Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.12.1990, Síða 12

Bæjarins besta - 17.12.1990, Síða 12
12 BÆJARINS BESTA Igegnum ysinn heyrði hann hljóma nafn sem hefði átt að vera kunnuglegt. í hátal- arakerfinu hljómaði það aft- ur og aftur og afbjöguð af tækninni var sama silkisæta röddin að segja að þetta væru' áríðandi skilaboð. Loksins lagði hann við hlust- ir enda ekki seinna vænna. Þaö fylgdi nefnilega að mað- urinn var beðinn að koma að afgreiðsluborði Flugleiða eða Icelandair eins og þetta óskabarn þjóðarinnar heitir á tungu engilsaxneskra. Einu sinni er það afbakaða silki- sæta röddin mr. Kaartan Tóordarson loeijer frá frá ís- landi að koma að „the Icelandair desk.“ Kjartan stóð upp og gekk áleiðis að afgreiðslu- borðinu. Kennedyflugvöllur var ekki sá skemmtilegasti og alls ekki á Þorláksmessu, þó þessi guðs eigin útvalda þjóð hefði ekki hugmynd um tilvist heilags Þorláks og þaðan af síður um hina lífs- nauðsynlegu kæstu skötu sem Kjartan var nú að missa af vegna mistaka ferðaskrif- stofunnar í bókuninni. Varla varð þverfótað fyrir alls kon- ar fólki. Manngrúinn var slíkur að honum fannst ekki að þetta væri fólk sem rakst utan í hann. Reyndar var lyktin í hitasvækjunni í illa loftræstri flugstöðinni slík að honum fannst að skatan væri næsti réttur á matseðlinum. En svo var að sjálfsögðu ekki. En hugsunin um skötuna hafði Ieitt hann á brott eitt augnablik á vit minninganna. Og meðan hann rifjaði upp ánægjulega Þorláksmessu fyrir nærri tuttugu árum rakst utan í hann stór svartur náungi. að munaði minnstu að hann áttaði sig ekki nógu fljótt á því að sá svarti hafðh tekið hliðartöskuna hans. Nú reið á að vera snöggur. Með viðbragði sem jafnvel Maradonna hefði mátt vera hreykinn af stökk Kjartan fram og brá fæti fyrir svert- ingjann sem hentist í gólfið og missti töskuna. Áður en Kjartan hafði gripið töskuna var þjófurinn staðinn upp og tók til fótanna. Hann hristi höfuðið og hugsaði með sér að verra hefði þetta getað verið. Það er víst aldrei of brýnt fyrir íslensku sveitaf- mönnunum í stórborginni að gæta sín. Og til hvers var það hvort sem er að vera velta vöngum yfir því liðna. Það kæmi hvort eð er ekki aftur. Því máttu treysta sagði hann við sjálfan sig. Hann var far- inn að dauðsjá eftir því að hafa ekki þegið boð Larry Kobee og láta einkabílstjór- ann hans keyra sig út á Kennedy. Þannig hefði mátt losna við öll vandræðin. Bíl- stjórinn hefði beðið og getað skutlað honum aftur inn á Manhattan ef fluginu hans seinkaði eins og nú leit út fyrir. En einhvern veginn var hann búinn að fá nóg af þessum sléttu og felldu bandarísku lögfræðingum, sem allir virtust eins, það er að segja eins og klipptir út úr Hollywood kvikmynd. „Ég sem hélt alltaf að Hollywood væri bara glansmynd. Bandaríkin eru ótrúlega lík glansmyndinni ef maður gáir bara ekki of mikið undir yfir- borðið. Og þó! Eftir að vott- ur af raunsæi hélt innreið sína í Hollywood og fátæktin varð líka til sem veruleiki en ekki krydd, er Hollywood orðin óhugnalega lík raun- veruleikanum. Annars er ekkert raunverulegt í þessu landi, nema helst maðurinn sem reyndi að stela töskunni minni.