Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.08.1990, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 29.08.1990, Blaðsíða 3
Þingeyri: BÆJARINS BESTA 3 ísafjörður: Frá félags- starfí aldraðra FÉLAGSSTARFIÐ var líflegt síðastliðinn vetur konurnar voru duglegar að mæta þrátt fyrir leiðinlegt veðurfar. Herrarnir hafa ekki enn fengið aðstöðu fyrir sínar tómstundir en það verður vonandi bætt úr því fljót- lega og opnast þá möguleikar fyrir smíðar o.fl. Ýmis félagasamtök voru með skemmtanir og þökkum við þeim af alhug fyrir. Eins þökkum við þeim félögum í Bolungarvík sem tóku svo myndarlega á móti okkur í maí, innilega fyrir. Ég vil þakka öllum sem hafa aðstoðað okkur, sér- staklcga harmonikkufélag- inu sem hafa spilað hér á hverju balli, einnig Tónlist- arskólanemum og ýmsum góðum aðilum sem hafa lagt lóð á vogaskálarnar. Nú er félagsstarfið að hefj- ast að nýju. í félagsstarfinu vinna Anna Reykdal, Gerð- ur Pétursdóttir, Steingerður Ingadóttir, Olga Hagen og Elísabet Jóhannesdóttir. Við reynum að gera okkar besta, en erum að sjálfsögðu opnar fyrir nýjum tillögum og auð- vitað verða alltaf breytingar með nýju fólki. Föndrið byrjar þriðjudag- inn 4. september kl. 13:30 til 16:30 Spilin miðvikudaginn 5. september kl. 16:15 til 17:00 Allir eldri borgarar velkomnir. Vonumst eftir góðri þáttöku. Umsjónarm. félagsstarfs. Anna Reykdal. Hlutabréf til sölu Til sölu er hlutabréfaeign bæjar- sjóðs ísafjarðar í Hraðfrystihúsinu hf., Hnífsdal og íshúsfélagi ísfirð- inga hf.. Tilboð sendist undirrituð- um, sem gefur nánari upplýsingar ef óskað er. Tryggvi Guðmundsson hdl. Hafnarstræti 1, ísafirði. Sími: 94-3244. Samtök um kvennalista með ráðstefnu SAMTÖK um Kvenna- lista ætla að halda ráð- stefnu á Þingeyri 1. og 2. september. Aðalmálin verða nýjar leiðir í orkufrekum iðnaði - framtíð ferðaþjón- ustu - kvenréttindabarátta í Ijósi sögunnar og stefnumál Kvennalistans. Pað er dr. Bragi Árnason prófessor, sem flytur erindi um það sem hann kallar „Nýjar leiðir í orkufrekum iðnaði.“ Kristín Halldórs- dóttir formaður ferðamála- j ráðs talar um framtíð í ferða- j þjónustu og Kristín | Astgeirsdóttur, sagnfræðing- ur ræðir um sögu kvenrétt- indabaráttunnar. Einnig verða þingkonur Kvennalistans á staðnum og ræða þingmál og stefnumál Kvennalistans. Fyrirspurnir og frjálsar umræður verða eftir hverju erindi. Ráðstefn- an verður haldin í Félags- heimilinu á Þingeyri og hefst hún kl. 13:00 á laugardag. Ráðstefnan er öllum opin. Fréttatilkynning ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ ☆ ☆ | Spákona jj ☆ ☆ Spákonaer % stödd á ísafirði. * * Upplýsingar og tíma- * ☆ ☆ * pantanir í síma 4673. * ☆ ☆ ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.