Morgunblaðið - 01.12.2020, Page 14
SVIÐSLJÓS
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Svonefndar stórmyndir hafaþurft að bera hallann afkórónuveirufaraldrinumlíkt og margt annað. Þann-
ig hefur frumsýningu á væntanlegri
James Bond-mynd, No Time To
Die, tvisvar verið frestað, leikna
Disney-myndin Mulan var frum-
sýnd á streymisveitum og Top Gun:
Maverick hefur ekki enn birst á
hvíta tjaldinu. Vegna þessa hafa er-
lendir miðlar dregið upp dökka
mynd og jafnvel gengið svo langt að
spá endalokum hollywood-
stórmynda. Þorvaldur Árnason,
framkvæmdastjóri Samfilm, gefur
lítið fyrir þessar vangaveltur og
segir að starfsemin muni komast í
eðlilegt horf þegar faraldrinum slot-
ar.
„Við erum bjartsýnir á að bíóin
muni lifa góðu lífi eftir að þessu lýk-
ur,“ segir Þorvaldur í samtali við
Morgunblaðið.
Myndirnar verði á endanum
frumsýndar, þótt það verði ekki fyrr
en á næsta ári.
„Þessar myndir munu allar
verða stórar í bíó alveg eins og þær
voru. Að sjálfsögðu verður það þeg-
ar ástandið er orðið eðlilegra og fólk
verður óhræddara við að vera í fjöl-
menni,“ segir hann. Eftir að fjölda-
takmarkanir verði afnumdar muni
markaðurinn taka við sér.
„Ég held að fólk þyrsti í að fara
í bíó. Eftir að þú ert búin að vera
heima að horfa á efni held ég að þig
langi til að fara á góða „block-
buster“-mynd í bíó. Þig langar að
koma út og upplifa þetta á stóra
tjaldinu,“ segir hann.
Eðli málsins samkvæmt muni
þó fjöldi mynda, sem einhvern tím-
ann hafa verið hugsaðar sem bíó-
myndir, verða endurhugsaður og
settur á streymisveitur.
„Ekki í fyrsta sinn sem
bíóunum er spáð dauða“
„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
bíóum er spáð dauða. Þau hafa alltaf
plumað sig og íslenski markaðurinn
hefur verið sérstaklega góður bíó-
markaður í gegnum tíðina,“ segir
hann en streymisveitur á borð við
Netflix og Hulu fara sístækkandi og
hafa því margir spurt sig hvort
kvikmyndahúsið sé einfaldlega barn
síns tíma.
„Það má segja með íslenska
bíómarkaðinn að vandamálin okkar
eru ekki endilega fjöldatakmarkanir
sem við búum við. Hvort sem það
voru 50 eða 100 manna fjöldatak-
markanir í sumar var vandamálið
okkar að önnur lönd voru í svo erf-
iðum málum vegna Covid. Okkur
vantaði að fá efni til landsins og við
erum mjög háð því,“ segir hann.
Myndin Tenate eftir Christopher
Nolan hafi komið sterk inn í lok
sumars en fram að því tóku íslensku
myndirnar Veiðiferðin og Amma
Hófý sviðsljósið.
„Þessar myndir keyrðu mark-
aðinn svolítið áfram þangað til við
fengum loksins Christopher Nolan-
myndina Tenate í ágúst. Hann er öt-
ull stuðningsmaður bíóhúsa og var
harður á því að myndin yrði sýnd
– við yrðum að fá eina góða
mynd í bíó,“ segir hann.
Þó svo að takmarkanir
séu í gildi deyja íslensku bíó-
húsin ekki ráðalaus – enn er
opið í Áldabakka og hefur kvik-
myndarisinn Warner Bros til-
kynnt að Sambíóin fái að sýna
Wonder Woman í desember.
„Það er staðfest að hún
kemur til okkar um jólin.
Nú bíðum við bara eftir
hvað verður tilkynnt,“ segir
hann að lokum.
Tími stórmyndanna
síður en svo á enda
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það styttist íþingkosn-ingar, sem
haldnar verða 25.
september á næsta
ári og stjórnmála-
flokkarnir flestir farnir að setja
sig í stellingar. Sumir eru farnir
að panta auglýsingapláss, flest-
ir farnir að safna í sjóðinn, mál-
efnavinnan er víða hafin, en
mest er sjálfsagt spennan um
hvernig skipað verður á lista.
Það er ekki nema von, það er
orðið býsna langt síðan flokkar
héldu síðast prófkjör og forvöl
fyrir þingkosningar. Það var
ekki gert fyrir kosningarnar
2017 vegna þess hvað það var
boðað með skömmum fyrirvara
til þeirra og skammt liðið af því
kjörtímabili. Eins og vanalega
vill nýtt fólk knýja á en hins
vegar óvenjufáir þingmenn á út-
leið. Svona að eigin frumkvæði
alltjent, en um það hafa kjós-
endur auðvitað síðasta orðið.
