Bæjarins besta - 13.02.1991, Blaðsíða 2
I
Isafjörður:
Fréttakorn
Þorsteinn tekinn
við stöðu yfirlæknis
Þorsteinn Jóhannesson læknir tók viö
k stöðu yfirlæknis Fjóröungssjúkrahússins á
ísafirði 1. febrúar síöastliðinn. Þorsteinn er
borinn og barnfæddur ísfirðingur og ólst upp
1 á (safirði. Hann fór ungur til frekara náms, í
menntaskóla og siðan i Háskóla islands þar sem hann lauk
kandídatsprófi í læknisfræði. Eftir kandídatsprófið starfaði
hann m.a. á Akureyri, ísafirði og á slysadeild Borgarspítalans.
Síðan fór hann til Þýskalands til frekari náms og lauk þaðan
embættisprófi í skurðlækningum árið 1986. Þrjú árin þar á eftir
starfaði hann við hjarta- og æðaskurðlækningar og lauk dokt-
orsprófi við Háskólann i Freiburg árið 1989. Þorsteinn er
kvæntur Friðnýju Jóhannesdóttur lækni. Hún lauk prófi síðast-
liðið vor og vinnur nú kandídatsárið á Landsspítalanum.
Friðný hefur sótt um stöðu við Heilsugæslustöðina á ísafirði
og mun væntanlega hefja störf þar í haust.
Reiknistofan flytur
Reiknistofa Vestfjarða hf. er um þessar
mundir að flytja starfsemi sína frá Aðalstræti
24 á 3ju hæð íshúsfélags ísfirðinga hf. við
Eyrargötu. Þá hefur fyrirtækið selt húsnæðið
við Aðalstræti til Vinnuveitendafélags Vest-
fjarða og Útgerðarmannafélags Vestfjarða en þau félög hafa
verið húsnæðislaus til þessa. Að sögn Elíasar Oddssonar
framkvæmdastjóra Reiknistofu Vestfjarða hf. standa yfir
breytingar á rekstri fyrirtækisins m.a. tæknilegar og í framhaldi
af þeim var ákveðið að selja aðstöðuna við Aðalstræti og flytja
reksturinn um set. Þær tæknilegu breytingar sem orðið hafa
hjá fyrirtækinu eru þær að tekin hefur verið í notkun ný tölva
og forrit sem henta mun betur fyrir frystihúsin sem hafa verið
stærstu viðskiptavinir Reiknistofunnar. í framhaldi af þessum
breytingum hefur Reiknistofan sagt upp þjónustu sinni við
bæjarsjóð ísafjarðar.
Bolvíkingur kaupir meirihluta
hlutafjar í Arnarflugi innanlands
Ómar Benediktsson, þrítugur viðskiptaf-
ræðingur frá Bolungarvík og ferðaskrifstofu-
eigandi í Þýskalandi kom til landsins á
dögunum og keypti meirihluta hlutafjár í
Arnarflugi innanlands ásamt Gunnari Þor-
valdssyni flugstjóra og hafa þeir í framhaldi af því stofnað fé-
lagið l'slandsflug hf. sem halda mun áfram flugrekstri þeim
sem Arnarflug innanlands hefur haft. Ómar hefur um fimm ára
skeið rekið ferðaskrifstofuna Island tours í Þýskalandi í félagi
við þá Skúla Þorvaldsson, Hótel Holti og Böðvar Valgeirsson,
Ferðaskrifstofunni Atlantik. Island tours starfrækir tvær ferða-
skrifstofur i Þýskalandi og eina í Sviss. Ómar hefur verið ráð-
inn framkvæmdastjóri hins nýja flugfélags en enn er óráðið
hvenær hann tekur til starfa. Þegar að því kemur mun hann
halda tengslum við Island tours sem stjórnarformaður fyrir-
tækisins. Ömar er sonur þeirra hjóna Benedikts Bjarnasonar,
framkvæmdastjóra Græðis og Verslunar Bjarna Eiríkssonar í
Bolungarvík og Hildar Einarsdóttur, Guðfinnssonar.
Bifreiðaskoðun vill
byggja á Skeiði
Bifreiðaskoðun íslands hf. hefur sótt umn
leyfi til byggingarnefndar ísafjarðarkaup-
jppifi staðr til að byggja skoðunarstöð að Skeiði 4
í samræmi við teikningar eftir Sverri Norð-
fjörð arkitekt. Má því búast við að senn verði
bílar hér vestra skoðaðir jafn ítarlega og í höfuðborginni. f
skoðunarstöðinni verður m.a. bremsuprófunarbraut en vöru-
bílar rr\unu þó ekki komast inn í dýrðina heldurergert ráð fyrir
sérstakri aðstaðu utandyra fyrir þá a.m.k. til bráðabirgða.
, -y-
|
BÆJARINSBESIA
• Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri, Hermann Björnsson með viðurkenningarskjalið,
eiginkona Kans Sigríður Aslaug Jónsdóttir og Þorbjörn Sveinsson slökkviliðsstjóri.
ísafiörður:
— fyrir 50 ára starf í Slökkvilidi ísafjarðar
Aþriðjudaginn í
síðustu viku, 5. febrúar
voru liðin 50 ár frá því að
Hermann Björnsson var
kvaddur til starfa í Slökkvi-
liði Isafjarðar. I tilefni þess-
ara tímamóta hélt bæjar-
stjórn honum hóf í húsnæði
Slökkvistöðvarinnar síðast-
liðinn föstudag og var þar
samankominn stór hópur fé-
laga hans úr slökkviliðinu
auk bæjarfulltrúa.
Haraldur L. Haraldsson
bæjarstjóri færði Hermanni
skrautritað viðurkenningar-
skjal og blómvönd frá bæjar-
stjórn ísafjarðar fyrir vel
unnin störf í þágu slökkvi-
liðsins. Þá fékk Hermann
bókagjöf frá félögum sínum í
slökkviliðinu sem Bergmann
Ólafsson afhenti honum.
Rifjaðir voru upp skemmti-
legir atburðir í lífi Hermanns
sem slökkviliðsmanns og
sagt frá nokkrum stórum
brunum sem Hermann tók
þátt í að slökkva. Síðan var
viðstöddum boðið að þiggja
veitingar í boði bæjarstjórn-
ar ísafjarðar. Hermann bað
blaðið að koma á framfæri
þakklæti til bæjarstjóra, bæj-
arstjórnar, slökkviliðsstjóra,
félaga sinna í slökkviliðinu
og allra þeirra sem glöddu
hann og sýndu honum vinar-
hug á þessum tímamótum.
Ljósmyndari BB var á
staðnum og tók þá meðfylgj-
andi myndir.
-s.
• Félagar Hermanns í slökkviliðinu fjölmenntu við athöfn-
ina.