Bæjarins besta - 17.12.1990, Page 19
BÆJARINS BESTA
19
m í hálfa öld
íóra og seglasaumara, og Sigríði Jónsdóttur
akonu
en við færum á síldina. Og
við fengum mikið af hákarli.
Það varð til þess að Björgvin
gerði út Gróttu til hákarla-
veiða sumarið eftir, en það
brást, þeir fundu lítið sem
ekkert. Við fengum gríðar-
lega mikið af hákarli þarna,
28 eða 30 stykki á 40 krók-
ana. Þetta var eins og á
stífasta þorski bara. Við vor-
um með línu, sverari en
venjulega línu náttúrlega,
og langt á milli krókanna,
einir fjórir eðafimmfaðmar.
Vorum með tvær lagnir og
drógum þær til skiptis. Svo
skelltum við bara stroffunni
á hákarlinn og hífðum hann
innfyrir. Við vorum ekki
nema rúman sólarhring
þarna við Grænland, í brælu
og ísreki, fengum samt þessi
lifandis ósköp af hákarli. Þeir
voru svo gráðugir að við
fengum þá stundum hálfa;
þá átu þeir hver annan. Nei,
ég veit ekki til þess að það
hafi aðrir farið á þessar veið-
ar síðan."
Niðurdýfmgarskím
En hvernig fannst Guð-
bjarti að vera alltaf víðs-
fjarri, til dæmis þegar konan
var að ganga með börnin?
„Ég veit það ekki, það
þekktist ekkert annað þá.
Það var ekkert verið að tala
um að fara í land. Það var nú
ekki svo mikil atvinna að
menn gætu sleppt því sem
þeir höfðu.“
-Þið hafið þá verið kven-
mannslausir meiripart árs-
ins?
„Neinei, vitleysa, við vor-
um alltaf heima milli ver-
tíða.“
„Heima! Það var vika sem
þið voruð milli vertíða og þá
voruð þið að hreinsa bát-
inn.“
„Þetta gengur svona. Ég
veit ekki hvort fólkið er
nokkuð hamingjusamara
núna en það var þá.“
„Enda sagði Björgvin einu
sinni þegar ég var að tala um
að betra væri yndi en auður:
Já, en þið eruð þá eins og ný-
trúlofuð þegar hann kemur í
land.“
-Varstu ekki oft hræddur
um hann þegar hann var á
sjónum?
„Jú, blessaður vertu. Ég
bað oft fyrir honum, því ég
er trúuð manneskja og er
ekkert feimin að segja frá
því.“
-Heldurðu að það að hann
var á sjónum hafi styrkt þig í
trúnni?
„Það er nú líkast til. Skil-
aði mér honum heilum heim.
En ég er uppalin í trú. Það
voru alltaf lesnir húslestrar
heima í Furufirði áður en út-
varpið kom. Maður lærði þá
alveg reiðinnar dóm af sálm-
um. Fóstri minn var sterk-
trúaður enda erum við úr
prestaætt. Ég hafði oft
sálmabókina opna hjá mér
þegar ég var að sauma í
gamla daga.“
Sigríður var einn af stofn-
endum kvenfélags kirkjunn-
ar og hefur tekið svokallaðri
niðurdýfingarskírn. „Jesús
hafði niðurdýfingarskírn og
þess vegna fannst mér ég
verða að taka henni líka,
hún er í hans anda. Það
gerðist í Hafnarfirði. Ég
var færð í hvítan slopp og
látin fara öll ofan í kar með
volgu vatni. Við förum
aldrei svo suður að við för-
um ekki á samkomu hjá nið-
urdýfingarsöfnuðinum. Þar
eru margir sem vitna, full-
orðnir karlmenn meira að
segja. Nei, ég hef nú lítið
gert af að vitna, en svolítið
meðan ég var yngri.“
Engin sérstök kúnst
„Nei, þetta hefur verið um
1951 sem ég kem í land og
svo hef ég líklega verið í
fjögur til fimm ár hjá Tog-
araútgerðarfélaginu eða
þangað til það hætti. Já,
þetta var nokkuð vel útbúið
frystihús í þá daga. Þeir
komu með mikinn fisk að
landi togararnir, ísborgin og
Sólborgin, og var hann unn-
inn víðar en í ísfirðingi. “
Eftir að frystihúsið fer á
hausinn ræðst Guðbjartur til
heildsölufyrirtækisins Sand-
fells og starfaði þar óslitið til
skamms tíma. Én meðfram
þessum störfum fékkst Guð-
bjartur við nokkuð sem hann