Bæjarins besta - 27.02.1991, Blaðsíða 1
• Oddi Péturssyni snjóflóðaathuganamanni ísfirðinga hefur verið boðið í fimm vikna
námsferð til Kanada og Bandaríkjanna. Hann heldur utan nú um helgina.
Isatfiörður:
Snjóflóðaathuganamaður í
námsferð til Kanada og
Bandaríkjanna
ODDUR Pétursson,
snjóflóðaathugana-
maður Isfirðinga fer á helg-
inni í fimm vikna námsferð
til Kanada og Bandaríkj-
anna. Ferðin er farin að til-
stuðlan Veðurstofu íslands
sem einnig sér um fjármögn-
un ferðarinnar að því frá-
töldu að Isafjarðarkaupstað-
ur mun greiða Oddi full laun
á meðan á ferðinni stendur.
Að sögn Haraldar L. Har-
aldssonar, bæjarstjóra á ísa-
firði eru bæjarfulltrúar mjög
stoltir yfir því að snjóflóða-
athuganamanni Vestfirðinga
skuli vera boðið í þessa
námsferð og líta á þetta boð
sem viðurkenningu á þeim
störfum sem Oddur hefur
verið að vinna fyrire al-
mannavarnanefnd ísafjarð-
ar.
„Ástæðan fyrir því að
Oddur hefur verið valinn til
þessarar farar er sú að mati
Veðurstofunnar að hann sé
fremstur á meðal jafningja
sem að sinna þessum störf-
um á landinu" sagði Harald-
ur.
í Kanada og Bandaríkjun-
um mun Oddur kynna sér
hvernig eftirliti er háttað
með snjóflóðum samkvæmt
nýjustu tækni. Að ferðinni
lokinni mun Veðurstofa ís-
lands nýta sér Odd til
kennslu á þeim nýjungum
sem hann kann að nema í
þessari ferð.
Seljalandsdalur:
Fjöldi fólks
á Dalnum
MJÖG GOTT veður var
til skíðaiðkunar á
Seljalandsdal um síðastliðna
helgi. Sól og logn var og
skíðafærið eins og best verð-
ur á kosið. Hátt í tvö þúsund
manns komu á Dalinn um
helgina, um 700 á laugardeg-
inum og nær þúsund manns á
sunnudeginum. Er þetta
mesta aðsókn sem verið hef-
ur I vetur.
Hafsteinn Ingólfsson um-
sjónarmaður skíðasvæðisins
sagðist í samtali við blaðið
vera mjög ánægður með
þátttökuna um helgina og
vonaðist til að áhuginn héld-
ist áfram. Nægur snjór snjór
er á Dalnum og skíðafæri
gott. Lítill snjór hefur verið
á öðrum skíðasvæðum á
landinu og hefur fjöldi skíða-
áhugamanna komið til ísa-
fjarðar af þeim sökum.
-5.
Sumar og sól 1991
Ferðabæklingurinn kominn
Ferðaskrifstofa Vestfjarða
sr 3457 • S 3557
E é m ={
HIGH TECH FOR HIGH FUN
i úrvali
skíðafatnaður
f fc SPORTHIAÐAN h.f.
_=-með stóru essi