Morgunblaðið - 01.12.2020, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2020
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ísland, Eistland, Finnland og Írland
eru einu Evrópulöndin þar sem
styrkur fíns svifryks er undir
strangari viðmiðunargildum Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar
(WHO). Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu
(EEA) um loftgæði í Evrópu 2020.
Hún er byggð á niðurstöðum opin-
berra mælinga á meira en fjögur
þúsund mælistöðvum víðsvegar um
Evrópu árið 2018.
Þar segir að aukin loftgæði hafi
dregið mikið úr ótímabærum dauðs-
föllum á síðasta áratug í Evrópu.
Þrátt fyrir það sýni nýjustu opinber-
ar tölur að næstum allir íbúar álf-
unnar líði vegna loftmengunar sem
valdi um 400.000 ótímabærum
dauðsföllum á ári um alla álfuna.
Styrkur fíns svifryks í andrúms-
lofti var umfram viðmiðunarmörk
Evrópusambandsins (ESB) í sex að-
ildarríkjum þess, Búlgaríu, Ítalíu,
Króatíu, Póllandi, Rúmeníu og í
Tékklandi. Fínt svifryk olli um
417.000 ótímabærum dauðsföllum í
41 Evrópulandi árið 2018, að mati
EEA. Af þeim urðu um 379.000 í 28
aðildarríkjum ESB. Stefna ESB,
einstakra ríkja og sveitarfélaga auk
takmörkunar útblásturs á lykilsvið-
um hefur leitt til aukinna loftgæða í
Evrópu, samkvæmt skýrslunni. Los-
un mengandi lofttegunda eins og t.d.
nituroxíða (NOx) frá samgöngum
hefur minnkað umtalsvert, þrátt fyr-
ir vaxandi umferð og meðfylgjandi
losun gróðurhúsalofttegunda. Meng-
un frá orkuframleiðslu hefur einnig
minnkað mikið en hægar hefur
gengið að minnka loftmengun frá
byggingum og landbúnaði, sam-
kvæmt frétt EEA.
Þakka má auknum loftgæðum að
um 60.000 færri eru taldir hafa dáið
ótímabærum dauða vegna fínnar
svifryksmengunar árið 2018 saman-
borið við árið 2009. Áhrif minni los-
unar niturtvíoxíðs eru hlutfallslega
enn meiri. Ótímabærum dauðsföllum
vegna hennar fækkaði um nálægt
54% á síðastliðnum áratug.
Hans Bruyninckx, framkvæmda-
stjóri EEA, segir niðurstöðurnar
sýna að fjárfesting í auknum loft-
gæðum sé fjárfesting í betri heilsu
og framleiðni allra Evrópubúa.
Loftið er einna hreinast á Íslandi
Skýrsla um loftgæði í Evrópu
Færri ótímabær dauðsföll
Morgunblaðið/Kristinn
Hreina loftið Íslendingar, Eistar, Finnar og Írar njóta þess að styrkur fíns
svifryks er lægstur í andrúmslofti landa þeirra miðað við Evrópu alla.
Íslensku jöklarnir hafa tapað að
jafnaði um fjórum milljörðum tonna
(Gt) á ári frá því um 1890. Heildartap
á sama tíma er 410-670 Gt og hafa
jöklarnir tapað nær 16% af rúmmáli
sínu. Um helmingur þess tapaðist
frá hausti 1994 til hausts 2019. Þá
var tapið alls á bilinu 220 til 260 Gt
eða nálægt 10 Gt á ári að meðaltali.
Þetta kom fram í grein í Frontiers
in Earth Science um jöklabreytingar
á Íslandi. Greint var helstu niður-
stöðum á vef Háskóla Íslands.
„Greinin lýsir breytingum á stærð
jökla landsins frá því að þeir voru í
hámarki skömmu fyrir aldamótin
1900 og byggist hún á mjög fjöl-
breyttum rannsóknum sem unnar
hafa verið á undanförnum áratugum.
Á meðal höfunda greinarinnar eru
vísindamenn frá Háskóla Íslands,
Veðurstofunni, Landmælingum og
Landsvirkjun sem leggja saman
krafta sína,“ segir í frétt HÍ. Þar
kemur einnig fram að dregnar séu
saman niðurstöður fjölbreyttra
rannsókna sem ná til um 99% af
jökulþekju landsins.
Vatnajökull hefur þynnst að jafn-
aði um 45 metra á tímabilinu 1890-
2019, Langjökull um 66 metra og
Hofsjökull um 56 metra. Það sam-
svarar því að rúmmál Vatnajökuls
hafi rýrnað um nálega 12%, Lang-
jökuls um næstum því 29% og Hofs-
jökuls um nærri 25%.
Afkoma jöklanna er mjög breyti-
leg frá ári til árs en líka á milli lengri
tímabila. Mikil rýrnun var á 3., 4. og
5. áratug 20. aldar. Annars var af-
koman nærri jafnvægi. Síðustu 25 ár
hefur afkoma jöklanna verið veru-
lega neikvæð með stöku undantekn-
ingum. Jökulárið 2014-2015 var eina
ár þess aldarfjórðungs sem jöklarnir
bættu við sig. gudni@mbl.is
Mikil rýrnun
jökla frá 1890
Morgunblaðið/RAX
Vatnajökull Þessi stærsti jökull landsins þynntist að jafnaði um 45 metra á tímabilinu 1890-2019. Á sama tímabili
þynntist Langjökull að jafnaði um 66 metra og Hofsjökull um 56 metra. Myndin var tekin árið 2016.
Mörg hundruð milljarðar tonna farnir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
hefur skilað minnisblaði til Svandís-
ar Svavarsdóttur heilbrigðisráð-
herra með tillögum um næstu sótt-
varnaaðgerðir. Núverandi reglugerð
rennur út á morgun en Þórólfur vildi
á upplýsingafundi í gær ekkert gefa
upp um sínar tillögur.
Búist er við að Svandís leggi tillög-
urnar fyrir fund ríkisstjórnarinnar í
dag og í kjölfarið verði ný reglugerð
gefin út.
Á fundinum í gær sagði Þórólfur
ekki mikið rými til almennra tilslak-
ana ef fólk vildi ekki fá bakslag í far-
aldurinn. Hann sagði vel koma til
greina að hafa sóttvarnaaðgerðir
svæðisbundnar í ljósi þess að flest
smit væru á höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt covid.is eru 160 í ein-
angrun á höfuðborgarsvæðinu, níu á
Norðurlandi eystra og færri í öðrum
landshlutum. Alls greindust átta
kórónuveirusmit innanlands á
sunnudag, af þeim voru sjö greindir
við einkennasýnatöku.
Nýgengi innanlands:
38,5 nýtt smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa
8 ný inn an lands smit greindust sl. sólarhring
100
80
60
40
20
0
187 eru með virkt smit og í einangrun
júlí ágúst september október nóvember
Fjöldi inn an lands-
smita frá 30. júní
Heimild: covid.is
75
8
16
99
86
21
Nýjar aðgerðir
kynntar í dag