Bæjarins besta - 28.11.1990, Síða 1
BÆJARINS RESTA
48. TBL. J 7. ÁRG - MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1990
AÐILI AÐ SAMTÖKUM BÆJAR- OG HÉRAÐSFRÉTTABLAÐA
Skálavík um helgina
Pöbbinn opinnföstu-
dagskvöld kl. 22-01.
Dansleikur laugardags-
kvöldkl. 23-03. ROKKBÆNDUR
sjá umfjörið. SKÁLAVÍK
Aldurstakmark 18 ára. Bolungarvík 0 7130
• Rækjusjómenn fá nú óbreytt verö fyrir rækjuna en til stóð af hálfu rækjuverkenda að fá verðið lækkað.
ísafjörður:
Rækjusjómenn halda
áfram að róa
- rækjuverkendur féllu frá kröfu sinni um lægra rækjuverð
ísafjörður:
Erílsamthjá
lögreglunni
TÖLUVERÐUR erill var
hjá lögreglunni á ísafirði
á síðustu helgi. Mikil ölvun
og ólæti voru á götum bæjar-
ins og gistu þrír menn fanga-
geymslur lögreglunnar. Þá
barst lögreglunni tilkynning
um rúðubrot í heimahúsi og
innbrot í annað.
Engu var stolið, svo vitað
sé og engar skemmdir voru
unnar. Einn ökumaður var
tekinn grunaður um ölvun
við akstur á laugardaginn.
Þá hafði lögreglan nóg að
gera við að aðstoða fólk til
vinnu á fimmtudag og
föstudagsmorgun. Var þar
aðallega um að ræða starfs-
fólk Fjórðungssjúkrahúss-
ins á ísafirði.
Suðureyri:
Vantar hjúkr-
unarfræðing
SÚGFIRÐINGAR hafa
verið án hjúkrunarfræð-
ings í tæplega þrjá mánuði,
eða frá því Arna Skúladóttir
hjúkrunarfræðingur flutti af
staðnum þann 1. september s.l.
Búið er að auglýsa stöð-
una lausa í nokkur skipti en
eftirspurn er engin. í sam-
tali við Snorra Sturluson
sveitarstjóra, sagði hann
það vera mikið óöryggi að
hafa ekki hjúkrunarfræðing
á staðnum. Ástandið væri
þolanlegt ef að hjúkrunar-
fræðingur væri á staðnum og
læknir kæmi tvisvar í viku.
Staðan verður áfram aug-
lýst laus tii umsóknar.
EINS og komið hefur
fram í fréttum hafa ver-
ið miklar sviptingar hjá
rækjumönnum við Isafjarð-
ardjúp. Forsvarsmenn rækju-
verksmiðjanna við Djúp
ákváðu á fundi sínum fyrir
rúmri viku að hætta móttöku
á rækju um miðja síðustu
viku nema til kæmi lægra
verð. Ástæðan fyrir kröfu
rækjuverkandanna er mikið
verðfall og sölutregða á
frystri rækju sem hefur auk-
ist eftir því sem rækjan hefur
verið smærri.
Rækjusjómenn funduðu
einnig um málið í síðustu
viku og ákváðu að hætta
veiðum fremur en að sætta
sig við verðlækkun. Niður-
suðuverksmiðjan hf. var
með nokkra sérstöðu meðal
rækjuverksmiðjanna þar
sem hún sýður niður alla sína
rækju og er með góðan
samning fram á mitt næsta
ár. Forsvarsmenn Niður-
suðuverksmiðjunnar hf.
ákváðu því að kaupa áfram
rækju á sama verði og gilt
hefur.
Forsvarsmenn rækjuverk-
smiðjanna funduðu síðan á
fimmtudag í síðustu viku og
á þeim fundi var ákveðið að
falla frá kröfunni um lækk-
un. Gera má því ráð fyrir að
veiðar haldi áfram til 14.
desember næstkomandi.
-s.
ísafjörður:
Álagningar-
próseita ól-
svars óbreytt
BÆJARSTJÓRN fsa-
fjarðar ákvað á síðasta
fundi sínum sem haldinn var
15. nóvember síðastliðinn að
álagningarprósenta útsvars
fyrir árið 1991 yrði óbreytt
frá fyrra ári eða 7,5%.
Enn er eftir að taka
ákvörðun um álagningarpró-
sentu fasteignagjalda og er
þeirrar ákvörðunar að vænta
innan tíðar.
Strandasýsla:
Fimm
staurar
brotnuðu
IÁHLAUPINU síðastliðinn
fimmtudag brotnuðu fimm
rafmagnsstaurar í línunni frá
Selströnd að Drangsnesi. Mikl-
ar truflanir urðu í Bjarnarfirði
og Ámeshreppi.
íbúar þessa sveita urðu án
rafmagns í hálfan sólarhring
en viðgerð stóð yfir fram á
laugardagskvöld. Á meðan
var díselvél keyrð á Drangs-
nesi. Þetta var mesta tjón
sökum óveðursins sem gekk
yfir Vestfirði, bæði á fimmtu-
dag og föstudag.
__ Ódýrar
bökunarvörur
BUÐ SEM STENDUR UNDIR NAFNI
LJÓNINU • SKEIÐI - ÍSAFIRÐI
ST 4211
Vestfirðingar athugið!
Jólagjafahandbók BB
fylgir blaðinu miðvikudaginn 5. desember nk.