Nema auðvitað hjá hinni
ákaflega lýðræðislegu Samfylk-
ingu í Reykjavík, sem er svo
gagnsæ að hún er nánast glær.
Þar verður nefnilega ekki efnt
til prófkjörs að þessu sinni,
heldur var ákveðið af ein-
hverjum að notast við „sænsku
leiðina“ til þess að stilla upp á
lista, líkt og jafnaðarmenn í Sví-
þjóð gera. Með misjöfnum
árangri þó.
Sænska leiðin er þannig að
flokksmenn mega senda tölvu-
póst til flokksins með uppá-
stungum um frambjóðendur, en
síðan verður gerð könnun hjá
flokksmönnum um þau nöfn,
sem þá verða fram
komin, en þó mega
þeir aðeins setja
„læk“ við tvö og
ekki tilgreina röð.
Niðurstaðan verður
hins vegar ekki birt, heldur hef-
ur uppstillingarnefnd hana til
hliðsjónar við listasmíðina, en
aðeins þó að því leyti sem hent-
ar. Síðan verður þingmönnum
stillt upp í sömu röð og áður og
gæðingar flokkseigendafélags-
ins fá það sem eftir stendur.
Þetta er fólkið, sem les yfir
öðrum um lýðræði og umboð,
enda fáir sem þekkja lýðræðið
af meiri raun en Samfylkingin í
Reykjavík. En hver getur verið
ástæðan fyrir því að þetta
flókna sænska sýndarlýðræði er
tekið upp? Fyrir því geta verið
nokkrar ástæður og ein útilokar
ekki aðra. Eða allar.
Augljósasta skýringin er sú
að í flokkseigendafélaginu séu
tómir hérar, sem vilji enga
áhættu taka á að flokksmenn
taki til sinna ráða um skipan
listans. En svo getur líka verið
að þau séu í tómum vandræðum
með að finna fólk til þess að taka
þátt í prófkjöri. Einnig getur
verið að flokkurinn sé enn á
hausnum og hvorki hann né
frambjóðendurnir tími að fara í
prófkjör. Þá kann að vera að
flokkurinn sé svona brenndur af
lýðræðinu, eftir allar rafrænu
kosningarnar sem fóru í handa-
skolum, að hann sé búinn að gef-
ast upp á hvers kyns kosn-
ingum. Kannski hann ætti þá
líka að gefast upp á þingkosn-
ingum.
Flokksmenn fá að
segja skoðun sína
en ekki hafa áhrif }
Sýndarlýðræði
Samfylkingar
Herstjórnendurbúa sig jafnan
undir síðasta stríð
og hagstjórnendur
búa sig undir síð-
ustu kreppu. Þó
endurtekur sagan sig aldrei,
þvert á það sem oft er haldið
fram. Nýjar hagtölur eru til að
mynda athyglisverðar þegar
þær eru bornar saman við sömu
tölur fyrir rúmum áratug.
Landsframleiðsla dregst saman
af svipaðri stærðargráðu nú og
árið 2009, um á að giska 8%.
Samdráttur í einkaneyslu hefur
hins vegar verið mun minni nú
en fyrir rúmum áratug, en þá
dróst einkaneyslan enn meira
saman en landsframleiðslan. Að
auki var hún mörg ár að ná sér á
strik og það var ekki fyrr en ár-
ið 2017 sem magn einkaneyslu
var orðið hið sama og 2007.
Þá skiptir máli að hrein staða
Íslands við útlönd nemur nú
þriðjungi landsframleiðslunnar
og hefur aldrei verið jafn sterk.
Þetta er þveröfugt við þá stöðu
sem Íslendingar
stóðu frammi fyrir í
síðustu kreppu, en
sem betur fer tókst
að koma í veg fyrir
að þeir sætu uppi
með allan þann skuldaklafa sem
þá var reynt að hengja á þá.
Staðan í efnahagsmálum er
erfið um þessar mundir, mörg
fyrirtæki róa lífróður og skuld-
ir hins opinbera fara hratt vax-
andi, en voru lágar við upphaf
kórónukreppunnar rétt eins og
við fall bankanna. Það hjálpar
mikið nú rétt eins og þá.
Erlend staða þjóðarbúsins og
tiltölulega sterk einkaneysla
eru meðal þeirra jákvæðu þátta
sem gefa von um að hægt verði
að vinna efnahag Íslands hratt
upp úr lægðinni þegar rofar til í
veirufaraldrinum. Það gerist
ekki á þeim mánuði sem eftir er
af þessu ári og varla á fyrri
hluta næsta árs, en líklega er
ekki óhófleg bjartsýni að ætla
að eftir það geti landið farið að
lyftast.
