Morgunblaðið - 01.12.2020, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2020
Kyrrð Það var fallegt veður á höfuðborgarsvæðinu um helgina og margir nýttu sér það til útivistar og hreyfingar. Útsýnið við Korpúlfsstaði var hreint ekkert slor á laugardaginn.
Björn Arnar
Hér á landi starfa
dómstólar á þremur
dómstigum. Neðstir
standa héraðsdóm-
stólar, þar sem einn
dómari dæmir yfirleitt
í hverju máli, þó að
heimilt sé að kveðja til
tvo meðdómendur að
uppfylltum lögmæltum
skilyrðum.
Landsréttur er
áfrýjunardómstóll.
Verður dómum héraðsdóms skotið
þangað að vissum skilyrðum upp-
fylltum. Dómarar við Landsrétt eru
15 talsins og skulu yfirleitt þrír
þeirra sitja í hverju máli (sérfróður
meðdómari er stundum kvaddur til
að sitja í dómi með tveimur emb-
ættisdómurum).
Æðsti dómstóll landsins er
Hæstiréttur. Hann er áfrýj-
unardómstóll og skipa hann sjö
dómarar. Venjulega sitja fimm
dómarar í einstökum málum, þó að
heimilt sé að víkja frá því og setja
sjö dómara í sérlega mikilvæg mál.
Allar þjóðir sem skyldar eru okk-
ur Íslendingum að menningu og
lögum hafa þann hátt á að áfrýj-
unardómstólar þeirra eru fjölskip-
aðir eins og reyndin er hér á landi.
Tilgangurinn með þessu er aug-
ljóslega sá að skjóta traustum stoð-
um undir dómana, ekki síst vegna
fordæmisgildis þeirra og draga úr
líkum á mistökum. Þetta fyrir-
komulag hvílir á þeirri forsendu að
hverjum og einum dómara, sem sit-
ur í fjölskipuðum dómi, beri skylda
til að taka sjálfstæða afstöðu til sak-
arefnis málanna og greiða atkvæði í
samræmi við hana. Þetta á alveg
sérstaklega við um æðsta dómstól-
inn, Hæstarétt þar sem dómar hans
hafa það gildi sem við köllum for-
dæmisgildi. Ákvæði 2. mgr. 165. gr.
laga um meðferð einkamála eru
greinilega á þessu byggð. Sé
ágreiningur fyrir hendi milli dóm-
ara, er þeim að sjálfsögðu skylt að
ræða hann í þaula til að öðlast ná-
kvæman skilning á því í hverju
hann liggur. Slíkar samræður geta
líka orðið til að eyða ágreiningi,
þegar dómarar láta sannfærast af
betri rökum annarra dómenda. Sé
ágreiningur enn til
staðar eftir að dóm-
arar hafa borið saman
bækur sínar ber þeim
sem verður í minni-
hluta skylda til að skila
sératkvæði.
Af reynslu minni
sem dómari við
Hæstarétt Íslands er
mér ljóst að þessari
grunnhugsun er ekki
fylgt við dómsýsluna
þar. Fremur er reynt
að bræða saman sjón-
armið dómaranna með
einhvers konar samningi þeirra á
milli, stundum með þeirri afleiðingu
að forsendur dóms verða óskýrar
og jafnvel torskildar. Raunar er það
svo að þeir dómarar sem hafa leit-
ast við að framfylgja þeirri frum-
skyldu sinni í störfum sínum sem
hér hefur verið lýst, með því að
skila sératkvæðum, hafa mátt sæta
opinberri gagnrýni fyrir það, eins
ótrúlega og það kann að hljóma.
Umbúðalaus hóphyggja
Fyrir þessari viðleitni til að
bræða saman sjónarmiðin eru sjálf-
sagt ýmsar ástæður. Sú veigamesta
er líklega málafjöldinn, eins og
hann hefur verið gegnum árin. Í
Hæstarétti er eins og dómarar hafi
vanið sig á svona vinnubrögð og
haldi þeim áfram þó að fjöldi mál-
anna sé aðeins brot af því sem hann
var áður. Gömlum hundum verður
ekki svo glatt kennt að sitja. Í
Landsrétti hefur írafárið orðið ofan
á.
