Morgunblaðið - 01.12.2020, Síða 2

Morgunblaðið - 01.12.2020, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2020 Fást í verslunum okkar á Selfossi og í Ármúla 42 MÓTORHAUSA sögur Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun, 533 4200 og 892 0667 Engjateigi 5, 105 Rvk Til sölu gott verslunarpláss við Ármúla 5. Alls 475 m². Hentar vel fyrir verslun, veitingastað eða skrifstofur. Laust til afhendingar við kaupsamning. Áhugasamir sem vilja bóka skoðun hafið samband við Björgvin, 892 0667 eða sendið línu á arsalir@arsalir.is Ármúli 5, 108 Reykjavík 474,5 m2 atvinnuhúsnæði - Verð kr. 152.000.000 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarfélög og samtök sveitarfélaga sem sent hafa umsagnir um þings- ályktunartillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um Reykja- víkurflugvöll leggja flest áherslu á að flugvöllurinn fái að starfa óáreitt- ur þar til annar jafngóður eða betri verði tilbúinn. Sum sveitarfélögin styðja að efnt verði til þjóðar- atkvæðagreiðslu. Bæjarráð Akureyrarbæjar leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að miðstöð innanlandsflugs verði áfram óskert í Vatnsmýrinni þar til annar jafngóður eða betri kostur verður tekinn í notkun, segir í umsögn Akureyrarbæjar. Tillagan um flugvöllinn er flutt af Njáli Trausta Friðbertssyni og 24 öðrum þingmönnum úr alls fimm þingflokkum. Hún gengur út á það að efnt skuli til þjóðaratkvæða- greiðslu um hvort flugvöllur og mið- stöð innanlands- og sjúkraflugs skuli vera áfram í Vatnsmýrinni í Reykja- vík. Tillagan hefur verið flutt nokkr- um sinnum áður og umsagnirnar nítján sem nú hafa borist eru líkar fyrri umferðum. Sveitarfélög og samtök sveitarfélaga, utan Reykja- víkurborgar, styðja þjóðar- atkvæðagreiðslu eða krefjast þess að flugvöllurinn verði áfram. Flutningstími lengist ekki Sama gildir um samtök flug- manna. Þannig styður öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna þingsályktunartillöguna og telur raunar afar mikilvægt að hún fari fram. Að mati nefndarinnar er ljóst að annars muni borgarstjórn Reykjavíkur loka flugvellinum flug- braut fyrir flugbraut. Sú vegferð sé hafin eins og sjáist af lokun brautar 06/24 og gildandi aðalskipulag sýni framhaldið. Í umsögn Sjúkrahússins á Akur- eyri kemur fram að undanfarin ár hafi verið farnar um 800 sjúkraflugs- ferðir á hverju ári með misveika sjúklinga en í 45-50% tilfella sé læknir með í för sem þýði að bráð- leikinn sé með þeim hætti að hætta sé á að eitthvað geti komið upp í sjúkrafluginu sem þarfnist læknis- fræðilegra inngripa. Í sumum tilfell- um er um mjög alvarlega veikt fólk að ræða og einnig er verið að flytja fólk eftir alvarleg slys. Þetta þýðir, að mati Sjúkrahúss- ins, að mikilvægt sé að ekki bætist langur flutningstími frá flugvelli í Reykjavík á sjúkrahús við þann tíma sem tekur fólk í dreifðari byggðum að komast á flugvöll. Styðja kosningu um flugvöll  Sveitarfélög vilja flugvöll áfram í Vatnsmýrinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðflug Aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir lokun fleiri flugbrauta Reykjavíkurflugvallar á næstu árum. Þingmenn vilja grípa í taumana. Andrés Magnússon andres@mbl.is Þingflokkur sjálfstæðismanna af- greiddi í gær nýjustu útgáfu fjöl- miðlafrumvarps Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra, en þing- flokkar framsóknarmanna og vinstrigrænna afgreiddu það degin- um áður. „Ég er mjög ánægð með þessa þróun,“ segir Lilja Alfreðsdóttir í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er skref í rétta átt en nú leggjum við áherslu á að klára það í þinginu. Það er ekki búið fyrr en það er búið.“ Frumvarpið er mjög áþekkt því styrkjakerfi, sem beitt var vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á rekstrarstöðu fjölmiðla í sumar, nema hvað skilyrði til styrkveitinga hafa verið rýmkuð. Þannig nefna menn að skv. frumvarpinu verði sér- hæfður miðill líkt og fótbolti.net styrkhæfur. Þannig er ekki litið til hins sérstaka, lýðræðislega hlut- verks fjölmiðla eða fjölbreytni í efn- istökum þeirra, heldur aðeins rekstrarsjónarmiða. Undirtektir sjálfstæðismanna voru þó frekar dræmar, en nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sam- þykktu það fyrir sitt leyti aðeins með fyrirvörum, svo fram kunna að koma breytingartillögur við frumvarpið í meðförum þingsins. Þá mun hafa fram komið að ekki geti allir þing- menn flokksins stutt frumvarpið. