Morgunblaðið - 01.12.2020, Síða 18

Morgunblaðið - 01.12.2020, Síða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2020 Hvað ætli það væri kallað ef „orkumaður“ í New York sendi stúlku til að sprengja gat á stífluna við vatn- ið í Central Park og hleypa úr því? Vatnið heitir Jacquline Ken- nedy Onassis Reservoir og er þar með uppistöðulón. Skemmdarverk, hryðjuverk? Hvað er að gerast í Elliðaárdal? Þetta kemur öllum borgarbúum við, já öllum Íslendingum. Þetta er höfuðborgin okkar, er það ekki? Eftir Þorvald S. Þorvaldsson Höfundur er arkitekt og ýmislegt fyrrverandi, þar á meðal skipulags- stjóri Reykjavíkur. thval@simnet.is Hleypt úr lóninu í Elliða- árdal Þorvaldur S. Þorvaldsson Ég ásamt félögum mínum í þingflokki Miðflokksins hef lagt fram á Alþingi breyt- ingartillögu við frum- varp barnamálaráð- herra um fæðingar- og foreldraorlof þess efnis að foreldrum verði tryggður sameiginlegur réttur til tólf mánaða fæðingarorlofs sem þeir geti skipt með sér á 24 mánaða tímabili. Þessi breytingartillaga er lögð fram með það að markmiði að hún henti best barni og foreldrum þess. Við lestur frumvarps barna- málaráðherra vakna ótal álitamál, til að mynda er sagt í kaflanum um til- efni og nauðsyn lagasetningarinnar að nú séu 20 ár liðin frá því að núver- andi lög um fæðingarorlof tóku gildi og því sé rétt að laga fæðingarorlofs- kerfið að þeirri miklu þróun sem hef- ur orðið í samfélaginu, þar á meðal í jafnréttismálum og stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Fæðingar- og for- eldraorlof er vissulega vinnumark- aðsúrræði en á sama tíma togast á sjónarmið foreldra um hvað hentar þeim best og barninu hverju sinni. Það er beinlínis ákveðið í þessu frum- varpi að skikka hvort foreldri til þess að taka sex mánuði innan knapps tímaramma en þeim sé leyfilegt að skipta einum mánuði á milli sín, það sagt vera til þess að koma til móts við aðstæður fjöl- skyldna. Það er erfitt að sjá hvernig þetta gagnast jafnrétti og sérstaklega hvernig þetta gagnast stöðu kynjanna á vinnumark- aði. Aðstæður foreldra eru mismunandi og hvað gerist ef annað foreldrið hefur ekki tök á að taka sína sex mánuði; falla þeir þá niður, fær barnið þá aðeins að njóta samvista annars foreldrisins? For- eldrar vilja vera með börnum sínum, það sem birtist í frumvarpi barna- málaráðherra mun ekki gera annað en skapa sektarkennd og jafnvel skömm hjá því foreldri sem ein- hverra hluta vegna getur ekki nýtt sér fæðingarorlofshlutann sem því er ætlað. Eðlilegast er að barnið fái þessa 12 mánuði sem foreldrar skipta á milli sín eins og hentar best miðað við aðstæður fjölskyldunnar. Þetta frumvarp sem er hér til umræðu mætti einnig taka betur tillit til að- stæðna þeirra foreldra sem búa hvort í sínum landshlutanum. Ekki er hug- að að aðstæðum foreldra sem ekki fá pláss fyrir barn sitt á leikskóla. Það er eins og þetta frumvarp miði aðeins að því að foreldri eða foreldrar eign- ist aðeins eitt barn og alls ekki annað barn eða það þriðja á lífsleiðinni. Það getur nefnilega vel verið að það henti foreldrum á einhverjum tímapunkti að skipta með sér orlofinu en svo þegar næsta barn fæðist henti það best að annað foreldrið taki allt orlof- ið og með því þriðja að þá verði skipt- ingin enn önnur. Eða með öðrum orðum: aðstæður eru mismunandi. Það er einnig undarlegt í frum- varpinu að tala um leikskóla sem dagvistun eins og gert er: „Lenging á rétti foreldra til fæðingarorlofs í tólf mánuði er liður í því að minnka það bil sem er á milli fæðingarorlofs- réttar foreldra og þangað til barni býðst dagvistun á leikskóla.