“ Það var ekki nóg með að ferðaskrifstofan hefði klúðrað bókunni heldur var flugvélin alltof sein. Þannig að þótt hann kæmist með var ekki einu sinni víst að hann næði jólahaldinu heima. „Þetta er heilmikil skötuflugstöð“ hugsaði hann og hló svo dátt að fólk stopp- aði til að horfa á hann. Kannski var það bara vegna þess hversu flott hann hafði skellt þeim svarta. Og innst inni hugsaði hann hlýtt til þessa misheppnaða tösku- þjófs. Sá svarti senuþjófur hafði að minnsta kosti dregið hann upp úr þessum dapur- legu hugsunum um jólahald- ið og veitti ekki af. Þegar hann var yngri hefði hann vel getað hugsað sér að eyða jólunum í guðs eigin landi eins og þeir bekkjarbræð- urnir kölluðu Bandaríkin alltaf í gríni. Þá voru þau spennandi. Allt gerjaðist þar, tónlist, rokkið, kvik- myndir, hippamenningin, hin stóra lausn á vandamálum stríðs og fátæktar, græðgi og mannvonsku. Og það eina sem gerðist var, að þeir sem voru klókir græddu á einfeld- ni þeirra sem héldu að heim- urinn yrði góður af því einu að fólk væri uppdópað. Sem betur fer hafði hann sjálfur ekki tekið þátt í „kúltúrnum" á þessum árum heima á íslandi, enda ekta sveitamaður. Það höfðu mar'gir gert og hvar voru þeir í dag. Sumir voru einfaldlega fluttir yfir landamæri lífs og dauða - í annað lög- sagnarumdæmi - eins og Kjartan sagði oftast sjálfur. Menn af hans kynslóð áttu erfitt með að tala um dauð- ann í alvöru. Og skipti þá engu þótt dauðinn væri bæði hversdagslegur og óumflýj- anlegur. Fyrir nokkrum Jólasagan: Þorláks- -eftírÓlafHelga Kjartansson, skattstjóra stundum hafði Kjartan stað- ið utan við Dakota bygging- una, nákvæmlega á staðnum þar sem John Lennon, einn af gömlu átrúnaðargoðun- um, hafði staðið 10 árum fyrr og fallið fyrir kúlu geð- veiks aðdáanda. Hann hafði svo gengið yfir Central Park og niður Lexington. Þegar hann var kominn niður fyrir 50. stræti ofbauð honum kaupæðið kringum jólin. Kaupmennirnir heima á ís- landi gátu stundum verið frumlegir, en seint yrðu þeir svo þjáðir og hrjáðir að þeir færu að halda útsölur rétt fyrir jól. Þetta dreymdi okk- ur um. Jól í New York þegar við vorum ungir og saklausir og héldum að Bítlarnir yrðu eilífir, að minnsta kosti Lennon. Hann fór fyrstur og hann hafði líka verið bestur og hafði auk þess leitt kúl- túrinn úr fjarska. Áhrifin voru alltaf til staðar. Tæknin sá um það. Þessi sama tækni og dró hann að afgreiðslu- borðinu. M Tóardarson“ y • j. t jLsagði stúlkan vin- gjarnlega og röddin hljóm- aði nú mun betur en fyrr þegar tæknin gerði röddina náttúrulausa með aðstoð há- talarakerfisins í þessari illa lyktandi flugstöð. „Skyldi John F. Kennedy, sem nú hafði legið í gröf sinni í 27 ár, hafa vitað af því að bandamenn hans norður í Ballarhafi átu skötu á Þor- láksmessu?" Að minnsta kosti fannst honum þessum látna forseta lítil virðing sýnd með flugstöðvarbygg- ingu sem lyktaði svona hraustlega af þorláksmessu. Þrátt fyrir allt var þetta fyrsta merkið um jól sem hann hafði fundið í ferðalag- inu. Feitir jólasveinar fyrir utan stórverslanir voru ekk- ert jólalegir. Þeir voru bara rauðir og hvítir og voru ábyggilega atvinnulausir leikarar að skrapa saman aura fyrir jólahaldinu. Huggulega stúlkan fyrir innan borðið endurtók nafn hans og átti jafn erfitt með framburðinum