Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.02.1991, Side 10

Bæjarins besta - 13.02.1991, Side 10
10 BÆJARINS BESIA Lesendur: Gjaldþrot Pólstækni — greinargerð frá Þorkel Sigurlaugssyni með tilvísun í ritstjórnargrein í síðasta tölublaði BB PÓLSTÆKNI hf. var stofnað í árslok 1986 um rafeindatækjafram- leiðslu Pólsins hf. á Isafirði. Félagið var stofnað m.a. með aðstoð Félags íslenskra iðnrekenda, sem vann að því að afla hinu nýja félagi hlutafé. Upphaf rafeinda- tækjaframleiðslu fyrirtækis- ins, t.d. á vogum og 'vogar- kerfum má rekja allt aftur til ársins 1978. Hluthafar við stofnun voru um 60. Stærsti hluthaf- inn við stofnun fyrirtækisins var Eimskipafélag Islands, sem gerðist hluthafi fyrir milligöngu Félags ísl. iðn- rekenda. Aðrir hluthafar voru fyrrum eigendur Póls- ins, starfsmenn og ýmis út- gerðar- og fiskvinnslufyrir- tæki á Vestfjörðum og fleiri aðilar. Hlutafé fyrirtækisins við stofnun var 45 milljónir króna, þar af voru 17 millj- ónir króna metin viðskipta- vild til eigenda Pólsins og starfsmanna fyrirtækisins. Hlutafjárframlag Eimskipa- félagsins var 14 milljónir króna og fyrirtækja og aðila á Vestfjörðum jafnhá upp- hæð. Á árinu 1989 var ljóst að nauðsynlegt yrði að auka hlutafé félagsins, en tap hafði orðið á rekstri þess frá stofnun. Var ákveðið að færa nafnverð hlutafjár þess niður um 50% og var hlutafé félagsins síðan aukið um kr. 21.750.000. Af þeirri upp- hæð lögðu fram Marel hf. kr. 7.500.000., Eimskipafélag fslands kr. 5.250.000., og einstaklingar á ísafirði og í Reykjavík kr. 6.000.000. Marel hf. var stofnað 1983 og var í upphafi í eigu Sam- bands ísl. samvinnufélaga og fyrirtækja tengdum því. Á árinu 1987 gerðist Próunar- félag íslands hf. hluthafi í fé- laginu og var hluti þess um 40%. Á árinu 1988 seldi Sambandið hlut sinn í félag- inu Hagvirki hf., sem þar með eignaðist um 30% í fé- laginu. Frá stofnun framleiddu fyrirtækin Marel og Póls- tækni sambærilega vöru og áttu í mikilli samkeppni, fyrst hér innanlands og síðan á erlendum mörkuðum, þeg- ar þau hófu útflutning. Bæði fyrirtækin uxu hratt og áttu í verulegum rekstrarerfiðleik- um, því kostnaður við þróun og markaðssetningu var mik- ill og ekki tókst að ná þeim markmiðum, er sett höfðu verið um sölu. Á árinu 1988 var stjórnum beggja fyrirtækjanna ljóst að grípa yrði til róttækra að- gerða, ef koma ætti í veg fyr- ir áframhaldandi taprekstur, sem fyrr eða síðar hlyti að leiða til stöðvunar. Voru þá hafnar viðræður milli stjórna fyrirtækjanna um samstarf eða sameiningu fyrirtækj- anna. Fulltrúar Félags ísl. iðnrekenda tóku einnig þátt í þessum viðræðum á vissum stigum þeirra. Ljóst var að erfiðleikum var bundið að fá nýtt fé inn í fyrirtækin nema um samstarf og/eða samein- ingu þeirra væri að ræða. í ágúst 1989 var gert sam- komulag milli Marel hf. og Pólstækni hf. um samstarf og breytingar á eignarhaldi og stjórnun fyrirtækjanna. Til- gangur samkomulagsins var að tengja fyrirtækin Marel og Pólstækni saman eigna- lega og stjórnunarlega með það að markmiði að ná fram aukinni hagkvæmni í rekstri beggja fyrirtækjanna. Með samstarfinu var stefnt að því að efla rafeindatækjaiðnað á íslandi og styrkja stöðu hans á alþjóðamarkaði. Með sam- ræmdri stefnumótun og sam- ræmingu í daglegum rekstri var stefnt að því að koma í veg fyrir tvíverknað í þróun, framleiðslu og sölu, svo og skaðlega samkeppni. Ein megin forsenda sam- komulagsins var að komið yrði á sameiginlegu eignar- haldi og var það gert með þeim hætti að eigendur hlutabréfa í Pólstækni skuld- bundu sig til þess að selja hlutafé í Pólstækni að nafn- verði 