Morgunblaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2020 SMÁRALIND www.skornir.is Netverslun www.skornir.is Verð 6.995 Stærðir 28-34 Spariskór 1. desember 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 133.32 Sterlingspund 177.71 Kanadadalur 102.6 Dönsk króna 21.367 Norsk króna 15.068 Sænsk króna 15.64 Svissn. franki 146.89 Japanskt jen 1.2797 SDR 190.26 Evra 159.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 193.3617 Hrávöruverð Gull 1808.05 ($/únsa) Ál 1975.0 ($/tonn) LME Hráolía 47.81 ($/fatið) Brent ● Greiddar gisti- nætur ferðamanna á gististöðum hér- lendis voru 69 þús- und í októbermán- uði. Í sama mánuði ársins 2019 voru næturnar 779 þús- und talsins. Nemur samdrátturinn 91% milli ára. Af seldum gistinóttum voru 45 þús- und þeirra, eða 65%, skráð á Íslendinga en 24 þúsund á erlenda gesti. Fækk- unin var mest á hótelum eða 91%. Á gistiheimilum var samdrátturinn 86% og á öðrum tegundum gististaða, far- fuglaheimilum, orlofshúsum o.s.frv., var samdrátturinn 88%.Gríðarleg fækkun hefur orðið á framboðnum hótelher- bergjum á þessu ári. Sé litið til sam- anburðar við síðasta árs voru 43,3% færri herbergi í boði á höfuðborg- arsvæðinu en í októbermánuði í fyrra. Samdrátturinn var aðeins 10,8% á Suð- urnesjum sem skera sig úr en á Austur- landi var samdrátturinn 43,1% frá sama mánuði í fyrra. Á Suðurlandi var sam- drátturinn næstminnstur á eftir Suð- urnesjum eða 20,9% en á Norðurlandi var samdrátturinn 28,3% og 30,5% færri herbergi voru í boði á Vesturlandi og á Vestfjörðum. Gistinæturnar ekki svipur hjá sjón STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Samkvæmt niðurstöðum þjóðhags- reikninga er áætlað að landsfram- leiðslan hafi dregist saman um 10,4% að raungildi á þriðja ársfjórð- ungi 2020 miðað við sama tímabil fyrra árs. Til samanburðar er áætlað að landsframleiðsla á evrusvæðinu hafi á sama tímabili dregist saman um 4,4% frá sama tímabili árið 2019. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands. Eins og bent er á í Hagsjá Lands- bankans litast þjóðhagsreikn- ingarnir á þriðja fjórðungi öðru fremur af beinum og óbeinum áhrif- um Covid-19-faraldursins sem hefur haft fordæmalaus áhrif á hagkerfi heimsins. Þar segir að samdráttinn á þriðja fjórðungi megi fyrst og fremst rekja til mikils samdráttar í útflutningi en framlag hans til hag- vaxtar hafi verið neikvætt um 20,3%. Þann samdrátt megi síðan aftur rekja til mikils samdráttar í ferða- þjónustu en ferðatakmarkanir hafa dregið gríðarlega úr komum er- lendra ferðamanna hingað til lands. Í takt við spár bankans Daníel Svavarsson, forstöðumað- ur greiningardeildar Landsbanka Íslands, segir í samtali við Morg- unblaðið að um sögulega mikinn samdrátt sé að ræða á öðrum og þriðja fjórðungi ársins, en hann sé þó í takt við spár Landsbankans. „Við höfum spáð 8,5% samdrætti fyrir árið í heild. Það sem helst kem- ur á óvart er að samdráttur einka- neyslu á þriðja fjórðungi er minni en við bjuggumst við, en þar kemur aukin bílasala inn í,“ segir Daníel, og bætir við að samdrátturinn í einka- neyslu sé minni en kortavelta hafi bent til. Annað sem Daníel nefnir sem komi á óvart sé samdráttur í opin- berri fjárfestingu. Hann eigi sér stað á sama tíma og mikið sé talað um auknar fjárfestingar ríkisins til að vega upp á móti samdrættinum. „Í reynd eru fjárfestingar ríkisins