Bæjarins besta - 13.02.1991, Blaðsíða 4
4
BÆJARINSBESIA
• Valinkunnur hópur skemmtikrafta sér um að koma söng- og skemmtidagskránni „Við eigum samleið“ til skila.
Breiðvanqur:
Sýnir „Við eigum samleið"
—söngdagskrá byggða á söngferli Vilhjálms heitins Vilhjálmssonar
BÆÍARTNS RFSTA
Óháð vikublað
á Vestfjörðum
Útgefandi:
H-prent hf.
Sólgata 9, ísafjörður
S 4560
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson
® 94-4277 & 985-25362
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson og
Halldór Sveinbjörnsson
S 94-4101 & 985-31062
Blaðamaður:
Sigurjón J. Sigurðsson
S 94-4277 & 985-25362
Útgáfudagur:
Miðvikudagur
Upplag:
3800 eintök
Ritstjórnarskrifstofa
og auglýsingamóttaka:
Að Sólgötu 9 S 94-4570
Fax S 4564
Setning, umbrot
og prentun:
H-prent hf.
BÆJARINS BESIA er aðili að
samtökum bæjar- og
héraðsfréttablaða og
upplagseftirliti
Verslunarráðs.
Eftirprentun, hljóðritun,
notkun ljósmynda og
annars efnis er óheimil
nema heimilda sé getið.
SÖNG og skemmtidag-
skráin „Við eigum sam-
leið“ var frumsýnd í veit-
ingahúsinu Breiðvang í
Mjódd, laugardaginn 2.
febrúar síðastliðinn og verð-
ur sýnd þar áfram í vetur.
Dagskráin er byggð á söng-
ferli Vilhjálms heitins Vil-
hjálmssonar, þess dáða dæg-
urlagasöngvara og
textahöfundar. Vilhjálmur
lést í bflslysi í blóma lífsins
árið 1976 á hápunkti söng-
ferils síns.
Vilhjálmur hafði einstakt
lag á að ná til áheyrenda
sinna í lögum og textum og
naut áhemju vinsælda. A
Breiðvang er rakin tólf ára
litríkur söngferill Vilhjálms
og flutt öll vinsælustu lögin
hans. Þeir sem fram koma
tengdust Vilhjálmi á einn
eða annan hátt. Söngvarar
eru Ellý Vilhjálms, Rut Reg-
inalds, Pálmi Gunnarsson og
Þorvaldur Halldórsson. Þá
rifjar Ómar Ragnarsson upp
skemmtileg samskipti hans
og Vilhjálms, og slær á mjög
óvænta strengi. Hemmi
Gunn er sögumaður og stikl-
ar á stóru í lífshlaupi Vil-
hjálms, en hljómsveitar-
stjórn er í höndum
Magnúsar Kjartanssonar, en
auk hans eru í hljómsveitinni
þeir Vilhjálmur Guðjóns-
son, Ásgeir Óskarsson,
Finnbogi Kjartansson og
Pétur Hjaltested.
Stjórnandi dagskrárinnar
er Egill Eðvarðsson, sem
sett hefur upp margar stór-
sýningar á undanförnum
árum. Boðið verður upp á
þríréttaðan veislukvöldverð,
en lögð er áhersla á ljúfa og
létta, og umfram allt per-
sónulega stemmningu á þess-
ari söngdagskrá. Eftir sýn-
ingu verður svo dúndrandi
dansleikur til kl. 03.
-fréttatilkynning.
RITSTJ ORN
Sú mannsins afsökun, óvart...
Hvað skyldu íslendingar þurfa að búa
margar aldir í viðbót í landinu til að óveður
hætti að koma þeim á óvart. „Jafnvel elstu
menn muna ekki eftir öðru eins“ er vinsælt
orðatiltæki þegar veðrið á í hlut. Gildir einu
hvort um einmuna veðurblíðu er að ræða eða
margra vikna samfellda óveðurshrynju. Nei,
menn muna ekki annað eins.
En það er sitthvað sem menn muna ekki.
Þegar skaðinn er skeður kemur í ljós, að enn
einu sinni standa ótal einstaklingar frammi
fyrir þeirri staðreynd, að þeir fá tjón sín ekki
bætt. Tryggingar fyrirfundust engar. Fyrir-
hyggjuleysið og gamla bábiljan, það kemur
ekkert fyrir mig, skilur fjöldan allann eftir
bótalausan. Eignatjón upp á milljónir rkóna
fæst ekki bætt.
Hið opinbera fór ekki varhluta af skaðan-
um. Það tryggir ekki og bannar fyrirtækjum
sínum að tryggja. Það tekur áhættu. Það tek-
ur einnig áhættu við gerð mannvirkja. Kostn-
aður við að gera þau „örugg“, sem engin
trygging er fyrir í sjálfu sér, kann að vera það
mikill að áhættan sé réttlætanleg. En þetta
geta einstaklingar ekki leyft sér. Það er ekki
verjandi að leggja aleiguna undir í einu spili.
Menn getur greint á um réttmæti áhættu-
þátts hins opinbera. Staðreynd er hann engu
að síður. Það er þvf aðeins í eitt hús að venda
til að fá bættan skaðann, sameiginlegan sjóð
landsmanna, hvort okkur líkar betur eða verr.
En það merkir ekki að sjálfsagt sé að leggja
nýja skatta eða einfaldlega að hækka raf-
magnið svo unnt sé að endurnýja dreifikerfi
Landsvirkjunnar, líkt og forsætisráðherra tel-
ur óhjákvæmilegt, til lengri tíma litið. Nei,
áföllunum verður að mæta með sparnaði og
frestun annarra framkvæmda, verkefna sem
ekki eru jafn aðkallandi.
Þáttur „hjálparsveitanna“ í óveðrinu verð-
ur ekki metinn til fjár. Án framlags þeirra
hefði skaðinn orðið margfaldur á við það sem
raun er á. Vonandi verður það metið að verð-
leikum. Meðvitundin um að hjálparsveitirnar
séu til staðar þegar á reynir má þó engan veg-
inn verða til þess að fyrirhyggjuleysið verði
allsráðandi, enda gengur það þvert á vilja
hj álparsveitarmanna.
s.h.