Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.12.1990, Side 20

Bæjarins besta - 17.12.1990, Side 20
20 BÆJARINS BESTA • Á 25 ára hjúskaparafmæi þeirra hjóna. Efri röð frá vinstri: Jón, Benedikt og Sveinn. Neðri röð: Guðbjartur og Sigga. lærði hjá fóstra sínum á Flat- eyri og enginn annar Vest- firðingur kann til: hann saumaði segl. „Blessaður góði, hann er búinn að sauma í fjölda ára fyrir fs- firðinga og alla Vestfirði. Flann er með saumavél enn- þá niðri í Smiðjugötu.“ „Já, það er nú svona auka,“ segir hann og dregur úr, fullmikið að mati konu hans. „Þetta hefur alltaf ver- ið svona aukageta hjá mér og er ennþá.“ „Flann saumar hettur og yfirbreiðslur yfir hitt og þetta,“ segir hún. „Er með vél til þess.“ „En það er enginn sem tekur við af mér, neinei. Kúnst? Nei, þetta er nú eng- in sérstök kúnst, það þarf bara að æfa sig svolítið. t>að var öðruvísi þegar þetta var allt gert í höndum.“ „Hann saumaði seglið á bátinn í Ósvör; það varð að gera það í höndum,“ segir Sigga. - Þannig að þú ert einn af síðustu mönnunum á íslandi sem vita hvernig segl voru búin til? „Já, það getur vel verið. En það er ekkert merkilegt við þetta svoleiðis, það þarf bara einhver að gera þetta. Annars eru menn mikið hættir að sauma seglin, farn- ir að líma þau saman. Það þarf vél til þess, en ég hef ekki fengið mér hana, er orðinn of gamall til þess.“ Gerði þá fljótt ófeimna En það er auðvitað ekki bara Bjartur sem hefur feng- ist við að sauma. Sigga er fræg saumakona og var um tíma eina saumakona bæjar- ins. Sigga er ekki fædd á ísa- firði, frekar en maður henn- ar. Hún er fædd norður á Höfðaströnd í Grunnavíkur- hreppi 1911. Tveggja mán- aða er hún flutt norður í Furufjörð til hálfbróður síns. „Fyrri kona föður míns deyr og ég er yngst af sex seinni konu börnum.“ í Furufirði er hún til 22ja ára aldurs. Þá veikist hún af liðagigt og botnlangabólgu, er flutt til ísafjarðar og ráðið frá því að fara norður aftur. Upp úr því lærir hún að sauma hjá Ein- ari og Kristjáni. Vinnur hjá þeim í þrjú ár, þangað til hún giftist Guðbjarti 1938. „Þar vinnum við upp í átta eða níu stúlkur, því þá þekktist ekkert tilbúið. Það var mikið saumað á stríðsár- unum.“ „Nú er þetta bara keypt tilbúið frá Kína,“ segir hann. „Við sem vorum mánaðar- stúlkur, vorum fastir starfs- menn, unnum hvað sem var, ýmist jakkaföt eða frakka og hvaðeina. Þá voru pöntuð föt hvaðanæva af Vestfjörðum.“ - Hvar hittust þið svo? „Ja, við hittumst á Norð- urpólnum hjá henni Borg- hildi.“ „Já, það er best að hún segi frá því,“ segir Guðbjart- ur og hlær. ,,Það kom nú al- veg jafnt frá þinni hendi eins og minni,“ segir hún. „Við vorum gift 1938.“ „Það hefur alltaf verið ágætt, já“ segir hann. - Og þér leist strax vel á hana? Hann hlær. „Já, jájá.“ „Ég kunni að sauma á hann fötin!“ Og síðan hafa þau verið sem saumuð saman. Eftir að Sigga giftist fer hún að vinna sjálfstætt og gerir það af sínu alkunna kappi. Sérstaklega mikið hafði hún að gera á stríðsárunum. En hvað finnst henni um hin fjöldafram- leiddu föt nútímans. „Þau eru léleg,“ segir hún að bragði. „Þau eru ekkert sambærileg. Nú orðið er það límt sem var stungið áður.“ - Ég man að einhvern tím- ann saumaðir þú buxur á mig og ég man sérstaklega eftir því hvað maður fór hjá sér þegar þú varst að taka málið. „Ég gerði ykkur nú fljótt ófeimna. En þeir voru sumir afskaplega feimnir fyrst því þeir héidu að það ætti að stinga mæli í rassinn á þeim, að þeir yrðu mældir. Én ég sagði þeim að þeir yrðu mældir með málbandi.“ Smíðað jólatré „Nei, það þekktust ekki svona miklar gjafir þegar okkar börn voru að vaxa úr grasi, maður saumaði bara á þá föt,“ segir Sigga þegar jólahald berst í tal. „Á jólunum var alltaf betri maður og svoleiðis, það var alltaf það, en það var ekki mikið um svona stórar j ólagj afir. “ segir Guðbj artur. „Heima í Furufirði voru bakaðar pönnukökur eða klattar. Svo voru bollur og kleinur.“ „Þetta þótti alveg ágætt, því þá þekkti fólk ekkert annað. Þetta var alveg jafn gott og það er núna,“ segir hann. „Og engar gjafir, nema þá skór, bryddir skór.“ Hún kemur með skó úr steinbíts- roði, en þeir voru notaðir á veturna. „Það var haft jóla- tré, smíðað úr spýtum, og raðað á það kertum; það fór alveg stokkurinn á það, 24 kerti. Og svo var stórt kerti á toppnum. Það voru hengdir á það pokar sem skraut og þetta var það eina sem var á trénu. Síðan gengum við í kringum þetta jólatré ásamt fólki af nærliggjandi bæjum. Og það var auðvitað lesið jólaguðspjallið og sungnir sálmar. Þannig var nú jóla- haldið í þá daga.“ Rúnar Helgi Vignisson. • „Mér leist strax vel á hann og ég kunni sko að sauma á hann fötin“ segir Buxna-Sigga um mann sinn.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.