Bæjarins besta - 17.12.1990, Blaðsíða 28
28
BÆJARINS BESTA
• Fjölskyldan, íris Guðmundsdóttlr, Silja Llnd og Þröstur Leó Gunnarsson. íris og Þröstur eru bæði
fædd á Bíldudal.
harðfisk var mjög spennandi
fyrir okkur. Við vorum
svakalegir, það stoppaði
okkur ekkert. Karlarnir
negldu fyrir aðalhjallinn
einu sinni, en þá sóttum við
bara sög og söguðum gat á
hjallinn." segir hann og
skellihlær, strýkur hártopp-
inn og hrærir í kaffibollanum
hálf skömmustulegur. „Fyrst
reyndum við að troða hand-
leggjunum inn á milli riml-
ana og okkur tókst stundum
að slíta eitt og eitt strengsli,
en það var ekki nóg fyrir
hópinn.
Við stálum aldrei miklu,
bara tvo þrjá á mann í hvert
skipti. Þetta var allt mjög vel
skipulagt, við grófum stund-
um leið undir hjallana og
sendum einn inn til að ná í
harðfisk. Svo settum við
steina í holuna „okkar“ en
pössuðum okkur á því að
laga alltaf til á ránum svo að
karlarnir tækju ekki eftir að
það vantaði á þær. Ég man
eftir að þetta var aðallega
steinbítur og lúða. Harðfisk-
urinn var okkar sælgæti þá
og alltaf sluppum við.
Náðumst aldrei.“
Alltaf verið feimin
„Ég byrjaði að vinna í
Matvælaiðjunni 9 ára gam-
all, þar sem Bíldudals græn-
ar banunir voru framleiddar.
Ég var, ásamt öðrum strák-
um, að taka fiskinn úr
hörpudiskunum. Þá var hætt
með baunirnar og byrjað í
rækju og skel. Síðan byrjaði
ég að beita 16 ára. Ég man
eftir því þegar strákarnir
hlupu alltaf í frímínútunum
niður í skúr til að fá að beita
nokkra króka. Mér fannst
það ekkert spennandi og fór
aldrei niður í skúr. En síðan
hef ég beitt margar vertíðar,
bæði á útilegu og í landi. Það
er gott að kunna að beita,
sérstaklega þegar ég kom
heim í skólafrí eða í sumar-
frí.
Ég var rosalega feiminn í
æsku, það náði engri átt. Við
komum saman í sumar ferm-
ingarsystkynin og rifjuðum
upp gömlu dagana. Allir
sögðu að ég hefði verið svo
utan við allt og svo feiminn.
Það fór víst lítið fyrir mér í
skólanum. Eg tók ekki þátt í
félagsstarfsemi eða neinu því
ég var svo feiminn."
Hataði reikning og skrift
„í barnaskóla átti ég mjög
erfitt að læra skrift og reikn-
ing. Ég hataði þessi fög. Ég
skrifa hræðilega illa, teikna
illa og kunni ekkert að
reikna. Það getur enginn les-
ið úr skriftinni minni nema
ég. Ég var hræðilegur í reikn-
ingi, alltaf stressaður í
kennslustund og vonaði að
ég yrði ekki tekinn upp að
töflu. En skólastjórinn tók
mig alltaf upp. Hann byrjaði
á því og ég stóð stundum all-
ann tímann upp við töfluna
og nagaði krítinn og dæmið
óleyst þegar tíminn var
búinn. Þetta var gjörsamlega
lokuð bók fyrir mér.“
Grímuballið
„Leikfélagið hérna hefur
alltaf verið mjög virkt og hér
eru margir góðir leikarar og
skáld. Eg hef ósköp lítið
leikið méð leikfélaginu. Að-
allega lék ég á árshátíðum
skólans í 6-7 bekk. Það var
haldið grímuball á hverju ári
og ég gleymi aldrei einu ball-
inu. Þá var mér útvegaður
kanínubúningur." - skelli-
hlær og hristir höfuðið. „Og
ég tók þessu svo alvarlega, að
ég hoppaði eins og kanína
frá húsinu heima, alla leið
niður í bæ og upp allar
tröppurnar og inn í skólann.
Þetta var alveg meiriháttar,
ég var 8 ára gamall þegar
þetta gerðist og ég gleymi
þessu aldrei."
Leiklistarskólinn
„Skyldunámið kláraði ég á
Selfossi. Þar bjó ég hjá bróð-
ir mínum. Síðan fór ég aftur
vestur, fór á sjóinn og var í
hinu og þessu. Eftir það fór
ég í Iðnskólan í málmiðnað-
ardeild, en hætti þar eftir
veturinn. Fór vestur aftur og
svo suður til Hafnarjarðar
með írisi og vann þar í fiski.
Mér leiddist og fór í kvöld-
skóla hjá Helga Skúlasyni.
