Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.11.1990, Síða 15

Bæjarins besta - 28.11.1990, Síða 15
BÆJARINS BESTA 15 veiði í áratugi og er því öll- um hnútum kunnugur í þess orðs fyllstu merkingu. Hann er líka fjölmörgum stang- veiðimönnum að góðu kunn- ur, ekki síst fyrir það að hafa skapað ýmsar laxaflugur sem náð hafa vinsældum meðal þeirra sem iðka fluguveiði á stöng. í kynningu Forlagsins seg- ir m.a.: í bók Kristjáns Gíslasonar lifnar íslensk náttúra fyrir hugskotssjón- um lesandans, blíð og grimm, nísk og gjafmild, allt eftir atvikum. Frásögn hans af veiðiferðum sínum skír- skotar bæði til byrjenda og gamalreyndra veiðimanna. Hún er allt í senn - nákvæm, lífleg og fjörug - og ekki síst krydduð ósvikinni glettni hins pennafæra manns. Kristján lýsir heimagerðu flugunum sínum ítarlega með litmyndum og nákvæm- um uppskriftum, svo að les- andinn fær notadrjúga leið- sögn ram á árbakkann á vit ævintýranna. Bókin er 207 bls. auk 8 lit- myndasíðna. Blódbrúðkaup BÓKAÚTGÁFAN For- lagið hefur sent frá sér skáld- söguna „Blóðbrúðkaup" eft- ir franska rithöfundinn Yann Queffélec. Guðrún Finn- bogadóttir þýddi söguna og titar eftirmála um höfund- inn. Blóðbrúðkaup er sagan um drenginn Ludovic - saga um óvelkomið líf sem kvikn- ar í kviði þrettán ára móður. Fyrstu ár ævinnar er hann geymdur uppi á háalofti svo að enginn frétti af tilvist hans, því ekki má falla blett- ur á heiður fjölskyldunnar. Síðan hefst hraksaga hans um heiminn. í kynningu Forlagsins seg- ir m.a.: Höfundurinn lýsir fordómum smáborgara sem umhverfið og fáfræðin gera heimska og grimma. En sag- an fjallar þó ekki um þetta fólk, heldur fómarlamb þeirra - eitt af hinum ást- lausu og óvelkomnu börnum á jörðinni. Um þessi börn hafa verið ritaðar miklar bókmenntir og hér hefur Yann Queffélec skapað eitt slíkt listaverk - í senn spenn- andi og tilfinningaþrungið - enda hefur „Blóðbrúðkaup" hlotið frægustu og eftirsótt- ustu bókmenntaverðlaun sem veitt eru frönskum rit- höfundum - Goncourt verð- launin. Bókin er 302 bls. og kem- ur samtímis út í kilju og bandi. Sól í Norðurmýri BÓKAÚTGÁFAN For- lagið hefur gefið út bókina „Sól í Norðurmýri“ eftir þau Pórunni Valdimarsdóttur og Megas. Varla þarf að kynna þau tvö: Megas, skáld ljóða og laga, og sagnfræðinginn Pórunni, en fyrir ári síðan sendi hún frá sér bókina „Snorri á Húsafelli“ sem til- nefnd var til íslensku bók- menntaverðlaunanna. í kynningu Forlagsins seg- ir m.a.: Hér er ekki verið að útskýra heiminn eða bera á borð óskeikulan sannleik um liðna tíma. Sannleikurinn í þessari bók er jafn tvíræður og skyrhræringu. Allir vita að skyrhræringur er annar í munni föður sem kann að meta hann §n í munni barns sem hatar hann. Samt er heimildargildi sögunnar ein- stætt. Pau Þórunn og Megas hafa bæði lagt bernskuminn- ingar sínar, drauma og ímyndunarafl að veði í ævin- týralega og töfrandi bók. Petta er ekki ævisaga, heldur fantasía eða rabbsódía um Reykjavík, umhverfi og at- vik í lífi lítillar píslar. Bókin er 236 bls. og prýdd miklum fjölda mynda. Axlabönd og bláberjasaft BÓKAÚTGÁFAN For- lagið hefur sent frá sér bók- ina „Axlabönd og bláberja- saft“ eftir Sigrúnu Eldjárn. Petta er önnur bókin sem Sigrún semur og mynd- skreytir um geimveruna Bét- vo, en fyrir fyrri bókina um hann hlaut hún Barnabóka- verðlaun Reykjavíkurborgar árið 1987. Sögur Sigrúnar njóta mik- illa vinsælda meðal barna segir m.a. í kynningu For- lagsins, enda sameina þær leiftrandi frásagnargleði og fjörlegar myndir. Hér segir frá Áka litla sem dag einn verður hugsað til vinar síns, Bétveggja. Hvað skyldi hann vera að bauka núna? Hann var búinn að lofa því að bjóða honum í heimsókn á stjörnuna til sín. Allt í einu heyrir Áki skrýtið suð og ofan úr geimnum kemur lítið bleikt farartæki. Par er vinur hans kominn og þeir Áki og Bétveir halda rakleitt út í geiminn á vit ævintýranna. Bókin er 36 blaðsíður. Sögur úr Skuggahverfínu BÓKAÚTGÁFAN For- lagið hefur gefið út bókina „Sögur úr Skuggahverfinu“ eftir Ólaf Gunnarsson. Ólaf- ur hefur áður sent frá sér fjórar skáldsögur, en síðast sendi hann frá sér skáldsög- una „Heilagur andi og englar vítis“ árið 1986. I kynningu Forlagsins seg- ir m.a.: Hér sýnir Ólafur Gunnarsson nýja hlið á list sinni. Við fyrstu sín eru þetta ærslafullar og angurværar Viðskiptavinir Sjóvá- Almennra trygginga hf. athugið Skrifstofan að Hafnargötu 8, Bolungarvík er opin: Mánudaga - föstudaga kl. 10.00- 17.00. Alla mánudaga liggja frammi myndir og aðrar upplýsingar um tjónabifreiðir sem boðnar eru upp samdægurs í Reykjavík. Sjóvá Almennar tryggingar hf. Umboðið í Bolungarvík Víðir Benediktsson Sími: 7348 Fax:7347 ;a|fc Bæjarfógetinn á ísafirði ptjýJI Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu Atvinna Fólk vantar nú þegar til starfa á skrifstofu embættisins. Skrifstofustjóri veitir nánari upp- lýsingar. 27. nóvember 1990. Bæjarfógetinn á ísafirði Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu, Pétur Kr. Hafstein. Til sölu í Bolungarvík Vitastígur 19, neðri hæð, þriggja herbergja séríbúð til sölu á góðu verði og með góð- um kjörum. Veití verður aðstoð við húsbréfafyrirgreiðslu ef óskað er. Tryggvi Guðmundsson hdl. Hafnarstræti 1, ísafirði. Sími: 94-3244.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.