Bæjarins besta - 17.12.1990, Síða 30
30
BÆJARINS BESTA
hvað leiður og við ákvöðum
að demba okkur til Bíldu-
dals, heim í heiðan dalinn.
Hingað komum við í vor. Ég
fór beint í beitingu og svo á
dragnót í sumar. Þegar
sumrinu lauk fór ég aftur að
beita, og er núna með nokkr-.
um Pólverjum. Þeir eru
skemmtilegir og harðdugleg-
ir í vinnu. Maður er orðinn
sleipur í pólskunni, það þýðir
ekkert annað. Þetta eru allt
ungir strákar sem störfuðu í
skipasmíðastöðinni í
Gdansk. Tjáningarsamskipt-
in eru oft æði skrítin því þeir
kunna ekki ensku, aðeins
einn af þeim kann pínulítið í
ensku. Það þarf að teikna
hlutina og leika þá til að
skýra út fyrir þeim hvað á að
gera.“
Heima er best
„Sumir eru hissa þegar
þeir heyra að ég sé kominn
vestur í slorið. Ég kann alltaf
jafnvel við beitingalyktina,
en það er engin beitingalykt
af Hamlet!“ Hlátur. „Nei,
nei, frægðin hefur ekki stigið
mér til höfuðs, langt því frá.
Það var eins og ég hafði
aldrei farið suður, þegar ég
kom aftur vestur. Ég var
hræddur um að ég væri bú-
inn að gleyma hvernig ætti
að beita, en það kom fljótt.
Hérna eru foreldrar mínir
og þrír bræður. íris á systur
sem er gift eldri bróðir mín-
um, honum Valdimar. Svo
það er bara gott að vera
kominn aftur heim.
Ég er ekkert voðalega
hrifinn af að búa í Reykjavfk.
Ég gæti ekki hugsað mér að
búa þar samfleytt í 2-3 ár án
þess að koma heim í millitíð-
inni. Á hverju sumri hef ég
komið heim, bæði þegar ég
var í skyldunáminu og í leik-
listinni. En aðalvandamálið
hefur verið flughræðslan, ég
er svakalega flughræddur.
Áður þurfti ég að fara með
rútu til Stykkihólms og það-
an með ferjunni yfir Breiða-
fjörð og svo heim í bíl. Ég
flýg ekki nema í ítrustu
neyð. Ég er líka sjóveikur,
var sjóveikur í allt sumar, en
ældi þó aldrei. Mér finnst
mjög gaman á sjónum og fer
væntanlega á sjóinn aftur
næsta sumar.“
Fjörugreifar
„Það er svo gott að vera
laus við umferðina og hrað-
an, maður getur labbað út
alla götuna án þess að það
komi bíll. í sumar heimsótti
skólabróðir minn, Jakob Þór
Einarsson, mig hingað til
Bíldudals. Við fórum niður í
fjöru eitt kvöldið, söfnuðum
saman spýtnarusli og kveikt-
um bál. Síðan sátum við eins
og greifar á stólum við eld-
inn og drukkum kaldan bjór.
Við ræddum um það, að slíkt
væri ekki hægt að gera í
• „Ég sem hélt að ég væri búinn að gleyma þessu.“ segir Þröstur um beitinguna, en hann vinnur við beitingu á Geysl BA á Bfldudal I dag
og líður bara vel.
Jól og áramót
„Mér finnst ekki vera nein
jól eða áramót nema hér
heima. Við reynum að koma
saman, systkinin, á jólunum
og áramótunum heima hjá
pabba og mömmu. Fjöl-
skyldan er mjög samrýmd.
Ég man vel eftir því þegar ég
var í bænum yfir áramótin,
þá var ég í símanum í beinni
línu vestur til að heyra hvað
væri að gerast. Heimþráin er
sterk því ég er svo mikill
sveitamaður í mér. Við
borðum öll saman, skjótum
flugeldunum upp og förum
• „Síðan kemur „Elns og skepnan deyr 2“ - Nei, nei, ég er bara að bulla.“ segir Þröstur og skellihlær
á eftir.
