Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.02.1991, Side 5

Bæjarins besta - 13.02.1991, Side 5
BÆJARINSBESIA ísafjörður: ísf irðingar til lax- og sil- ungsveiða á Grænlandi BÆJARSTJÓRI Nanor- talik, vinbæ ísafjarðar á Grænlandi, Niels Egede og þeir Frank Hedegaard Jörg- ensen, kommunaldirektör og Peter Vagterun fabrikschef voru á ferð á Isafirði um síð- ustu mánaðarmót. Tilgangur ferðar þeirra til Isafjarðar var m.a. að kynnast fiskiðn- aðinum í kaupstaðnum og að ræða frekari þróun vinar- bæjartengsla bæjanna tveggja. Farið var með gest- ina í ýmis fyrirtæki og stofn- anir, m.a. fiskvinnslufyrir- tæki, iðnfyrirtæki og skóla- stofnanir. Á fundi sem grænlensku gestirnir áttu með fulltrúum Isafjarðarkaupstaðar kom m.a. fram áhugi þeirra fyrir að kanna möguleika á því að auka ferðir ísfirðinga til Grænlands t.d. til lax- og sil- ungsveiða. Fram kom að auð- velt ætti að vera að koma á slíkum ferðum. Þá var rætt um eflingu menningarsam- skipta landanna og t.d. hvort möguleiki væri á að setja upp sýningu á ísafirði frá Narnortalik sem kynnti menningu og lífshætti Græn- lendinga. Þá var rætt um þann sam- drátt sem orðið hefur á komu grænlenskra rækjutog- ara til ísafjarðar og hvort eitthvað væri hægt að gera til að bæta þar úr. Fram kom hjá grænlensku gestunum að miklar breytingar hefðu orð- ið á fiskveiðum Grænlend- inga, m.a. sameining útgerð- arfélaga, sem leitt hefði til fækkunar togara sem stunda veiðar við Austur-Græn- land. Rætt var um mögu- leika á því að taka upp sam- starf um veiðar á þorski við SV-Grænland þannig, að ís- lensk veiðiskip veiddu fyrir Grænlendinga og legðu afl- ann upp til vinnslu á Græn- landi. Bæjarráðsmenn á Isafirði lýstu sérstakri ánægju með komu Grænlendinganna til Bolunqarvík: Vitni óskast KONA ein úr Bolungar- vík hringdi til blaðsins síðastliðinn föstudag og sagði farir sínar ekki slétt- ar. Hún hafði deginum áður farið að heiman, ak- andi að Verslun Finars Guðfinnssonar hf. til þess að fara með filmur í fram- köllun. Er hún kemur út úr versluninni sér hún sér til skelfingar að ekið hafði verið á bifreið hennar sem er að Chevrolet Monsa gerð og hún skemmd. Sá eða sú sem það gerði hafði ekki svo mikið fyrir því að láta vita um óhappið heldur ók á brott. Þegar atburður- inn átti sér stað var 2ja mánaða gamalt barn í bíln- um sem hefði getað slasast en gerði sem betur fer ekki. Atburðurinn átti sér stað kl. 17.30 og skráningar- númer bifreiðinnar er í-2604. Konan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um málið að hafa samband við lögregluna í Bolungarvík. • Grænlensku fulltrúarnir ásamt þeim Haraldi L. Haraldssyni og Birni Helgasyni íþrótta- og æskulýðsfulltrúa við brottför þeirra fyrrnefndu frá ísafirði. ísafjarðar og þeim áhuga sem þeir sýna ísafirði og Is- firðingum. Níels Egede bæj- arstjóri tók í sama streng og þakkaði fyrir móttökurnar hér á ísafirði og sérstakar þakkir færði hann fyrir mót- tökurnar sem skólabörnin frá Nanortalik fengu hér í sumar sem leið. Sagðist hann vonast til þess að samskipti bæjanna á þessu sviði héldu áfram að eflast. Á áðurnefndum fundi gat formaður bæjarráðs Hans Georg Bæringsson þess að bæjarstjórn ísafjarðar hefði ákveðið að bjóða tveimur fulltrúum frá Nanortalik, ásamt mökum til vinabæjar- mótsins sem haldið verður á Isafirði í sumar. Níels Egede lýsti einnig sérstökum áhuga á að sjá fulltrúa frá bæjarráði ísafjarðar í Nanortalik á þessu ári. -s. Vörukynningar /aukastarf Vel þekkt heildverslun í Reykjavík auglýsir eftir starfskrafti til vörukynninga á matvörum og hreinlætisvörum á ísafirði og nágrannabyggðum. Við leitum að áræðnum og frambærilegum einstaklingi sem er ófeiminn við að vekja athygli og láta mikið bera á þeim vörutegundum sem kynntar verða. Stundvfsi, reglusemi og snyrtimennska eru skilyrði ásamtþví að geta starfað undirmiklu álagi, bifreið þarfað vera til ráðstöfunar. Vinnutími er ekki reglulegur, en vörukynningar fara jafnan fram á föstudögum. Kjörið tækifæri fyrir húsmóður sem ekki er í starfi, en vill skapa sér aukatekjur. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um aldur og fyrri störf leggist strax inn á afgreiðslu blaðsins, merkt: „vörukynning“.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.