Bæjarins besta - 27.02.1991, Blaðsíða 2
2
BÆJARINSBESIA
ísafjörður:
Fréttakorn
Alvarlega slösuðum
fækkar í umferðinni
Á árinu 1990 slösuðust og létust 878
manns í umferðinni hér á landi. Það eru 47
fleiri en á árinu 1989, en þá slösuðust 831.
Banaslysin í umferðinni urðu 19 talsins, en
24 létust. I einu slysi létust þrír og tveir í
þremur slysum. Mun færri slösuðust alvarlega árið 1990 en
1989 eða 209 á móti 314 árið á undan. Á árunum 1983 til 1989
slösuðust að meðaltali 345 manns alvarlega á ári, þannig að
þarna er um verulega fækkun að ræða. Langflestir slösuðust
í aldursflokknum 17 til 20 ára eða 216 manns. Talsvert fleiri
ökumenn bifreiða slösuðust á árinu 1990 en 1989. Þá er einnig
umtalsverð fjölgun slasaðra farþega í framsæti, en hins vegar
fækkar slösuðum farþegum í aftursætum. Samkvæmt skýrslu
Umferðarráðs er áberandi hve slysum fjölgar mikið í þéttbýli,
en fækkar í dreifbýli. Ölvaðir ökumenn áttu aðild að 50 slysum
á árinu sem er fjölgun um 12 miðað við árið á undan. Flestir lét-
ust í umferðarslysum í Árnessýslu eða 7 manns. Sex létust í
Reykjavíkog fimm í Húnavatnssýslu.
86 umferðarslys á Vestfjörðum árið 1990
Á Vestfjörðum urðu 86 umferðarslys á ár-
inu 1990. Flest urðu á ísafirði eða 32, 19 í
Barðastrandarsýslu, 18 (Isafjarðarsýslu, 16
í Strandasýslu og 1 í Bolungarvík. Á Isafirði
var einungis um eignatjón að ræða í 29 tilfell-
um. Slys með meiðslum urðu þrjú og þar slösuðust fimm ein-
staklingar, einn með minniháttar meiðsl og fjórir með meiri-
háttar meiðsl. í Barðastrandarsýslu var einungis um eigna-
tjón að ræða en í ísafjarðarsýslu urðu sex slys með meiðslum
og í þeim slösuðust átta manns lítilsháttar. I Strandasýslu
varð eitt slys með meiðslum sem einnig var I ítilsháttar og í Bol-
ungarvík varð eitt umferðarslys og þar var einungis um eignar-
tjón að ræða.
Breytingar á rekstri Þórs og Rörverks
Þessa dagana er að hefjast undirbúningur
að endurskipulagningu fyrirtækjanna Rör-
verks hf. og Vélsmiðjunnar Þórs hf. Ráðinn
hefur verið nýr framkvæmdastjóri sem mun
vinna að endurskipulagningunni næstu sex
mánuði eða til 1. september. Þar er á ferðinni Jón Baldvinsson
fyrrum sveitarstjóri á Patreksfirði og í Mosfellsbæ en hann hef-
ur á undanförnum árum tekið að sér endurskipulagníngu á
rekstri ýmissa fyrirtækja með góðum árangri. Eins og blaðið
sagði frá í haust stóðu yfir viðræður á milli Vélsmiðjunnar Þórs
hf. og Skipasmíðastöðvar Marsellíusar hf. um fyrirhugaða
aukna samvinnu eða sameiningu fyrirtækjanna. Þær viðræð-
ur eru í biðstöðu og er niðurstöðu ekki að vænta fyrr en árs-
reikningar fyrirtækjanna liggja fyrir. Gert er ráð fyrir að þeir
verði tilbúnir í næsta mánuði og verða þá viðræður teknar upp
aftur.
Karvel í heiðurssæti á lista krata
Við sögðum frá því í síðasta blaði að
Heimastjórnarsamtökin nýstofnuðu hefðu
falast eftir því við Karvel Pálmason þingm-
ann Alþýðuflokksins að hann gæfi kost á sér
f 1. sætið á lista samtakanna á Vestfjörðum.