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins ber þar einkum á óánægju með að verið sé að búa til styrkja- kerfi með gamla laginu undir úthlut- unarnefnd og með tilsjón fjöl- miðlanefndar, en einnig þykir þeim sumum súrt í brotið að ekkert skuli hafa verið hróflað við yfir- burðastöðu Ríkis- útvarpsins og þvert á móti lík- legt að það fái frekari fjárveitingar, sem skekki samkeppnisstöðuna enn frekar. Frumvarp til þess að styrkja rekstrarforsendur einkarekinna miðla hefur verið lengi í pípunum. Fyrra frumvarp Lilju náði ekki af- greiðslu í þinginu vegna mikillar andstöðu í þingflokki sjálfstæðis- manna. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að smíða nýtt frumvarp, sem sjálfstæðismenn gætu fellt sig við, og var meðal annars í bígerð að beita skattkerfinu til þess frekar en að koma á nýju, flóknu og mats- kenndu styrkjakerfi hins opinbera. Sú leið reyndist hins vegar fleiri þyrnum stráð en ætlað var og segja þingmenn, sem blaðið ræddi við, frumvarpið sem nú er fram komið einu færu leiðina sem allir stjórnar- flokkarnir þrír gátu fellt sig við, en fulltrúar þeirra allra komu að samn- ingu þess. Morgunblaðið hefur heimildir fyr- ir að það þyki þó ekki öllum duga til og munu samhliða þessu vera til at- hugunar í ráðuneytinu sérstakar ráðstafanir til styrktar smáum og staðbundnum miðlum. Féllust á fjölmiðlastyrkjakerfi  Sjálfstæðismenn afgreiddu frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla með semingi og fyrirvörum  Áþekkt fyrra frumvarpi en með rýmkuðum skilyrðum  25% þak á rekstrarstyrkjum Lilja Alfreðsdóttir » Tímabundinn styrkur vegna rekstrarkostnaðar » Aðeins veittur vegna kostn- aðar við ritstjórn fjölmiðla » Aldrei hærri en 25% rekstr- arkostnaðar fjölmiðilsins » Enginn einn fái meira en 25% styrkfjárins hverju sinni » 400 milljónir kr. í pottinum Fjölmiðla- frumvarp Í HNOTSKURN Í bígerð er að allt að fjögur veiði- skip haldi til loðnuleitar á næst- unni. Útgerðir uppsjávarskipa standa að undirbúningi verkefn- isins í samvinnu við Hafrannsókna- stofnun og yrðu sérfræðingar frá stofnuninni um borð, að sögn Birkis Bárðarsonar fiskifræðings. Hann segir að samkvæmt gögn- um úr loðnuleit Polar Amaroq fyrir Norðurlandi í síðustu viku sé eitt- hvað af kynþroska loðnu á ferðinni. Hún sé komin austar en sést hafi á þessum árstíma undanfarin ár, en upplýsingar um magn ættu að liggja fyrir um miðja vikuna. Með loðnuleit fjögurra skipa næðist væntanlega mæling á magni þeirrar loðnu sem er á ferðinni við landgrunnskantinn fyrir norðan land. Hvaða skip fara og hvenær, ef af leiðangrinum verður, ræðst m.a. af veðurútliti og hvernig stendur á hjá skipunum, sem mörg hver hafa verið á kolmunna við Færeyjar undanfarið. aij@mbl.is Fjögur skip til leitar að loðnunni „Frumvarp um Miðhálendis- þjóðgarð verður flókið í af- greiðlsu,“ segir Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknar. Frumvarpið var afgreitt af þing- flokkum í stjórn- armeirihluta í gær og útbýtt á Al- þingi. Málið hefur verið umdeilt og hafa bændur og sveitarstjórnarfólk haft uppi háværa gagnrýni um áformin. Líneik segir málið nokkuð breytt frá því það var síðast lagt fyrir þingflokka og í samráðsgátt. Svæðisskipulag sé nú í höndum sveitarstjórna og fyrirkomulag ákvarðana um verndarflokka mis- munandi svæða hafi breyst. Vil- hjálmur Árnason, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, gerir nokkra fyrirvara við málið. Miðhálendið flókið úrlausnarefni Líneik Anna Sævarsdóttir Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Við erum himinlifandi. Það er mjög ánægjulegt að opnun Krónuversl- unar á Akureyri sé loksins í sjónmáli eftir langt ferli,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krón- unnar. Bæjarstjórn Akureyrar hef- ur samþykkt tillögu skipulagsráðs um nýtt deiliskipulag á svonefndum Hvannavallareit. Hann er á svæði sem afmarkast af Glerárgötu, Tryggvabraut og Hvannavöllum. Krónan hefur átt lóðina um all- nokkurt skeið, keypti hana á sínum tíma til að reisa þar verslun í höfuð- stað Norðurlands. Reiturinn hefur verið til umfjöllunar hjá skipulags- yfirvöldum undanfarin misseri og með samþykkt bæjaryfirvalda nú eru skipulagsmál í höfn og Krónunni ekkert að vanbúnaði að hefjast handa. Framkvæmdir verða samhliða við umferðarmannvirki í grenndinni en til stendur að útbúa hringtorg á gatnamótum Tryggvabrautar og Hvannavalla. Verslunin verður þar sem nú eru tveir gamlir braggar. Ásta Sigríður segir að nú yfir hörð- ustu vetrarmánuðina verði lokið við hönnunarvinnu, jarðvegsvinna hefj- ist í vor og byggingarframkvæmdir í framhaldinu. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum og opna nýja verslun árið 2022. Krónuverslun í stað bragga  Akureyringar fá Krónuverslun eftir langt ferli Morgunblaðið/Margrét Þóra Tímamót Verslun Krónunnar verður á svonefndum Hvannavallareit.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.