Þegar þetta er skoðað nánar
kemur í ljós að það er orðin nær al-
gild regla að einstakir dómarar
virðast nær alltaf fylgja þeim sem
stýrir atkvæði dómsins eða taki þátt
í eins konar samningi við hina um
orðalag og niðurstöðu. Mér er nær
að halda að hugarástandið sé orðið
þannig að það þyki nánast vera svik
við hina að skorast undan og skila
sératkvæði sem sýnir ágreining í
hópnum um niðurstöðuna.
Í 1. tbl. Lögmannablaðsins 2020
var birt viðtal við Markús Sigur-
björnsson, sem var forseti Hæsta-
réttar um langt árabil og án efa sá
dómari sem langmest áhrif hafði á
vinnubrögðin. Á bls. 18 í blaðinu er
þetta haft eftir honum:
„Klassíski hugsunarhátturinn er
að þetta sé stofnunin Hæstiréttur
sem er að tala en ekki einhver egó-
isti, þessi eða hinn að láta sitt ljós
skína. Þótt vissulega sé það einn
maður sem semur uppistöðuna í
textanum þá er þetta sameiginleg
hugarsmíð fólks sem er búið að
ræða málið í þaula í framhaldi af
málflutningi. Þetta eru engar mála-
miðlanir, slíkt tal er út í hött, og
það er ekki verið að sjóða saman
ólík viðhorf. Fólk ræðir sig áfram
að niðurstöðu og ef einhver dettur
útbyrðis þá kemur bara sér-
atkvæði.“
Hér kemur fram viðhorfið um
viðleitnina til að bræða saman nið-
urstöður. Ég veit vel að sumir dóm-
arar eru einatt lítt eða ekki lesnir í
sakarefninu þegar gengið er inn í
dómsalinn til að hlusta á málflutn-
inginn. Þeir ganga hreinlega til
verksins í þeirri trú að frummæl-
andinn hafi kynnt sér málið betur
en þeir og unnt sé fyrir þá að
treysta því, þó að ekki sé gengið frá
endanlegum texta í forsendum fyrr
en á dómarafundi eftir málflutning.
Hér ráða málamiðlanir eða kannski
öllu heldur viðhorf um að lúta forsjá
frummælanda í vinnubrögðum, þó
að fyrrverandi forseti réttarins setji
á ofangreinda skrautræðu um þetta.
Hann boðar umbúðalausa hóp-
hyggju við dómsýsluna sem hrein-
lega er andstæð reglum laga um
þetta.
Sératkvæðum ekki skilað
Nú er svo komið að sératkvæði
þekkjast varla lengur. Í Hæstarétti
sitja og hafa setið dómarar um
margra ára skeið sem sjaldan eða
aldrei hafa skilað sératkvæðum, svo
ótrúlega sem það hljómar. Dómarar
sem sitja í dómi hverju sinni eru
nær undantekningarlaust sammála.
Það er búið að venja úr þeim egóis-
mann, svo smekklega sem forsetinn
fyrrverandi orðar þetta. Ætli hann
hafi ekki aðallega í huga óverðugan
fyrrverandi dómarann sem skrifar
þessi orð, því sá leit alltaf á það sem
skyldu sína að fylgja lögfræðilegri
sannfæringu sinni við afgreiðslu
mála en taka ekki þátt í samningum
um forsendur og niðurstöður sem
hann taldi rangar.
Hvernig má það vera að sér-
atkvæði eru nú orðin nær óþekkt?
Þetta gildir bæði í Landsrétti og
Hæstarétti. Menn eru nær alltaf
sammála. Samt eru sakarefni mál-
anna oft afar flókin og mörg álita-
efni uppi. Ágreiningur málsaðila
byggist oftar en ekki á mjög svo
frambærilegum ágreiningi um lög-
fræðina í málinu. Lærðir málflytj-
endur færa fram rök aðilanna og
verður þá oft mjótt á munum um
mat á þeim. En dómararnir eru allt-
af sammála! Hvernig má það vera?
Þessi „skortur“ á sératkvæðum sem
nú ríkir segir meira en mörg orð
um vinnubrögðin.
