Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.02.1991, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 27.02.1991, Blaðsíða 6
BÆJARINSBBft ÍSAFJARÐARKAUPSTADUR EYRARSKJOL Óskum eftir starfsmönnum í gefandi og skemmtileg störf, æskilegt að umsækjendur séu ekki yngri en 25 ára. Ath. Heimilisstörf auk annarra starfa eru metin til starfsaldurs. Nánari upplýsingar gefur for- stöðumaður í síma 3685 og 3765. MENNINGARRAÐ ISAFJARÐARKAUPSTAÐAR Þau félög er vilja sækja um styrk til Menningarráðs árið 1991, sendi umsóknir fyrir 10. mars nk. til formanns Menning- arráðs, Geirþrúðar Charlesdótt- ur, pósthólf 8, ísafirði. Menningarráð ísafjarðar. ísafjaröarsékn ISAFJARÐARKAPELLA Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar Æskulýðs- og Qölskyldu- guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Athugið: Kirkjuskóli fellur niður á laugardag. BB - bkð Vestfirðinga ATVINNA Beitingarmann vantar á m/b. Vonina ÍS-82. Upplýsingar gefur Helgi í síma 3892 eða Eiríkur í síma 3777. Arnarvörhf. Bláfiöll: ísfirðingar stóðu sig vel á bikar móti SKI FIMMTÁN ísfirskir ung- lingar á aldrinum 13-14 ára héldu til Reykjavíkur síðastliðinn föstudag til þess að taka þátt í bikarmóti SKÍ sem haldið var í Bláfjöllum um helgina. Þátttakendur á mótinu voru á annað hundraðið, flestir frá Reykjavík og er ekki hægt að segja annað en að ísfirsku unglingarnir hafi staðið sig með ágætum. Vegna snjóleysis í Blá- fjöllum var einungis hægt að keppa í svigi og lenti Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir frá Isafirði í 3ja sæti fyrri dag- inn. Sigríður Björk Þorláks- dóttir í fimmta og Heiða Björk Ólafsdóttir í því sjötta. Ólafur Sölvi Eiríks- son hafnaði í fimmta sæti fyrri daginn, Ægir Örn Val- geirsson í níunda og Jón H. Pétursson í því sautjánda. Síðari daginn hafnaði Anna Ragnheiður Grétarsdóttir í sjötta sæti, Sigríður Björk Þorláksdóttir í sjöunda og og Björk Arnardóttir í átjánda. Hjá drengjunum hafnaði Ægir Örn Valgeirsson í ell- efta sæti, Jón H. Pétursson í sautjánda og Torfi Jóhanns- son í því nítjánda. Úrslit urðu annars sem hér segir. Aðeins eru teknir fimm efstu og síðan röð Is- firðinganna. Fyrsta talan á við fyrri ferð, sú síðari við aðra ferð og sú síðasta við samtals tíma beggja ferða: Reykjavfk: fyrir Póls-vörur STOFNAÐ hefur verið í Reykjavík fyrirtækið El- tak hf., sem mun annast sölu og þjónustu á Póls-vörum hérlendis. Að fyrirtækinu standa þrír fyrrverandi starfs- menn þjónustudeildar Póls- tækni í Reykjavík. Hið nýja fyrirtæki mun eins og áður sagði aðeins annast sölu og þjónustu inn- anlands (að Vestfjörðum frátöldum) en hérlendis eru — í flokki 13-14 ára unglinga, sem haldið var í Bláfjöllum um helgina • ísfirsku stúlkumar á mótinu. F.v.: H dóttir, Sigríður B. Þorláksdóttir, Marg jónsdóttir. Nýtt sölufyrirtæki • Hluti ísfirsku drengjanna á mótinu. I Torfi Jóhannsson, Pétur Magnússon O) um 1.500 Póls-vogir í um 400 fyrirtækjum. Alls hafa verið framleiddar um 2.500 Póls- vogir frá upphafi sem seldar hafa verið til 18 þjóðlanda. Eigendur Eltaks hf. eru þeir Jónas Ágústsson fyrrum sölustjóri Pólstækni sem verður framkvæmdastjóri, Guðmundur Kristinsson og Hilmar Sigurgíslason. Eltak hf. er til húsa að Síðumúla 23 í Reykjavík. -s. • Jónas Agústsson fram- kvæmdastjóri Eltaks hf.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.