Hagtölur eru á
ýmsan hátt ólíkar
nú og fyrir áratug}
Blendnar tölur
M
ikil samþjöppun hefur átt sér
stað í sjávarútvegi á undan-
förnum áratugum. Tíu
stærstu útgerðirnar fara með
meira en helming kvótans og
20 stærstu meira en 70% kvótans. Ofan á
þetta bætist svo eignarhald þessara útgerða-
risa í öðrum útgerðum.
Fyrir rúmum 20 árum voru samþykktar
lagabreytingar sem ætlað var að vinna sér-
staklega gegn samþjöppun aflahlutdeildar.
Samþjöppun var talin skaðleg, ekki síst út af
mikilvægi fiskveiða fyrir íslenskan þjóðar-
búskap. Of sterk yfirráð fárra aðila yfir fisk-
veiðiauðlindinni myndi þýða meiri völd þeirra
í þjóðfélaginu en heilbrigt væri og of sterka
stöðu gagnvart stjórnvöldum. Samþjöppun
kæmi einnig í veg fyrir samkeppni og hamlaði
nauðsynlegri endurnýjun. Þá var bent á að samþjöppun
gæti beinlínis unnið gegn þjóðarhag, sérstaklega ef við-
komandi stæðu sig ekki í því að skapa sem mest verð-
mæti úr auðlindinni. Tilfærsla milli byggða myndi skaða
sveitarfélög og tilfærsla milli útgerðarflokka gæti leitt til
þess að minni útgerðir færu halloka. Á þessu öllu áttu
lögin að taka.
Ljóst er að lögin hafa ekki náð tilgangi sínum. Enda
má samkvæmt þeim einn aðili ráða yfir 12% kvótans, og
því til viðbótar eiga 49,99% hlut í öllum hinum fyrirtækj-
unum sem ráða yfir þeim 88% sem út af standa. Þannig
getur einn aðili átt hlutdeild í meira en helmingi kvótans
sem árlega er úthlutað. Þessi túlkun á lögunum ýtir aug-
ljóslega undir samþjöppun og gengur þvert á
anda þeirra.
Samþjöppun leiðir af sér fábreytt útgerð-
arform, aukna kerfislæga áhættu og getur
leitt til einokunar. Stór útgerðarfyrirtæki hér
á landi eru í raun rekin sameiginlega og hafa
samráð um veiðar, vinnslu og sölu afurða.
Það er nauðsynlegt að vinna gegn slíkri sam-
þjöppun og því að stóru fyrirtækin verði svo
stór að völd þeirra og áhrif í þjóðfélaginu
verði óeðlileg og vinni gegn almannahag.
Endurskoða þarf lögin strax og koma í veg
fyrir frekari samþjöppun. Fyrirmyndina má
finna í lögum um fjármálamarkaði varðandi
það hvenær aðilar teljast tengdir og hvenær
talið er að um raunveruleg yfirráð eins aðila
sé að ræða. Þar hefur þetta leyfilega mark
verið lækkað og viðurkennd sú sterka staða
sem aðilar eru í ef þeir hafa veruleg áhrif í gegnum eign-
arhlut. Í nýjum lögum um skráningu raunverulegra eig-
enda fyrirtækja er miðað við 25% beinan eða óbeinan
eignarhlut til að aðilar teljist tengdir eða aðili teljist
raunverulegur eigandi. Upplýsingar um raunverulega
eigendur fyrirtækja eru ávallt aðgengilegar almenningi
og ef sami háttur væri hafður á um fyrirtæki í sjávar-
útvegi og yfirráð yfir kvóta, væri auðvelt að hafa eftirlit
með því hvort farið er yfir 12% hámarkið. Stöðva þarf
þessa hættulegu þróun með breytingum á lögum um
stjórn fiskveiða. oddnyh@althingi.is
Oddný G.
Harðardóttir
Pistill
Hættuleg þróun
Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Í Kína er staðan frábrugðin
því sem þekkist hér á landi og
einkum í Bandaríkjunum, þar
sem meirihluti kvikmyndahúsa
er lokaður. Wonder Woman
1984 verður sýnd í öllum
helstu kvikmyndahúsum Kína
samkvæmt umfjöllun BBC og
er Asía á góðri leið í end-
urreisn kvikmyndabransans.
Stórmyndin The Eight Hund-
red kom út á árinu og full-
yrðir í því samhengi kínverski
kvikmyndagagnrýnandinn
Stevie Wong, að Kína hafi
orðið stærsta landið í
kvikmyndabransanum á
árinu 2020. Evrópa
stendur betur en Banda-
ríkin og er Dönum heimilt
að sækja kvikmyndahúsin,
svo lengi sem þeir bera
grímu fyrir vitunum,
að því er Þorvaldur
Árnason benti á í
samtali við
Morgunblaðið.
Ekkert mál að
sýna í Kína
WONDER WOMAN
Leikkonan Gal Gadot
fer með aðalhlutverkið
í Wonder Woman.
Bond Frumsýningu á No Time To Die hefur tvisvar verið frestað í ár.