÚSIÐ við Pól- götu 6 skemmdist mikið í eldsvoða á sunnudagskvöld- ið síðasta. Tilkynnt var um eldinn klukkan 22:50 og kom slökkviliðið fljótlega á stað- inn og náði að ráða niðurlög- um eldsins á skömmum tíma. Eldurinn kom upp á jarð- hæð hússins en hann náði ekki að breiðast út í íbúðirn- ar á efri hæðinni. Húsið er tveggja hæða með risi og eru sex íbúðir í húsinu og skemmdust þær allar tölu- vert af völdum reyks og vatns. íbúðirnar eru allar óí- búðarhæfar eins og stendur. Reykkafarar voru sendir inn í íbúðirnar og reyndust þær vera mannlausar. Einn köttur fannst dauður innan- dyra. Slökkvistarfi lauk laust fyrir miðnætti. Menn frá Rannsóknarlögreglu ríkisins rannsaka nú eldsupptök og er ekkert hægt að segja til um orsök eldsins fyrr en að rannsókn lokinni. Bíldudalur: Firmakeppni í knattspyrnu FIRMAKEPPNI í knatt- Bíldudal sunnudaginn 19. spyrnu var haldin á ágúst í sól og steikjandi hita. Sex lið voru skráð til keppni. Þau voru frá eftirtöldum fyrirtækjum: Fiskvinnslan Bíldudal, Rækjuver Bíldu- dal, Hraðfrystihús Tálkna- fjarðar, Flóki Barðaströnd, Bjarg Patreksfirði og Oddi Patreksfirði. Keppnin var mjög spenn- andi og skemmtileg og ólík- legustu menn sýndu snildar- takta með knöttinn. Lið Hraðfrystihúss Tálknafjarð- ar sigraði keppnina og hlaut veglegan eignarbikar að sig- .urlaunum.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.