Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.02.1991, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 27.02.1991, Blaðsíða 4
4 BÆJARINSBESIA BÆIARINSBESIA Óháö vikublað á Vestfjörðum Útgefandi: H-prent hf. Sólgata 9, ísafjörður S 4560 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson S94-4277 & 985-25362 Ábyr gðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson S94-4101 & 985-25362 Útgáfudagur: Miðvikudagur Upplag: 3800 eintök Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka: Að Sólgötu 9 S 94 -4 570 Fax ® 4564 Setning, umbrot og prentun: H-prent hf. BÆJARINSBESTA er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða og upplagseftirliti Verslunarráðs. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimii nema heimilda sé getið. Vestfirðir: Styrktaraðilum fegurðar- samkeppninnar fjölgar MEÐ DEGI hverjum fjölgar þeim aðilum og fyrirtækjum sem vilja leggja fegurðarsamkeppninni um titilinn „Ungfrú Vestfirðir 1991“ lið. Frá því að blaðið kynnti keppendur fyrir tveimur vikum hafa eftirtald- ir styrktaraðilar bæst í hóp- inn: Einar Guðfinnsson hf., Jón Fr. Einarsson, Hrað- frystihúsið hf. í Hnífsdal og Netagerð Vestfjarða verða styrktaraðilar við kjólakaup stúlknanna, Hamraborg hf. gefur konfekt á keppnis- kvöldið, Flugleiðir hf. á ísa- firði gefa Ungfrú Vestfirðir flugfarseðil ísafjörður- Reykjavík-Isafjörður og Stúdíó Dan gefur Ungfrú Vestfirðir 6 mánaða kort í stúdíóið, ljósmyndafyrirsæt- unni 3ja mánaða kort og vin- sælustu stúlkunni eins mán- aðar kort. Auk þess hefur Stúdíó Dan gefið öllum stúlkunum sem taka þátt í keppninni fríar æfingar fyrir keppnina. -s. Isafjörður: Leið- rétting YIÐ SÖGÐUM frá því í síðustu viku að keypt- ur hefði verið nýr snjótroð- ari til bæjarins sem koma myndi að góðum notum á Seljalandsdal. Það mun allt vera rétt en hins vegar er það ekki rétt sem stóð í fréttinni að bæjarsjóður ísafjarðar hefði fest kaup á troðaranum. Hið rétta er að „Vinnu- hópur um áframhaldandi uppbyggingu á Seljalands- dal“ sem í eiga sæti þeir Óli M. Lúðvíksson, Hafsteinn Ingólfsson, Björn Helga- son, Gylfi Guðmundsson og Jóhann Torfason hefur staðið fyrir kaupunum og er þessa dagana að vinna að fjármögnun á honum. Hafa þeir m.a. leitað fjár- stuðnings hjá nokkrum fyr- irtækjum og fengið góðar undirtektir þó enn vanti mikið á að endar nái sam- an. Vinnuhópurinn hefur óskað eftir því að bæjar- sjóður gangi til samstarfs við hópinn um kaup á troð- aranum og að bæjarsjóður reki tækið. Þessa dagana er unnið að smávægilegum lagfæring- um á troðaranum og er vonast til að hann komist í gagnið um næstu helgi. -s. SMÁ AUGLÝSINGAR Aðalfundur Aðalfundur Hestamanna- félagsins Hendingar verður haldinn í Félagsheimilinu í Hnífsdal (uppi) lau. 2. mars kl. 14, venjuleg aðalfundar- störf og önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur Kvenfélagið Hvöt heldur aðalfund þriðjudaginn 5. mars kl. 20.30 í Hús- mæðraskólanum. I.O.O.F. 6 = 1723481/2 = Vestfirðir: Jón Sigurðsson 1811 -1991 UGGLAUST mun sú þjóð vart finnast í víðri veröld, sem ekki hefur af þeim persónum að státa t sögu sinni, er síðari kynslóðir hafa gefið þjóðhetjunafn og dáð um aðra menn fram. Við íslendingar eigum einn slíkan mann, sem óumdeilanlega verðskuldar þetta heiti: Jón forseta Sigurðs- son. Hann gerist fyrirliði fslendinga um leið og sjálfstæðisbar- áttan hefst að marki, og spor hans á þjóðmálabrautinni voru ekki orðin ýkja mörg, þegar alþýðu manna var ljóst, að þar hafði einmitt sá lyft merkinu, sem hæfastur var allra til að móta stefnuna í frelsisbaráttunni sakir mannkosta sinna, yfirburða þekkingar og einstæðra hæfileika til að fara fyrir mönnum. Afleiðing þess varð sú, að þorri íslensku þjóðarinnar setti traust sitt á Jón Sigurðsson, kaus að fylgja honum fast eftir í blíðu og stríðu. RITSTJÓRN Taugatitringur í pólitíkinni var ær- inn fyrir. Þessa dagana er hann þó af þeirri stærðargráðu að hann hlýtur að gera vart við sig á skjálftamælum. Skjálftaupptökin liggja víða. Álmálið er við bræðslumark. í því þjóðhagslega mikilvæga máli þenur nú hver smáfuglinn á fætur öðrum brjóst og sperrir stél. Stuttu fyrir kosningar verður almenningur að fá að heyra hvað Landsvirkjunarkórinn söng listavel þegar fjórtán milljarða fjárfesting í Blönduvirkjun - þar með taldir hundakofar á íbúðaverði upp um fjöll og fyrnindi - var ákveðin án þess að keupendur að orkunni væru til staðar. Leiði smáfuglatístið til úr- bræðslu í álmálinu mun almenningur fyrr en síðar þurfa að axla hækkað orkuverð í tugum prósenta talið, finnist ekki annar sambærilegur kaupandi. Menn hentu gaman að ástardúett- inum á flokksþingi kratanna, sællrar minningar. Formaður og varafor- maður í hár saman. Málefnalegur ágreiningur, átök í húsnæðismálum. Uppákoman var óvænt eins og uppá- komur eiga að vera. Fjölmiðlar komust í feitt og nærmyndir sjón- varpsstöðvanna fóru ekki fram hjá neinum. Pólitískir utangarðsmenn höfðu af hina bestu skemmtan og krókódílatárin streymdu. Tíminn líður og með hverri vikunni styttist í kosningar. Smátt og smátt birtast framboðslistarnir, ýmist full- skapaðir eða í smáskömmtum. Upp- gjafapólitíkusar, sem ýmist voru orðnir leiðir á flokknum eða flokkur- inn á þeim, verða á ný eftirsóttir til innpökkunar í nýjar umbúðir. Nýr stimpill. Syndir fyrirgefnar líkt og í skriftastól. Og þegar menn héldu að allt gam- anið væri búið, að undanskildum hinum uppbyggilegu framboðsfund- um, verður lýðnum ljóst, að það eru fleiri en kratarnir sem eiga formann og varaformann. Allt þar til klukkan korter yfir fjögur á mánudaginn var stóð landinn svo á öndinni að lá við að Persaflóinn gleymdist og síðan mátti hinn sami almúgi halda niðri í sér andanum til klukkan hálf sex. Þá kom það! Brúðuheimilin voru fleiri en menn héldu. Ástardúettinn endur- tekinn í breyttri útgáfu. Nýir leikend- ur og sviðið ögn stærra. En skyldi nú marbendill ekki hlæja? Já, hún lætur ekki að sér hæða póli- tíkin. En við eigum nú líka eftir að fá 0,3% hagvaxtarbata í launaumslögin. s.h.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.