aðeins að aukast, en aftur á móti eru fjárfestingar sveitarfélaga að drag- ast saman. Opinberar fjárfestingar mættu gjarnan fara upp á við,“ segir Daníel. Snarpari samdráttur en í hruni Spurður um samanburð við fjár- málahrunið árið 2008 og kreppuna sem því fylgdi segir Daníel að sam- dráttur landsframleiðslu hafi þá teygst allt fram á árið 2010, en nú sé samdrátturinn mun snarpari. „Einkaneysla dróst miklu meira saman í hruninu. Höggið sem kom á krónuna var svo mikið að allar inn- fluttar vörur hækkuðu í verði. Nú erum við hins vegar að missa út- flutningstekjur, sem er enn verra.“ Spurður um næstu ár, og hve langan tíma taki fyrir Ísland að ná sér á strik, segir Daníel að hagfræði- deild bankans geri ráð fyrir að það taki u.þ.b. þrjú ár fyrir landið að komast aftur á sama framleiðslustig og árið 2019. Áratug eða -tugi gæti hins vegar tekið að greiða niður skuldirnar sem ríkið hefur þurft að stofna til vegna veirunnar. Sögulega mikill samdráttur landsframleiðslu Íslands  Dróst saman um 10,4% á þriðja fjórðungi 2020 frá sama tíma árið 2019 Verg landsframleiðsla 2006-2020 Hlutfallsleg breyting frá árinu á undan 10% 5% 0% -5% -10 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 H ei m ild : H ag st of an 6,3 8,5 2,2 -7,7 -2,8 1,8 1,1 4,6 1,7 4,4 6,3 4,2 4,6 1,9 -8,1 Fyrstu 9 mán. ársins 2020 Daníel Svavarsson Morgunblaðið/Ómar Útflutningur Tekjur af erlendum ferðamönnum hurfu að mestu þegar kórónuveiran fór að geisa, sem hafði slæm áhrif á landsframleiðsluna. Halli á viðskiptajöfnuði minnkaði á þriðja ársfjórðungi og var 1,2 millj- arðar króna, samanborið við 5,9 millj- arða mánuðinn á undan. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Seðlabanka Ís- lands. Halli á vöruskiptajöfnuði var 33,9 milljarðar og jókst frá fyrri fjórð- ungi þegar hann var 19,5 milljarðar króna. Hins vegar reyndist afgangur af þjónustujöfnuði 20,4 milljarðar króna og jókst um 17,3 milljarða frá öðrum fjórðungi. Frumþáttatekjur skiluðu 13,5 milljarða afgangi og drógust þær saman um 3,6 milljarða. Rekstrarframlög reyndust neikvæð um 1,1 milljarð en voru neikvæð um 6,7 milljarða á öðrum árfsjórðungi. Sé þriðji ársfjórðungur 2020 borinn saman við sama fjórðung fyrra árs kemur fram að viðskiptaafgangur er 71 milljarði króna minni í ár. Skýrist það af því að þjónustujöfnuður dróst saman um 87,9 milljarða króna. Mun- aði þar mest um samdrátt í útfluttri þjónustu sem dróst saman um 133,5 milljarða króna. Innflutt þjónusta minnkaði á sama tíma um 45,6 millj- arða króna. Vöruviðskipti voru hins vegar hagfelldari sem nam 14 millj- örðum og skýrist það að mestu af 10,7 milljarða minni innflutningi en á sama tíma í fyrra. Útflutningur reyndist þá 3,3 milljörðum meiri nú. Í lok þriðja ársfjórðungs var hrein staða við útlönd jákvæð sem nam 969 milljörðum króna eða 33,5% af vergri landsframleiðslu. Batnaði staðan um 137 milljarða króna milli fjórðunga og skýrist það af gengis- og verðbreyt- ingum sem lögðu 188 milljarða til hækkunarinnar. Skuldir jukust um 51 milljarð. Hrein staða íslenska þjóðarbúsins við útlönd hefur aldrei verið jafn hag- felld og nú og hefur hún batnað um 313 milljarða króna frá áramótum. Morgunblaðið/ÞÖK Vörur Meiri halli reyndist á vöru- viðskiptum en á fyrri fjórðungi. Halli á viðskipta- jöfnuði minnkar  Reyndist 1,2 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.