Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.08.1990, Side 7

Bæjarins besta - 29.08.1990, Side 7
BÆJARINS BESTA Sigurvegarar mótsins, Héraðssambandið Hrafnaflóki. Þórarinn Hannesson heldur á bikarnum sem HHF vann núna þriðja árið í röð og nú til eignar. Þingeyri/íþróttir: Hrafnaflóki sigraði Yest- ffarðamótið í frjálsum íþróttum „Búið að vera líflegt í sumar“ sagði Þórarinn Hannesson, framkvæmdastjóri HYÍ Bolungarvíkurkaupstaður Kennara vantar: Við Grunnskólann í Bolungarvík vantar kennara í eftirtaldar stöður. - Almenna kennslu - Tónmennt - Mynd- og handmennt (myndgerð og smíðar) Gott húsnæði - flutningsstyrkur og launauppbót í boði. Upplýsingar gefur formaður skólanefnd- ar, Guðrún Sigurbjörnsdóttir í síma 94- 7474 og 7113. rESTFJARÐAMÓT 16. ára og yngri í frjáls- um íþróttum var haldið á Þingeyri laugardaginn 18. á- gúst. Keppt var í fjórum flokkum: 10 ára og yngri, 11- 12 ára, 13-14 ára og 15-16 ára. Þrjú héraðssambönd tóku þátt í mótinu: Héraðssam- band Strandamanna, Héraðssamband Hrafnaflóka og gestgjafarn- ir, Héraðssamband vestur ísfirðinga. Mótið gekk mjög vel fyrir sig en það hófst kl. 10:00 um morguninn og lauk kl. 16:00. Keppendur voru um 120 og var keppni í mörgum greinum mjög hörð og spennandi. Að keppni lok- inni fór fram verðlaunaaf- hending í félagsheimili Þing- eyringa. Á meðan á henni stóð snæddu keppendur vöfl- ur og drukku kakó með og tóku hraustlega til matar. Úrslit í stigakeppni móts- ins urðu þau að Hrafnaflóki hafði sigur, með 393,5 stig, en það er þriðja árið í röð sem þeir sigra og unnu þar með farandbikar mótsins til eignar. Strandamenn höfn- uðu í öðru sæti með 301,5 stig en gestgjafarnir HVI voru heldur gestrisnir því þeir ráku lestina nteð 240 stig. Að sögn Þórarinns Hann- essonar, framkvst. HVÍ og mótstjórnenda, var þetta síðasta íþróttamótið á Vest- fjörðum öllum í sumar. „Þetta hefur verið mjög líf- legt í sumar og krakkarnir dugleg og áhugasöm í íþrótt- unum.“ sagði Þórarinn að lokunt. Hann mun kenna íþróttir við Héraðsskólann að Núpi í Dýrafirði í vetur og verður áfram framkvst. HVI í hlutastarfi. MENNTASKÓLINN Á ÍSAFIRÐI PÓSTHÓLF 97 - 400 ÍSAFIRÐI Skólasetning Menntaskólinn á ísafirði verður settur sunnudaginn 2. september kl. 16 í sal skólans. Skólameistari. Suðureyri: Nýr veitustjóri til Hitaveitu Suðureyrar RÁÐINN hefur verið til starfa nýr veitustjóri til Hita- veitu Suðureyrar. Hann heitir Guðmundur Ágústsson og kemur hann frá Hvolsvelli. Guðmundur tók til starfa í byrjun vikunnar. Hann hefur starfað við Hitaveitu Rangeyinga og verið mikið við virkjunar- framkvæmdir. Síðast starfaði Guðmundur í Blönduvirkj- un. Hann flytur á næstunni til Suðureyrar ásamt fjöl- skyldu sinni. AHNAR G. HINRIKSSON ísafirði Silfurtorgi 1 Sími 4144 FASTEIG N AVIÐSKIPTI , ||' p m ÍSAFJÖRÐUR Þuríðarbraut 9. 130 m2 ein- býlishús ásamt 60 m2 bílskúr. Traðarland 24. Tvílyft einbýl- ishús með innbyggðum bílsk- úr á neðri hasð, alls um 200 m2. Engjavegur 33. Tveggja her- Vitastígur 13. 4ra herb. íbúð bergja íbúð á neðri hæð. Laus a e^r' hæð- Ekkert áhvílandi. Túngata 12. 3-4ra herb. íbúð fijótlega. Vitastígur 13. 3ja herbergja á efri hæð. Laus 1. des. stórholt 11. Fjögurra her- íbúð á neðri hæð. Aðalstræti 32. 3ja herb. íbúð bergja íbúð á 2. hæð ásamt Vitastígur 23. 3ja herbergja á 2. hæð, s-enda. Laus fljót- bílskúr. Getur losnað fljótl. íbúð í fjórbýlishúsi. Ie9a- Sólgata 5. Þriggja herbergja Vitastigur 11: 3ja herbergja Aðalstræti 15.3ja herb. íbúð [búð. Laus fljótlega. íbúð á neðri hæð. á 1. hæð í fjórbýlishúsi. Getur verslunarhúsnæði á fyrstu Vitastígur 19. Þriggja her- losnað strax. hæð f húsj Guðmundar bergja íbúð á neðri hæð. Sólgata 5. 5-6 herb. íbúð í Þórðarsonar við Pollgötu. Skólastígur 8. Þriggja her- serbýli- bergja íbúð á jarðhæð, sér Aðalstræti 26 a. 5 herbergja inngangur. Ibúðin er laus. íbúð á neðri hæð ásamt Stigahlíð 2 og 4. Tveggja og bílskúr. Selst ódýrt ef samið þriggja herbergja íbúðir. verður fljótt. Skólastígur 20. Fimm her- Fitjateigur 4. Ca 151 m2 ein- bergja íbúð á tveimur hæöum býlishús á einni hæð ásamt (parhúsl. bílskúr Þur(ðarbraut7.Tæplega 100 Sundstræti 25. briggja her- m2 efri hæð í tvíbýlishúsi bergja íbúð á 1. hæð. ásamt 45 m2 skúr. Sundstræti 35b. Lítið einbýl- Holtabrún 1. Glæsilegt ein- ishús. Selst ódýrt. Laust fljót- býlishús, 135 m2 með 36 m2 Dalbraut9. Einbýlishús, 2x60 lega. bílskúr (hárgreiðslustofa). m2. Laust um miðjan ágúst. BÍLDUDALUR

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.