Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.08.1990, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 29.08.1990, Blaðsíða 6
Flateyri: 6 BÆJARINS BESTA SMÁ AUGLÝSINGAR Bátur Vantar vel með farinn bát með góðri vél. Helst „skel 26“. Góð útborgun eða staðgreiðsla fyrir góðan bát. Upplýsingar gefur Brynjar í 0 8283 eftir kl. .19. Byssur Til sölu er Sako 22-250 með kíki og hleðslugræjum. Upplýsingar í 0 4926. Mazda 929 Til sölu er Mazda 929, árg. 79. Verð 110.000,-Upplýs- ingar í 0 3742. Barnavörur Til sölu er Emmaljunga barnakerra, barnarimla- rúm, leikgrind og Hokus Pokus stóll. Upplýsingar í 0 3742. Nissan Sunny Til sölu er Nissan Sunny 4x4, árg. '87. Upplýsingar í 0 4329 eftir kl. 19. Hver á köttinn Alla? Alli er farinn að heimsækja læðuna mínaáhverjukvöldi í Mánagötu. Þau eru indæl saman en því miður get ég ekki tekið hann að mér. Eig- andi vinsamlega hafðu sam- band við Huldu í 0 3162. Ýmislegt Til sölu er stór örbylgjuofn með grilli, Hokus Pokus stóll á 3.000.-, plötuspilari á 7.000.-, barnarúm f. 2-6 ára á 5.000,- og rimlarúm á 5.500,-Uppl. í 0 4296. Trommusett Til sölu er eins árs gamalt trommusett fyrir byrjendur. Upplýsingar í 0 4632. Dagmamma Óska eftir dagmömmu fyrir hádegi í vetur. Upplýsingar gefur Fríða í 0 3178. Hljómtæki Til sölu eru Technics hljóm- flutningstæki. Upplýsingar gefur Rúna í 0 7333. Tapað Tapast hefur 10 gíra DBS hjól, grátt að lit frá Engja- vegi 9. Uppl. í 0 3448. Barnakerra Til sölu Emmaljunga barna- kerra með skýli og svuntu. Upplýsingar í 0 4465. Escort Tilboð óskast í Escort 86, skemmdann eftir óhapp. Upplýsingar í 0 3809. Húsnæði í boði Til leigu er 4ra herb. íbúð á Hlíðarveg 45. íbúðin er laus. Upplýsingarí0 4410. Byssur Óska eftir lélegum eða ónýt- um Sako 222 kb. riffli og púðri. Uppl. í 0 8217. „Kraftarnir minnka ef ekkert er aðhafst“ - segir Sigrídur Gudbjörnsdóttir 94 ára gamall Dýrfirðingur YIÐMÆLANDI blaðamanns BB að þessu sinni er ná- kvæmlega 69 árum eldri. Sigríður Guðbjörnsdóttir heit- ir hún og er fædd 1895 á Alviðru í Dýrafirði þann 11. desem- ber. Hún ólst upp á Gerðhömrum ■ Dýrafirði frá eins árs aldri til fjórtán ára aldurs en þá flutti hún til Reykjavíkur. Síðan fór hún vestur aftur og stofnaði heimilli á Flateyri og bjó þar í 60 ár. Nú er Sigríður komin á Hrafnistu og hefur reyndar verið þar á annað ár. Hún var í heimsókn fyrir skömmu hér vestra og blaðamaður BB notaði tækifærið og ræddi stuttlega við hana um daginn og veginn. Hvernig er dvölin á Hrafn- istu? „Hún er dásamleg. Það er mjög gott að vera þar, allir eru svo elskulegir, hver ein- asta manneskja. Það er ckki hægt að gera meira fyrir mann. En það er til fólk sem vill að meira sé gert fyrir það, en maður skiptir sér ekkert af því.“ Hvað gerðirðu á Flateyri þegar þú bjóst þar? „Ég ól upp börnin og vann í fiski. Það var engin önnur vinna þar. I hjávinnu vann ég við hannyrðir því maður hafði ekki efni á að gera ann- að. Auðvitað var verð á öll- um mat svipað en kaupið var ekki mikið miðað við það sem nú er. En þetta blessað- ist alltaf. Maður var spar- samur og fór vel með allt, ég varð að gera það því maður- inn minn var alltaf svo mikið í burtu á togurum frá Akur- eyri. Síðan kom togari til Flateyrar og þá kom hann heim.“ Hvað áttu mörg börn? „Ég á fjögur börn. Ég á tvær dætur, önnur býr í Grindavík og hin í Kópavogi svo á ég son hér á Flateyri, Garðar Þorsteinsson. Svo missti ég tvítugan son sem fórst með bát frá Flateyri. Eiginmaðurinn minn hann dó nú snemma blessaður. Þá voru ekki komnir spítalar.“ Finnst þér mikið hafa breyst á Flateyri frá því þú komstfyrst þangað? „Nei mér finnst ekkert hafa breyst. Húsunum var alltaf haldið svo vel til, en það hefur verið byggt voða- lega mikið frá því ég var hérna fyrst. Ég var þá hjá Snorra Sigfússyni, náms- stjóra. Þá var það heldur smátt í stíl en því var haldið við og fólkið var afskaplega vinnu- samt. Maður vann mikið á meðan maður var að komast áfram.Ég vann í 20 ár í slát- urhúsinu, alltaf við það sama, að taka mörinn. Það var orðið ágætt seinni árin því þá var öllu skellt saman en þegar maður varð að merkja hvurn mör fyrir hvurn bónda, þá var þetta mikil vinna skal ég segja þér.“ Er heilsan góð? „Jájá heilsan er góð en maður finnur að kraftarnir minnka. Það er ekkert nema cðlilegt vegna þess að ég hef ekkert unnið í tvö ár. Það er það sem fer með mann að vinna ekkert.“ Er gott að koma á heima- slóðirnar aftur? „Já, ég hef komið hingað tvö síðustu sumur og hér á ég afskaplega góða og elsku- lega tengdadóttur. Það er búið að vera Ijómandi gam- an. Ég er búin að fara til Dýrafjarðar, Flateyrar og Isafjarðar. Og það er svo vel tekið á móti mér hérna, það er alveg dásamlegt að eiga minningar um það þegar þær koma hlaupandi á móti mér blessaðar konurnar.“ sagði Sigríður Guðbjörnsdóttir að lokum. Tölvupappír frá Odda Tölvumöppur frá Odda Telefaxpappír frá Odda Gœðavara á góðu verði H-PRENT HF. S 4560 & 4570

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.