þátt í að veiða í dýru ánum,
það er algjört rugl, alltof
dýrt. Svo er ég með skot-
vopnaleyfi og hef mjög gam-
an að fara á fuglaveiðar, en
ég geri lítið af því. Bræður
mínir veiða talsvert með
byssu og hver veit nema ég
skelli mér út í það seinna. Ég
er líka með mótorhjóla-
dellu, hef átt mörg hjól og á
núna Yamaha 350 torfæru-
hjól, sem ég nota í
vinnuna."
Leikstjóri í
heimabyggð
Þá er þessu viðtali að
Ijúka. Lesendur eru væntan-
lega eitthvað fróðari um
þennan unga og hæfileika-
ríka Bílddælings, sem ætlar
að verða gamanleikari.
Þröstur ætlar að leikstýra
leikritinu - Við borgum ekki,
eftir Dario Fo, sem Leikfé-
lagið Baldur á Bíldudal er að
byrja að æfa um þessar
mundir. Þröstur hyggst flytja
aftur til Reykjavíkur í ágúst
á næsta ári ef að allt gengur
að óskum. Hann er búinn að
fá mörg tilboð, bæði fyrir
leikrit, kvikmyndir og sjón-
varp. Hann hefur litlar
áhyggjur af Reykjavík og
stingur beitunni fagmann-
lega á öngulinn og sendir
bugtina í balann. Lífið geng-
ur sinn vanagang og leiklist-
arklukkan er stopp. Lykill-
inn er í rassvasanum á
leikaranum unga frá
Bíldudal.
Viðtal: Róbert Schmidt
Myndir: Róbert Schmidt og
Guðmundur Ingólfsson/
Imynd
Reykjavík. Slökkviliðið væri
komið eins og skot til að
slökkva eldinn. En það var
svo þægileg tilfinning að sitja
þarna í fjörunni við eldinn
og tala saman um liðnar
stundir.
Það tók mig ekki nema
korter að aðlagast mannlíf-
inu hér eftir að ég kom vest-
ur. Lífið snýst um veður-
spárnar, verður flugveður,
verður sjóveður á morgun?
Ég hlustaði aldrei á veður-
fréttir í útvarpinu í bænum
og fylgdist ekkert með veðr-
inu, mér var alveg sama.
Núna liggur maður yfir veð-
urfréttunum, bæði í sjón-
varpi og útvarpi. Hér eru
margir gamlir karlar sem
geta spáð ótrúlega nákvæmt
um veðurhorfur, alveg lýgi-
lega nákvæmir karlar.
Verst af öllu er kvótakerf-
ið. Kvótakerfið er að setja
þessi pláss á hausinn. Þetta
er hrikalegt ástand, verðið
fyrir þorskkílóið er aðeins
um 45 krónur hérna en 120
krónur í bænum. Þetta stefn-
ir allt niður á við ef að ekki
verður eitthvað að gert.“
svo á ball á eftir. Áramótin
eru manni svo eftirminnileg,
allir svo glaðir og mikið að
gerast.“
Áhugamálin
„Jú, ég á mér áhugamál.
Ég er forfallinn í stangaveið-
inni. Geri víst lítið annað á
sumrin en að veiða silung og
lax. Ég veiddi 15 laxa í sum-
ar, stærsti var 13 pund. Svo
veiddi ég helling af sjóbirt-
ing og silungi hérna í vötnun-
um. Aðallega veiði ég á
maðk og flugu. Ég hnýti dá-
lítið og finnst það mjög
skemmtilegt. Ég hef alltaf
haft gaman að veiða.
Sem púki var maður alltaf
niður á bryggju að veiða
kola og ufsa, sem var síðan
hert. Stangaveiðin byrjaði
fyrir alvöru þegar ég var 17
ára gamall. En ég tek ekki