Bæjarins besta - 17.12.1990, Síða 31
BÆJARINS BESTA
31
Svefnhjólið
ÚT ER komin hjá Máli og
menningu skáldsagan
„Svefnhjólið" eftir Gyrði EI-
íasson. í sögunni ber margt
fyrir augu lesenda sem er
bæði kunnuglegt og kátlegt,
og jafnframt ævintýralegt,
dularfullt og ógnvekjandi.
Hér er lýst ferðalagi ungs
manns um ísland, bæði of-
anjarðar og neðan, hérna
megin og hinum megn, frá
litlu þorpi um stærra kaup-
tún til dálítillar borgar og
alls staðar séríslensk kenni-
leiti sem lesendur þekkja
mætavel en verða hér engu
að síður torkennileg af sam-
hengi sínu.
Þetta er önnur skáldsaga
Gyrðis Elíassonar en að auki
hefur hann áður sent frá sér
smásagnasafn og sex ljóða-
bækur. Árið 1989 hlaut hann
Stílverðlaun Þórbergs Þórð-
arsonar, fyrstur manna.
Bókin er 144 bls.
Bubbi
ÚT ER komin hjá Máli og
menningu bókin „Bubbi“
eftir Silju Aðalsteinsdóttur
og Ásbjörn Morthens.
Bubbi Morthens fór fyrst af
alvöru að láta að sér kveða í
íslensku tónlistarlífi fyrir 10
árum, og vakti þá fádæma
athygli. Margir töldu að þar
hefði verið brotið blað í ís-
lenskri dægurtónlist. Vin-
sældir hans hafa ekki dvínað
síðan. Bókin varpar ljósi
bæði á feril Bubba og merki-
legan þátt í íslensku menn-
ingarlífi. ’
í henni segir Bubbi frá
bernsku sinni og uppvexti,
misheppnaðri skólagöngu og
litríkum tíma sem farands-
verkamaður, frá árunum í
rokkinu en líka frá freisung-
um dópsins, sorginni og ást-
inni. í bókinni, sem er 286
blaðsíður, eru á annað hund-
rað ljósmyndir, fjöldi texta
er birtur, og sömuleiðis er
þar að finna ítarlega plötu-
og lagaskrá.
Ódauðleikinn
ÚT ER komin hjá Máli og
menningu bókin „Ódauð-
leikinn" eftir tékkneska rit-
höfundinn Milan Kundera.
Þetta er skáldsaga, byggð á
mörgum ástarþríhyrningum
og valsað er aftur og fram
um evrópska sögu þótt aðal-
sögusviðið sé Frakkland nú-
tímans. Meðal þeirra sem
leiddir eru fram á sjónar-
sviðið eru Goethe og Hem-
ingway sem lýst er í lifanda
lífi og eiga svo spaklegar við-
ræður eftir dauðann. Sem
fyrr er það aðalsmerki Mil-
ans Kundera hversu snjall
hann er að tengja fjörlega
frásögn við hugleiðingar um
ástina, dauðann og ódauð-
leikann mannlegt hlutskipti
sem hann sér oft speglast í
óvæntum hlutum.
Ódauðleikinn kom fyrst úr
í Frakklandi í janúar á þessu
ári. Michel Braudeau, gagn-
rýnandi Le Monde, komst
þá svo að orði: „..verk
Kundera er þéttofið, hnytt-
ið, samþjappað, þar sem
skotið er inn atburðum, þeir
áréttaðir án þess að orði sé
ofaukið. Þess vegna er
skáldsagan svona áhrifarík,
svona sterk, svona vel saman
sett.“
Þjófurínn
ÚT ER komin hjá Máli og
menningu skáldsagan „Þjóf-
urinn“ eftir sænska rithöf-
undinn Göran Tunström í
þýðingu Þórarins Eldjárns.
Bókin ætti að höfða til fs-
lendinga, því hún fjallar um
þjófnað á handriti, þ.e. Silf-
urbiblíunni í Uppsölum. Að-
alsöguhetjan er afstyrmið
Jóhann, þrettánda barn ídu
og Friðriks í kumbaldanum á
Torfunesi í sænska bænum
Sunne. Við fylgjumst með
lífshlaupi hans frá örbirgð-
inni í Sunne á sjötta áratugi
þessarar aldar til Uppsala og
þaðan suður til Ítalíu þar
sem leikurinn berst allt aftur
á sjöttu öld, til Ravennu þar
sem Þjóðrekur mikli ríkir
yfir Gotum.
Jóhann þráir hefnd fyrir
þá auðmýkingu sem hann
hefur mátt þola: hann vill
sýna að hann sé einhver. En
leiðin þangað er löng og
viskudrykkurinn sem hann
bergir á er göróttur. Frásögn
Tunströms er sérlega litrík
og lífleg, kátleg og harm-
þrungin í senn. Áður hefur
komið út á íslensku
skáldsagan „Jólaóratórían“
eftir sama höfund.
Elsku Elvis
ROKK-KÓNGURINN
Jól í Straum
inn
straumur
Silfurgötu 5 ísafirði 3“ 3321
Mikið úrval gjafa
sem gleðja