Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.08.1990, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 29.08.1990, Blaðsíða 5
BÆJARINS BESTA 5 Skarfa- tíðin komin Nú þegar gæsaveiðin stendur sem hæst eru sumir veiðimenn farnir að huga að svartfugla- og skarfaveiðum. Svart- fuglaveiðitíminn hefst laugardaginn 1. septem- ber en byrja mátti að veiða díla- og toppskarf þann 20. ágúst eða um leið og gæsina. Mikið er af svartfugli í ísafjarðar- djúpi og einnig í Arnar- fírði um þessar mundir og skarfurinn er kominn úr Breiðafírðinum í stórum hópum. DEKURBÍLL Til sölu er Toyota Landcruiser II, árgerð 1987. Ekinn 51.000 km. Bein sala. Upplýsingar gefur Denni ísíma 3041 eða 3462 á kvöldin. 58 manns á aldrinum 4 til 74 ára veiddu 186 marhnúta MARHNÚTURINN er sennilega að verða einn vinsæl- asti fiskurinn hér á Vestfjarðakjálkanum eins og dæmi hafa sannað. Súgfirðingar hafa haldið marhnútaveiðikeppni Þrjú ár í röð og eiga heiðurinn að þessari skemmtilegu keppni. En það hlaut að koma að því að fleiri staðir kæmu í kjölfarið og þann 20. júií síðast liðinn héldu Tálknfirðingar sína fyrstu marhnútaveiðikeppni. Keppendur í fyrstu marhnútaveiðikeppninni sem haldin var á Tálknafirði. Þeir voru 58 talsins á aidrinum 4 til 74 ára. Ljósm. Krístjana Andrésdóttir Tálknafirði. Það var Ungmennafélag Tálknfirðinga sem hélt keppnina og gaf jafnframt öll verðlaunin. Alls tóku 58 manns þátt í keppninni og voru keppendur á aldrinum 4 ára upp í 74 ára. Alls veiddust 186 mar- hnútar í keppninni sem fór fram í ágætis veðri á Tálkna- fjarðarhöfn. Aldurforseti keppninnar var Steinunn Finnbogadóttir en hún kunn hafa mætt með forláta kúst- skaft sem veiðistöng. Sá sem veiddi flesta marhnúta var Guðni Ingvarsson, 15. stk, 2. sæti Indriði Guðjónsson, 14. stk, og í 3. sæti Helga og Valur. Stæsta marhnútinn veiddi Helgi Þórhallsson, 690 gr. 2. sæti, Sandra Guðmundsdótt- ir, 570 gr. og í 3. sæti varð Andrés Heiðarsson, 550 gr. I’að væri gaman að heyra frá fleirum stöðum hér vestra ef að marhnútaveiðikeppnir yrðu haldnar í sumar. ATVINNA Óskum eftir að ráða fólk til starfa í kjötvinnslu við pökkun og fleira. Ennfremur vantar okkur mann til að sjá um útkeyrslu og fleira. Nánari upplýsingar gefur verkstjóri í síma 4006 eftir hádegi. MIMSQ SUNDSTRÆTI 36 — PÓSTHÓLF 140 — 400 ÍSAFJÖRÐUR Kjötvinnsla Póstur og sími Laust starf Laus er til umsóknar 50% staða næturvarðar við símstöðina á ísafirði. Nánari upplýsingar veitir stöðvarstjóri. Stöðvarstjóri. Tálknafjörður: Yestfirðir: Marhnútaveiðikeppni haldin á Tálknafirði

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.