Ég hafði ekki hugmynd um
að Leiklistarskóli íslands
væri þá til. Allir voru að tala
um þennan leiklistarskóla og
nú skyldu þau sækja um inn-
göngu.
Svo ég sló til eins og hinir
og sótti um, en ég var svo
sannfærður um að þangað
kæmist ég aldrei inn. Fyrst
voru teknir inn 16 og svo í
lokin voru urðu aðeins átta
eftir. Ég slapp inn og þá
byrjaði námið. 100% mæt-
ingar, leikfimi og líkams-
þjálfun, söngur og allt mögu-
legt. Þetta er erfiður skóli og
krefjandi, en aftur á móti
mjög gefandi og lærdómsrík-
ur. Hópurinn var samstilltur
en það skiptust á skin og
skúrir í þessi fjögur ár. Sum-
ir voru orðnir pirraðir og
skeyttu skapinu á hvoru
öðru. Til dæmis ef einhver
þoldi ekki einhvern í bekkn-
um, þá varð hann að sættast
við hann. Átta manns í sama
bekk í fjögur ár getur tekið á
taugarnar.“
Eins og skepnan deyr
. „Mitt fyrsta hlutverk eftir
að ég kom út, var í kvik-
mynd Hilmars Oddssonar
„Eins og skepnan deyr.
Myndin var tekin í Loð-
mundarfirði austur á fjörð-
um. Það var mjög gaman,
við vorum öll saman í húsinu
á meðan á upptökum stóð.
Þetta var um haust. Mér leið
æðislega vel þarna. Skammt
frá húsinu er á og ég með
mína veiðidellu. Um leið og
búið var að filma, sást í ilj-
arnar á mér niður að á. Áin
var full af fiski, bæði silung-
ur, urriði og lax. Það tók
ekki nema klukkutíma að
veiða í matinn fyrir 11
manns.
Svo átti einu sinni að taka
veiðiatriði í myndinni, þar
sem ég átti að vera að veiða.
Ekkert mál, sagði ég og tók
stöngina. Þið filmið bara um
leið og ég veiði, sagði ég
ákveðinn, því í hvert skiptið
sem ég kastaði kom fiskur á
eins og skot. Ég byrja að
veiða og myndavélin geng-
ur. Ekkert gerist. Og eftir
langan tíma var ákveðið að
nú skyldu fleiri fara að veiða
til að fá fisk. Svo loksins
fékk einn silung á og kom
hann hlaupandi til mín og
rétti mér stöngina. Ég tók
við henni og dró silunginn
upp, en þá var eins og hann
væri steindauður. Hann
spriklaði ekki einu sinni,
bara hékk eins og dauður,
enda sést það svo greinilega í
myndinni. Og síðan hafa
margir spurt mig- hvað varst
þú að gera með dauðan fisk í
myndinni? Þetta var mjög
neyðarlegt atvik.“
Sá aldrei hreindýrin
„Ég var kannski ánægður
með myndina þá, en ekki
núna. Það vantar eitthvað
meira í hana. Það gerist svo
lítið í myndinni. En þetta var
mjög skemmtilegt verkefni.
Edda Heiðrún er góð leik-
kona og gott að leika með
henni. Hreindýrin sá ég
aldrei, en þau eru víst mikið
á þessu svæði að mér skilst,
koma oft niður í dalinn.
Þetta er æðislega fallegur
staður og ég hef alltaf verið á
leiðinni þangað. Endirinn
var mjög góður fannst mér,
þó margir séu ósáttir við
hann. Áhorfendur máttu
ráða því hvort ég hafði dáið
eftir skotið, eða lifað það
af.“
Eins og skepnan
deyr 2
Svo kemur „Eins og
skepnan deyr 2“ Nei, ég er
bara að bulla. Við fífluðumst
stundum með þessa hug-
mynd“ segir Þröstur og hlær.
„Hugmyndin átti að vera
þannig að ég kæmi aftur í
dalinn mörgum árum seinna.
Þá hafði þetta verið saman-
tekið ráð hjá kærustunni og
hinum karlinum. Þau byrjuð
saman og ég átti að fylgjast
með úr leyni. Mikil hasar
brýst út í myndinni og spenn-
an verður gífurleg. Nei, nei,
þetta var bara grín hjá okk-
ur.“
Leiklistarferilinn
Þröstur Leó lauk námi frá
Leiklistarskóla íslands vorið
1985 og hafði þá leikið í
Nemendaleikhusinu í Græn-
fjöðrungi, Fugli sem flaug á
snúru og hlutverk Lísanders
í sameiginlegri uppfærslu LR
og Leiklistarskólans á
Draumi á Jónsmessunótt í
Iðnó. Þröstur fór með hlut-
verk Kalla í sjónvarpsgerð
leikritsins Stalín er ekki hér.
Þá lék hann Grím Njálsson í
sýningu söngleikjanna í
Rauðhólum sumarið 1986.
Hjá Leikfélagi Reykjavíkur