Ég hef haldið því fram að við ætt-
um að taka upp kerfi sem víða
þekkist við erlenda áfrýjunardóm-
stóla, að hver og einn dómari ætti
að skrifa sínar eigin forsendur fyrir
niðurstöðu. Þar ætti hann að geta
vísað til forsendna annarra ef hugur
hans stendur til þess. Þetta fyrir-
komulag er samt líklegra til að
halda þeim að því skylduverki að
leggja sjálfir mat á sakarefni máls
og gera grein fyrir því í eigin nafni.
Það er hreinlega forsenda fyrir til-
vist þeirra í dóminum að þannig sé
unnið, svo sem farið var yfir að
framan.
Mismunandi niðurstöður
hópanna þriggja í sama máli
Forvitnilegt og lýsandi dæmi um
vinnubrögð fjölskipaðra dóma á Ís-
landi er að finna í máli nr. 19/2020
sem dæmt var í Hæstarétti 29.
október 2020. Þetta mál var afar
flókið lögfræðilega. Snerist það um
endurheimtu á fjármunum í
þrotabú. Má með einföldun segja að
þrenns konar niðurstöður hafi kom-
ið til greina miðað við málflutning
aðila. Málið hafði fyrst verið dæmt í
Héraðsdómi Reykjavíkur af tveim-
ur embættisdómurum og einum sér-
fróðum meðdómara. Þar var fallist
á kröfu þrotabúsins um að gagnaðili
þess skyldi greiða svonefndar eftir-
stöðvar kaupverðs fasteignar sam-
kvæmt kaupsamningi sem um hana
hafði verið gerður. Dómararnir þrír
voru sammála um þessa niðurstöðu.
Í Landsrétti var þessari niðurstöðu
snúið við og þrotabúinu synjað um
endurheimtukröfuna. Dómararnir
þrír voru allir sammála um niður-
stöðuna. Þrotabúið fékk áfrýjunar-
leyfi til Hæstaréttar. Þar féllust
fimm dómarar á kröfu þrotabúsins
á grundvelli 2. mgr. 131. gr. gjald-
þrotalaga, en þetta er önnur for-
senda dóms en kveðið var á um í
héraðsdómi. Dómararnir voru allir
sammála.
Er þetta ekki stórmerkilegt?
Dómararnir sem dæmdu í málinu
voru 11 talsins og skiptust á dóm-
stigunum þremur í tvo þriggja
manna hópa og einn fimm manna
hóp. Niðurstöður hópanna þriggja
urðu þrenns konar og voru þær
byggðar á mismunandi grundvelli
þar sem engir tveir voru eins. Samt
voru dómarar á dómstigunum
þremur ávallt sammála hinum dóm-
urunum í sama hópi, þó að þeir
væru greinilega ósammála hinum
tveimur hópunum, sem þó voru
hvor um sig sammála innbyrðis! Er
þetta ekki dæmalaus samstaða inn-
an hópanna?
Þetta dæmi segir mikla sögu um
vinnubrögð fjölskipaðra dóma á Ís-
landi. Sýnilega er aðferðafræðin
sem fyrrverandi forseti Hæsta-
réttar nefndi í Lögmannablaðinu
orðin ráðandi, svo glórulaus sem
hún er. Sjálfur tel ég marga ís-
lenska dómara vel hæfa lögfræð-
inga sem hafa sýnt sig gegnum árin
í að ástunda hlutlæg og vönduð
vinnubrögð. Svo er til dæmis um
nokkra sem gegna embættum í
Landsrétti. Nú er hins vegar svo
komið að þeir hafa, sýnist mér, vik-
ið vönduðum vinnubrögðum til hlið-
ar í þágu hóphyggjunnar. Eru ann-
irnar kannski orðnar svo miklar að
þeir hafi ekki lengur tíma til að
standa með sjálfum sér í dómsýsl-
unni? Spyr sá sem ekki veit.
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson »Hvernig má það vera
að sératkvæði eru
nú orðin nær óþekkt?
Þetta gildir bæði í
Landsrétti og Hæsta-
rétti. Menn eru nær
alltaf sammála. Samt
eru sakarefni málanna
oft afar flókin og mörg
álitaefni uppi.Jón Steinar Gunnlaugsson
Höfundur er fyrrverandi
dómari við Hæstarétt.
Alltaf sammála