og fyrr. Sérstaklega átti hún erfitt með Kjartan. Hann svaraði og spurði hvað væri að frétta af fluginu. „Þú ert enn á biðlista en ef þú ert tilbúinn að borga til viðbótar get ég sett þig strax á Saga Class“ sagði hún. „Þar er laust eins og er en hvernig raðast í vél- ina er ekki vitað fyrr en hún kemur eftir 2 tíma. En vinur þinn Kobec var búinn að hringja og biðja um að allt yrði gert til þess að þú kæm- ist með. Hann sagðist vilja greiða fyrir þig en var ekki viss um að þú vildir það. En ég tók niður kreditkorta- númerið hans og er búinn að skuldfæra fargjaldið á kortið hans. Ef þú.vilt það ekki verðurðu að bíða þar til vélin er komin og við sjáum hvaða biðlistafarþegar komast með.“ Hann stóð opin- mynntur og starði á stúlk- una. Larry var ekki svo gal- inn. Hann hafði áttað sig á því að Kjartan var dæmi- gerður íslendingur, „Bjartur í Sumarhúsum.“ Ekkert kaupfélag hér. Ég sé um mig sjálfur hugsunarhátturinn uppmálaður. Samt hafði hann gert það sem Kjartani hafði ekki dottið í hug. Larry hafði einfaldlega leyst öll vandamálin á meðan Kjart- an skölti í lestinni út á flug- völl. Honum létti og horfði brosandi á stúlkuna og sagði einfaldlega þakka þér fyrir. Hún brosti á móti og bað hann að bera fram nafnið sitt á íslensku. „Kjartan Þórðar- Hljómar pólskt“ sagði lún brosandi og rétti honum farseðil á Saga Class. Hann hrökk við og spurði hvort hann ætti ekk- ert að borga. Hún svaraði því neitandi. „Vinur þinn lögfræðingurinn Kobec sá um það“ og bauð honum góða ferð um leið og hún benti honum á betri stofuna þar sem „fínu farþegarnir“ gátu slappað af meðan þeir biðu flugs. Kjartan hafði upphaflega ekki viljað taka þetta verkefni að sér. En einhver varð að gera það. íslenskur sjómaður hafði orðið fyrir bíl í New York og útgerðin hafði beðið hann um að fara og ganga frá skaðabótamál- inu. „Ekki rétt fyrir jól. Ég verð að fara að taka mig á í jólahaldinu. Það er ekki hægt að gera konunni og börnunum það eina ferðina enn að eyðileggja fyrir þeim jólahaldið.“ Samt hafði hann látið til leiðast. Reyndar þótti honum jólahald óspennandi, ekki fyrir full- orðna, en gott fyrir börnin. Þó fannst honum um hver jól að hann væri með óbeinum hætti í gegnum börnin sín að taka þátt í allsherjarkeppni um það hver fengi bestu, dýrustu og flottustu jólagjaf- irnar. Og þá um leið hvaða foreldrar stæðu sig best í þeim hluta keppninnar sem að gefendum sneri. Það fór um hann hrollur. Hvílíkt og annað eins. Hvar var nú öll manngæskan sem kirkjan boðaði. Þeim myndi ekki leiðast gyðingum og paki- stönum á jóladag, þegar þeir gætu gengið um verslanirnar sínar á Manhattan á jóladag og virt fyrir sér tómar eða hálftómar hillurnar. Það er skrýtið að hugsa til þess að jól kristinna manna gætu glatt þá sem ekki trúðu á jól miklu meira en hina trúuðu. Hann hló. í þessu mikla landi voru þversagnirnar miklu meiri og stórbrotnari en nokkurs staðar þar sem Kjartan hafði komið. Eins og eldingu laust þeirri hugs- un niður í honum að hann hafði gleymt að kaupa jóla- gjafirnar handa Dórótheu og strákunum. Eitthvað var kannski hægt að kaupa í flugstöðinni áður en hann færi í loftið. Kannski var eitt-

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.