Samkvæmt nýjum upplýsingum sem blaðið hefur aflað sér
hefur Karvel ákveðið að taka 10. sætið, heiðurssætið á lista Al-
þýðuflokksins við komandi kosningar. Þá mun Kristján Jónas-
sonframkvæmdastjóri Djúpbátsinseinnig hafagefiðjáyrðifyr-
ir því að taka 4. sætið á lista flokksins á eftir þeim Birni Inga
Bjarnasyni, Pétri Sigurðssyni og Sighvati Björgvinssyni. Enn
á eftir að raða í fimm sæti og er gert ráð fyrir að því verki verði
lokið í næstu viku.
L
arbotn verði gert ráð fyrir stöðuvatni innan við veginn, sem nýta mætti m.a. sem skautasvell
á vetrum og sem veiðisvæði á sumrin.
Lesendur:
Stöðuvatn í Skutuls-
fjarðarbotn
LAÐINU BARST á
dögunum eftirfarandi
hugleiðingar frá einum les-
anda blaðsins um fyrirhug-
aða veglagningu frá Hauga-
nesi að flugvallarenda við
Skutulsfjarðarbotn og þá
möguleika sem bjóðast á
svæðinu.
Áformað er að verklegar
framkvæmdir við jarðgöng
um Breiðadals- og Botns-
heiði hefjist á þessu ári. Haf-
ist verður handa við göngin í
sumar ef áætlanir standast.
Áætlað er að nota efni sem
frá göngunum kemur í vega-
lagningu frá Hauganesi að
flugvallarenda við Skutuls-
fjarðarbotn. Með þessari
framkvæmd kemur til með
að myndast lón, eða vatn
fyrir botni fjarðarins. Nú
liggur fyrir að taka þurfi
ákvörðun um það, hvort
þarna skuli verða stöðuvatn
með yfirfalli, eða lón þar
sem gætir flóðs og fjöru.
Þegar þessi ákvörðun liggur
fyrir þarf að hanna tilheyr-
andi mannvirki, til að sjór
og/eða vatn geti runnið
þarna hindrunarlaust um.
Með því að gera þarna
vatn með stöðugu yfirborði
myndast ýmsir möguleikar í
tengslum við útivist og ferða-
þjónustu. Ef vatnsyfirborð
er stöðugt, myndast þarna
skautasvell á vetrum og til-
valin aðstaða fyrir vatna-
sport á sumrin. Gera þyrfti
hólma í vatnið, sem verða
m.a. til þess að kljúfa vatns-
strauminn frá Engidalsánni,
þannig að í vatninu myndist
ekki dauðir pollar, þar sem
óæskilegur gróður myndast.
f þessum hólmum mætti svo
jafnvel koma upp æðavarpi.
Gott væri, vegna skauta-
svells og annarar starfsemi
að setja í hólmana
ljósamöstur þannig að lýsing
væri til staðar á veturna þeg-
ar menn vildu stunda skauta-
íþróttina. Þarna væri jafnvel
hægt að stunda silungs- eða
laxeldi með því að sleppa
þarna seiðum. Selja mætti
síðan aðgang að veiðiskap á
sumrin og jafnvel í dorgi á
veturna, niður um ís, svipað
og nú gerist í Ólafsfjarðar-
vatni. Ágóði af sölu veiði-
leyfa yrði síðan notaður til
kaupa á seiðum.
Vatn sem væri skipulagt
með þessum hætti kæmi til
með að laða hingað ferða-
menn, svo ekki sé talað um
þau not sem heimamenn
hefðu af því. Ferðaþjónusta
er vaxandi atvinnugrein og
tímabært fyrir yfirvöld á ísa-
firði að gera sér grein fyrir
möguleikunum sem í þeim
atvinnurekstri felast.
Það er því vonandi að
menn taki þá skynsamlegu
ákvörðun að skipuleggja
svæðið þannig að þarna
verði stöðuvatn, og efla með
því möguleika á bættri þjón-
ustu við þá sem njóta vilja
útiveru í fögru og notalegu
umhverfi.
Þess má til gamans geta að
tekjur af ferðamannaþjón-
ustu á íslandi námu um tíu
milljörðum króna á síðasta
ári.
Áhugasamur lesandi um
ferðamannaþjónustu.
Framhalds-
Aðalfundur
Styrktarsjóðs húsbyggingar Tónlistarhúss
verður haldinn mánudaginn 4. mars í Hús-
mæðraskólanum kl. 20.30.
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Tillaga að lögum.
3. Önnurmál.
Stjórnin.