Bæjarins besta - 13.02.1991, Side 16
AEG vetrartilboð — AEG vetrartilboð
AEG limgerðisklippur HES 65 áður kr. 15.576.- Nú kr. 13.496.-
AEG rafhlöðuborvél ABSE 10 m/aukarafhlöðu
áðurkr. 21.842.-Núkr. 17.997.-
AEG rafhlöðuborvél ABSE 13
áður kr. 24.085.- Nú kr. 19.998.-
/^/
straumur
SILFURGÖTU 5
S. 3321 ■ ÍSAFIRÐI
BÆJARINSBESm
Pöbbinnopinnföstudagskvöldkl. 22-01.
Lokað laugardagskvöld.
Skálavík • Bolungarvík • g 7130
• Flugfélagið Ernir hf. hefur selt Cessna Titan vél sína til Brasilíu.
Fyrirhugað er að kaupa aðra vél í stað þeirrar er seld var.
ísafiörður:
Fjonr
heilsugæslu-
læknar ráðnir
s
AFUNDI stjórnar Fjórð-
ungssjúkrahússins á
ísafirði sem haldinn var á
þriðjudagsmorgun var á-
kveðið að ráða þá fjóra
lækna sem nýverið sóttu um
fjórar stöður heilsugæslu-
lækna.
Læknarnir sem sóttu um
eru Ólafur Þ. Gunnarsson,
kona hans Vilborg Bárðar-
dóttir en þau koma frá
Reykjavík, Þorsteinn Jóns-
son sem kemur úr sérfræði-
námi frá Kanada og Friðný
Jóhannesdóttir eiginkona
Þorsteins Jóhannessonar yf-
irlæknis á Fjórðungssjúkra-
húsinu á ísafirði. Áætlað er
að framangreindir læknar
komi til starfa í sumar og í
haust. Ólafur og Vilborg eru
ráðin til eins árs en Þor-
steinn og Friðný óákveðið.
Stöðurnar fjórar hafa verið
auglýstar um nokkurra mán-
aða skeið án árangurs en
umsóknirnar fjórar komu
fyrir nokkrum dögum. Mun
það hafa verið fyrir áeggjan
Þorsteins Jóhannessonar yf-
irlæknis að málið fékk svo
óvæntan endi.
-s.
Ísafjörður:
Ernir selur Cessna Titan
flugvél sína til Brasilíu
FLUGFÉLAGIÐ Ernir
hf. hefur selt Cessna
Titan flugvél sína til Brasil-
íu. Vélin hefur verið á sölu-
skrá í Bandaríkjunum um
tíma og kom fyrirspurn um
kaup á henni til félagsins á
miðvikudag í síðustu viku.
Fulltrúi kaupanda kom til
landsins á fimmtudag, skoð-
aði vélina og gekk frá kaup-
um á henni. A föstudag var
henni flogið til Akureyrar
þar sem ýmsir varahlutir í
vélina voru sóttir og var
henni síðan flogið vestur um
haf á laugardag.
Flugið til Bandaríkjanna
hófst frá ísafirði. Þaðan var
flogið til Nuuk á Grænlandi,
Goose Bay í Kanada,
Chicago í Illionis og þaðan
til Texas þar sem vélin lenti
á mánudagskvöld. Það var
Hörður Guðmundsson flug-
stjóri sem flaug vélinni til
Bandaríkjanna í félagi við
fulltrúa kaupanda. Kaup-
verðið fékkst ekki uppgefið
en er talið viðunandi. Félag-
ið á nú aðeins eina flugvél af
gerðinni Piper Aztec en í
ráði er að kaupa aðra vél í
stað þeirrar sem seld var, en
hún þótti ekki henta nægi-
lega vel fyrir vestfirska flug-
velli. Er þar helst litið til
véla af gerðinni Twin Otter
og Piper Chieftain.
-s.
Patreksfjörður:
Samið um
29% heima-
löndunarálag
FYRIRTÆKIN Oddi hf.
og Vestri hf. á Patreks-
firði hafa samið við áhafnir
bátanna Patreks, Núps, og
Vestra um 29% heimalönd-
unarálag, svo og markaðs-
verð fyrir þann fisk, sem fyrir-
tækin selja hugsanlega á
fiskmörkuðum en sjómenn-
irnir höfðu krafist þess að fá
30% heimalöndunarálag auk
fiskmarkaðsverðs fyrir 10%
af aflanum.
Áhafnirnar á Heiðrúnu og
Andey, sem Straumnes hf. á
Patreksfirði gerir út, settu
fram sömu kröfur og áhafn-
irnar á framantöldum skip-
um en þegar síðast fréttist
var enn ósamið við þá. Þó er
reiknað með að þar verði
einnig samið um 29% heima-
löndunarálag. Áhafnirnar á
Patrek, Vestra og Núp hafa
frá áramótum fengið 20%
heimalöndunarálag en ekk-
ert af afla þeirra hefur farið
á markað á þessu ári. Áhafn-
irnar á Heiðrúnu og Andey
hafa hins vegar fengið 12%
heimalöndunarálag og þar er
sama sagan, ekkert hefur
farið á markað á þessu ári.
-s.
Rúllukragabolir
allar stærðir rafsjá
HÓLASTÍG 6
S 7326
Eigum ennþá
nóg til af þorramat
Opið alla virka daga
kl. 09.00 - 12.30 og 13.00 - 18.00
SUIMDSTR/ETI 34*4013