Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.02.1991, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 13.02.1991, Blaðsíða 8
8 BÆJARINSBESIA Fegurðardrottning Vestfjarða 1991 — BB kynnir stúlkurnar sex sem taka þátt í keppninni um titilinn Fegurðardrottning Vestfjarða 1991 Fegurðardrottn- ING Vestfjarða 1991 verður valin í veitingahúsinu Krúsinni laugardagskvöldið 16. mars n.k. Á úrslitakvöld- inu sem verður hið glæsileg- asta verður boðið upp á þrí- réttaða máltíð, forrétt, aðalrétt og eftirrétt auk þess sem boðið verður upp á for- drykk og drykk með kaffinu eftir matinn. Þá verður boð- ið upp á hin ýmsu skemmti- atriði og má þar nefna m.a. tískusýningar frá Jóni og Gunnu og Leggur og Skel. Sýndur verður „Dance Fra- ne“ jazzfatnaður frá snyrti- vöruversluninni Krismu og glæsileg danssýning frá Dag- nýju Björk danskennara. Sex stúlkur taka þátt í lokakeppninni á Vestfjörð- um, þrjár frá ísafirði og þrjár frá Bolungarvík. Þær eru Fjóla Benný Víðisdóttir, 18 ára Bolungarvíkurmær, Fríða Rúnarsdóttir 19 ára, einnig frá Bolungarvík, Sig- urbjörg Guðlaugsdóttir 23 ára frá Bolungarvík, Þórdís Þorleifsdóttir 18 ára, Selma Stefánsdóttir 19 ára og Martha Lilja Marteinsdóttir 18 ára, allar frá ísafirði. Á úrslitakvöldinu verður í fyrsta skipti valin Ljós- myndafyrirsæta Vestfjarða en auk þess verður valin vin- sælasta stúlkan sem valin er af þátttakendum sjálfum og svo auðvitað Fegurðar- drottning Vestfjarða 1991. Fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki leggja sitt á plóginn til þess að kvöldið megi heppnast eins og best verður á kosið. Má þar nefna Siggu Þrastar og hennar starfsfólk sem mun sjá um hárgreiðslu stúlknanna. Svönu og Lóu í Krismu sem munu sjá um snyrtingu stúlknanna og Stúdíó Dan sem bauð öllum stúlkunum í ókeypis líkamsrækt og Ijós fyrir keppnina. Blómaversl- unin Elísa gefur stúlkunum blóm og sér um skreytingar á Krúsinni á úrslitakvöldinu. Gullauga mun gefa fegurstu stúlkunni handsmíðaða nælu og eyrnalokka og verslunin Straumur mun gefa fegurð- ardrottningunni, vinsælustu stúlkunni og ljósmyndafyrir- sætu Vestfjarða, hárblásara. Snyrtivöruverslunin Krisma gefur síðan ölium stúlkunum snyrtivörur og verslunin Hljómborg gefur öllum stúlkunum hljómplötu að eigin vali. Eftirtalin fyrirtæki hafa ákveðið að gefa stúlkunum peningagjafir svo hægt sé að endurnýja kjóla þeirra fyrir 16. mars: Hrönn hf., Sandfell hf., Vélsmiðjan Þór hf., Rörverk hf. og Kaupfé- lag ísfirðinga. Fram- kvæmdastjórn keppninnar er í' höndum þeirra Dagnýjar Bjarkar Pjetursdóttur dans- kennara, Sigríðar Jóhanns- dóttur og Ingu Maríu Guð- mundsdóttur. -s. Fjóla Benný Víðisdótt Fæðingardagur: 18. desember 1973 Heimili: Völusteinsstræti 12, Bolungarvíl Starf: Nemi í Menntaskólanum á ísafirði Foreldrar: Björg Bjarney Guðjónsdóttir o Víðir Benediktsson Keppendurun Selma Stefánsdóttir Fæðingardagur: 26. júlí 1972 Heimili: Urðarvegur 62, ísafirði Starf: Starfsstúlka á Flliheimili ísafjarðar og í Sti Foreldrar: Rannveig Hestnes og Stefán Dan Os

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.