Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.12.1990, Blaðsíða 18

Bæjarins besta - 17.12.1990, Blaðsíða 18
Hver hefur ekki séð þau á gangi? Eldra par, leiðast gjarnan, ganga ávallt rösklega, í andlitum sáttin, hvort við annað, við umhverfið, við lífið. Hann hár og grannur, rólegur og yfirvegaður í fasi; hún hnellnari og kvikari, grennri í seinni tíð. Eitthvað með hjartalokurnar og skjald- kirtilinn, segir hún. „Sko, maður verður að hreyfa sig þegar maður er kominn á þennan aldur,“ segir hann í stofunni á Hlíf. „Annars stirðnar maður. Hvað viltu annars vita, væni?“ Allt, segi ég, alla sólarsöguna. Hún brosir: „Það er best þú byrjir þá,“ og lítur ástaraugum á mann sinn til 52ja ára. Hann er Guðbjartur Jónsson, skipstjóri og seglasaumari með meiru, hún er Sigríður Jónsdóttir, betur þekkt sem Buxna- Sigga. Ég fæddist náttúrlega „Ja, ég fæddist náttúrlega eins og öll börn; það var 18. ágúst 1911 í Efstadal í Laugadal.“ „Fyrir framan hana Rögnu“ skýtur Sigga inn í.. „Já, það er langt þar fyrir framan. Það er annað vatn þarna í dalnum heldur en Laugabólsvatnið og það er fyrir framan það vatn. Ég var þar til fjögurra ára, þá dó faðir minn og upp úr því var fjölskyldunni tvístrað; ég er uppalinn hjá Sveini Sveins- syni á Flateyri. Já, hann var við róðra í Bolungarvík og fékk lungnabólgu; það dóu allir sem fengu lungnabólgu þá. Ég var alinn upp hjá móðurbróður mínum þar til eftir fermingu, þá fór ég á sjóinn." „Þú hafðir nú ekki einu sinni tíma til að fara til altar- is,“ segir Sigga. „Jújú. Það var nú þannig minnir mig að presturinn tók ekki til altaris þetta árið, gerði það ekki nema annað hvert ár, blessaður. Það var ekki svo nákvæmt í þá daga.“ Glottir við tönn, Bjartur. Á sjóinn úr fermingunni já. Eru menn ekki enn blaut- ir bakvið eyrun þá, varla komnir með hvolpavit? „Það þekktist ekkert ann- að,“ segir Bjartur og finnst ekki mikið til vangaveltna blaðamannsins koma. Guð- bjartur er síðan munstraður á hina og þessa báta, eins og gengur. „1928 kem ég til ísa- fjarðar og er meðal annars á Sæbirni í 5 ár. Haustið 1933 fer ég svo í Stýrimannaskól- ann, það tók bara eitt haust í þá daga, og verð eftir það stýrimaður á Kára norður á - rætt við hjónin Guðbjart Jónsson, skipstj saum Akureyri og síðar hjá Guð- birni bróður. Og svo verð ég skipstjóri á Huganum II. Já, þetta þóttu góðir bátar, 60 tonna bátar. Það voru stærstu bátarnir sem þá voru hérna. Jú, það gekk allt vel, engin áföll, fékk meira að segja að sofa,“ segir hann. „Það var ekki hægt að kvarta undan því á þeim bátum sem ég var á.“ „Þið voruð nú þreyttir stundum, segir konan þá, en hann eyðir því. Gráðugir hákarlar 1951 fer Guðbjartur í land og gerist verkstjóri í frysti- húsi Togaraútgerðarinnar sem þá var rekin í ísfirðingi. „Já, þú varst fertugur þeg- ar ég fékk þig loksins í land. Björgvin útgerðarmaður Bjarnason sagði: Nú send- irðu þau þarna og þarna, föt- in af þeim sko. Þeir komu ekki heim heilu mánuðina. Ég varð að skila börnunum sem við áttum volgum í hendurnar á honum þegar hann kom í land.“ —Var ekki erfitt að vera svona ein með börnin? „Jú, það var mjög erfitt að missa hann yfirleitt. Barna- heimilin voru ekki komin þá. Og einu sinni, það mun hafa verið ’47, þegar við ætluðum að skíra á sjómannadegi sendir Björgvin hann á há- karl til Grænlands.“ „Það var svo gott verð á lýsi þá að Björgvin ákveður að senda okkur einn túr áður

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.