Bæjarins besta - 13.02.1991, Side 6
BÆJARINSBESIA
• Kolbrún Kristjánsdóttir ásamt Sigrúnu Guðjónsdóttir, þroskaþjálfa við leikfangasafnið.
ísafjörður:
Leikfangasafn fyrir
fatlaða opnað
UM SÍÐUSTU áramót i firði leikfangasafn sem ein-
var opnað í húsnæði göngu er ætlað fötluðum
Svæðisstjórnar málefna fatl- börnum. Leikfangasafnið er
aðra að Mjallargötu 1 á ísa- I hið fyrsta sinnar tegunar á
Hraðskákmót verður haldið
sunnudaginn 17. febrúar
kl. 14.00 að Pólgötu 2 (uppi).
Þátttökugjald 300 kr.
Allir velkomnir.
Taflfélag ísafjarðar
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐÁ ÍSAFIRÐI
íbúð óskast
Óskum eftir lítilli íbúð til leigu á
Eyrinni fyrir starfsmann strax.
Upplýsingar gefur Guðmundur
Marinósson í síma 4500.
Vestfjörðum og er forstöðu-
maður þess Sigrún Guðjóns-
dóttir þroskaþjálfi.
Leikfangasöfn veita þjón-
ustu börnum með hvers kyns
fatlanir, jafnt andlegar sem
líkamlegar. Þar fer fram
þroska- og leikþjálfun. Bæði
geta foreldrar eða aðstand-
endur komið með barnið í
heimsókn á umsömdum tíma
eða þjónusta er veitt með
heimsóknum inn á heimili.
Barnið er athugað í leik og
er foreldrum að aðstandend-
um síðan veitt ráðgjöf og
leiðbeiningar um notkun
leikfanga í þjálfunarskyni.
Ennfremur geta farið fram
skipulagðir þjálfunartímar í
leikfangasafni. Ráðgjöf er
veitt til annarra meðferðar-
aðila, svo sem dagvistar-
heimila og leikskóla.
Lög um málefni fatlaðra
gengu í gildi í janúar 1984.
Þeim er ætlað að tryggja fötl-
uðum jafnrétti og sem best
skilyrði til að lifa eðlilegu lífi
í samfélaginu. Landinu er
skipt í átta starfssvæði eftir
kjördæmum og telst þá til
Vestfjarðasvæðis, Austur-
og Vestur Barðastranda-
sýsla, Vestur- og Norður fsa-
fjarðarsýsla, Strandasýsla,
Bolungarvík og ísafjörður.
Stefnt er að starfrækslu
margskonar þjónustu á
hver.ju svæði. Einn þessara
þjónustuþátta eru leikfanga-
söfn. Safnið er opið alla
virka daga frá kl. 8-12. Við-
talstími forstöðumanns er frá
kl. 9-10.
ísafjörður:
114 lentu
ístein-
inum
&AMKVÆMT nýútkom-
inni skýrslu lögregl-
unnar á Isafirði og í Isa-
fjarðarsýslu voru 114
manns settir í fangaklefa
lögreglunnar á síðasta ári,
100 karlmenn og 14 konur.
í yfirliti með skýrslunni
sem nær yfir árin 1983 til
1990 kemur m.a. fram að
flestar innsetningar voru
árið 1985 eða 233 en fæstar
1988 eða 102.
A þessum átta árum hafa
1.244 gist fangaklefa lög-
reglunnar, 1.164 karlar og
80 konur. Að meðaltali
hafa því 155 gist í fanga-
klefa lögreglunnar á ári
hverju, 145 karlar og 10
konur. Flestar innsetningar
kvenna voru á árinu 1986
eða 19 og fæstar á árunum
1984 og 1985 eða 5 talsins.
Karlar voru oftast settir inn
á árinu 1985 eða 221 sinni.
Fæstar innsetningar karla
voru á árinu 1988 eða 92.
-s.
ísafjörður:
í æfinga-
búðum
NOKKUÐ hefur borið
á því að undanfömu að
skíðamenn víðs vegar af
landinu hafi verið að
hringja til ísafjarðar og
spyrjast fyrir um snjó
(snjólevsi) og hafa nokkrir
komið til Isafjarðar í æf-
ingabúðir sökum snjóleysis
á sínum heimaslóðum.
Lítill snjór hefur verið á
Seljalandsdal en þó nægur
til að stunda æfingar. Um
síðustu helgi voru á Daln-
um fjórir keppendur frá
Akureyri við æfingar og
n.k. föstudag er von á stór-
um hóp frá Reykjavík sem
mun verða á Seljalandsdal
við æfingar í átta daga, eða
allt þar til bikarmótið hefst
á Seljalandsdal 13 febrúar
næstkomandi.
-s.
SMÁ AUGLÝSINGAR
Húsnæði óskast Óskum eftir að taka á leigu 3-4ra herb. íbúð á ísafirði. Upplýsingar i 4? 92-14732.
Barnagæsla Óska eftir pössun fyrir 2ja ára stúlku kl. 15.30-18.30 virka daga. Upplýsingar i 0 4530.
Trommur Trommusett óskast keypt ódýrt. Upplýsingar í 0 7196 eftir hádegi.
Kettlingur 2-3ja mánaða svarta læðu bráðvantar gott heimili. Upplýsingar í 0 3260.
Tölva Til sölu er Amstrad CPC tölva, leiir fylgja. Upplýsing- ar í 0 4192.
Volvo 244 Til sölu er Volvo 244 GL ’80, ekin 138.000 km. Skipti möguleg. Upplýsingar i 0 4771 ákvöldin.
Píanó Til sölu er píanó. Upplýsing- ar í 0 7120 eftirkl. 19.
Bolvíkingar Lau. 16. feb. verður sund- deildin með kökubasar í anddyri sundlaugarinnar. Mikið úrval eins og áður.
Húsnæði óskast Hjón með eitt barn vantar 2- 3ja herb. íbúð á ísafirði frá 1. apríl. Reglusemi og skil- vísi heitið. Upplýsingar í 0 91-676106.
Atvinna 23ja ára stúlku vantar vinnu á Isafirði. Upplýsingar í 0 91-676106.
Óðinn bakari! Þökkum innilega fyrir send- ingunaáBolludaginn. íbúarHlífar.
Páfagaukur Til sölu -er páfagaukur á aðeins 1.500.- Búr getur fylgt á 3.000.- Upplýsingar í 0 4365.
Leiguskipti Okkur bráðvantar 100-120 m2 góða íbúð frá 1. júní. Leigutími 1 ár eða sam- komulag. Staðsetning sem næst Borgarspítalanum. Bjóðum í staðinn 200 m2 hús á ísafirði meðfallegu út- sýni. Upplýsingar í 0 91- 32792 eftir kl. 17.00.
Eldamennska Eruð þið orðnir leiðir á kokknum? Erum vanar eldamennsku. Báðar 18 ára. Viljum reyna eitthvað nýtt. Upplýsingar í 0 4065.
Árgangur ’54 Hittumst í kaffistofu (svers, lau. 16. feb. kl. 17 til ráða- gerða varðandi vorið.