16 millj. kr., sem greitt yrði fyrir með 12 millj. kr. hlutafé í Marel hf. Jafnframt skuldbatt Marel sig til að nýta 7,5 millj. kr. af allt að 20 millj. kr. hlutafjáraukn- ingu Marel til að kaupa hlutafé í Pólstækni. Framangreint gengi hluta- bréfa í fyrirtækjunum var ákveðið á grundvelli mats á verðmæti fyrirtækjanna í júnílok 1989 og var þar m.a. tekið tillit til eiginfjárstöðu, vöruþróunar, viðskiptavildar o.fl. Marel hafði þá verið rekið mað um 15 millj. kr. hagnaði fyrstu 6 mánuði árs- ins en Pólstækni með 10 millj. kr. tapi á sama tíma. Samkvæmt samkomulag- inu var gert ráð fyrir að markaðsstarfsemi og þjón- usta fyrirtækjanna yrði sam- ræmd og sameinuð til að nýta sem best markaðskrafta beggja fyrirtækjanna og að öll starfsemin í Reykjavík færi fram í húsnæði Marel. Þá var jafnframt gert ráð fyr- ir að stefnt yrði að því að taka upp sameiginlegan tæknigrunn á sviði rafeinda- tækni og forritunar. I sam- komulaginu var einnig kveð- ið á um að ein af meginforsendum þess að markmið samstarfsins væri að þekking og starfsfólk Pólstækni á ísafirði yrði nýtt sem best og að ^rundvöllur starfseminnar á Isafirði væri tryggður. Samningur þessi var síðan samþykktur af stjórn Póls- tækni. í framhaldi af því var síðan öllum hluthöfum Póls- tækni sent bréf, dags. 12. sept. 1989, þar sem sam- komulagið var kynnt jafn- framt því sem þeim var boð- ið að skipta á hlutabréfum í Pólstækni og Marel. Samn- ingurinn var einnig kynntur á hluthafafundi í Pólstækni., sem haldinn var á ísafirði 13. nóvember 1989. Svör bárust frá 17 hluthöfum, sem ósk- uðu að skipta hlutabréfum sínum í Pólstækni á nafn- verði kr. 5.341.000. Til þess að fullnægja ákvæðum sam- komulagsins um 16 millj. kr. hlutafé í Pólstækni skipti Eimskipafélag íslands síðan á 10.659.000 kr. af hlutafé í Pólstækni fyrir hlutafé í Marel, en hlutafé Eimskipa- félagsins í Pólstækni fyrir þessar breytingar hafði verið um kr. 12.240.000. Ástæða þess að Eimskipafélagið flutti þetta mikið hlutafé var því eingöngu til þess að hægt væri að fullnægja því sam- komulagi, sem gert hafði verið milli fyrirtækjanna. í framhaldi af því var hlutafé Marel Aukið um 20 millj. kr. með þátttöku Iðn- lánasjóðs, Þróunarfélags ís- lands og Eimskipafélagsins og voru 7,5 millj. kr. notaðar til þess að auka hlutafé Póls- tækni. Rétt er að fram komi að það var skilyrði fyrir þess- ari hlutafjáraukningu af hálfu Þróunarfélagsins og Iðnlánasjóðs að tekið yrði upp náið samstarf milli fyrir- tækjanna. í upphafi árs 1990 var af framkvæmdastjóra og stjórn félagsins unnið að áætlun um framkvæmd samningsins. Þegar síðan átti að hrinda í framkvæmd ákvæðum hans komu í ljós miklar efasemdir og andstaða starfsmanna Pólstækni og var þá sam- þykkt að gefa mun lengri tíma en gert hafði verið ráð Húseignir til sölu Lífeyrissjóður Vestf irðinga óskar eftir tilboðum í neðan- greindar húseignir. Hafnarstræti 9, Flateyri. Hafnarstræti 13, Flateyri. Brimnesvegur 10, n.h., Flateyri. Brimnesvegur 12, Flateyri. Grundarstígur9a, n.h., Flateyri. Aðalgata 10, n.h., Suðureyri. Sætún 8, Suðureyri. Silfurgata 11, ris, ísafirði. Sólgata7, suðurendi, ísafirði. Austurvegur 14, ísafirði. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu sjóðsins að Brunngötu 7, ísafirði milli kl. 8.00 og 17.00 daglega og þangað skal skila tilboðum fyrir 28. febrúar 1991 kl. 17.00. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. L ífeyrissjóður Vestfirðinga, Brunngata 7, 400 ísafjörður sími 94-3980/94-4233. ',v Þorkell Sigurlaugsson: , mjjKji LESENDUR pjsiö Á MIÐVIKUDEGI

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.