“ Það er afar sérstakt að sjá þetta orðalag þar sem leikskólinn er skilgreindur sem fyrsta skólastigið og það starf sem þar fer fram á ekkert skylt við dag- vistun, það hefði mátt skilja þessa setningu í frumvarpi um fæðingar- og foreldraorlof fyrir 20 árum en ekki núna. Það verður heldur ekki lit- ið fram hjá því að í meiri hluta um- sagna komu fram ábendingar um mikilvægi þess að foreldrar hefðu meira svigrúm til að ákveða sjálfir hvernig skiptingu fæðingarorlofsins sín á milli væri háttað, það voru rúm- lega 250 umsagnir sem bárust í sam- ráðsgáttina, þar á meðal töluverður fjöldi umsagna frá konum. Geðvernd- arfélag Íslands sagði í umsögn sinni að með frumvarpi barnamálaráð- herra væri gengið lengra í ósveigjan- leika og þvingunarúrræðum en í eldra frumvarpi og að ekki hefði ver- ið samráð við fagfólk um þarfir ungra barna og fjölskyldna. Landlækn- isembættið sendi einnig inn umsögn sem sagði m.a. að aðrar Norður- landaþjóðir hefðu mun meiri sveigj- anleika í sínum fæðingar- og for- eldraorlofslögum en það sem boðað væri hér á landi með framlagningu þessa frumvarps. Það er mikilvægt að stjórnvöld geri allt sem þau geta til þess að for- eldrar geti nýtt það fæðingar- og for- eldraorlof sem um er að ræða, að stjórnvöld setji foreldra ekki í þá af- leitu stöðu að þurfa að velja og hafna. Treystum foreldrum Eftir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur » Treystum foreldrum og tryggjum sam- eiginlegan rétt þeirra til tólf mánaða fæðing- arorlofs sem þeir geti skipt með sér á 24 mán- aða tímabili. Anna Kolbrún Árnadóttir Höfundur er þingmaður Miðflokksins. annakolbrun@althingi.is Heimsmarkmiðin, markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fram til ársins 2030, voru kynnt til leiks árið 2015. Þau tóku við af þúsaldarmarkmið- unum sem snerust fyrst og fremst um þróun sk. „þróunarlanda“. Mark- visst er unnið að því að ná þeim. Ísland lætur sitt ekki eftir liggja og eru markmið og mælikvarðar rík- isfjármála tengd við heimsmarkmiðin. Eins ljóst og það ætti nú að vera hve mikilvægt var og er að nota góð ár til að búa í haginn fyrir þau sem síðri eru er mikilvægt að fara varlega með það sem safnast í sameiginlega sjóði. Í fjármálaáætlun eru 39 mælikvarð- ar um hagsæld og lífsgæði hátt skrif- aðir enda var þróun þeirra nefnd í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í júní 2018 samþykkti ríkisstjórnin 65 forgangsmarkmið af 169 undirmark- miðum heimsmarkmiðanna. Unnið hefur verið að margvíslegri stefnu- mótun ólíkra málefnasviða vegna ákvarðana ráðherra og ríkisstjórnar m.t.t. heimsmarkmiðanna. Það er stíl- brot að „stefnustjórnin“, ríkisstjórn sem mótar heildstæðar stefnur til framtíðar, taki ekki heimsmarkmið 2: ekkert hungur, 9: nýsköpun og upp- byggingu, 14: líf í vatni og 17: sam- vinnu um markmiðin með í mæli- kvarða um hagsæld og lífsgæði. Þannig mætti tengja vinnu að auknum lífsgæðum og hagsæld beint heildrænt við ákvarðanir um ráðstöfun sameig- inlegra fjármuna landsmanna á mik- ilvægum sviðum. Forgangsmarkmið um hagsæld og lífsgæði? Undirmarkmið 2.1 tekur til fæðu-, matvæla- og næringaröryggis, þátta sem skipta máli fyrir líf og lífsgæði landsmanna, og er í forgangi í alþjóða- samstarfi. Undirmarkmið 9.1 fjallar um þróun innviða til að styðja við efna- hagsþróun og velmegun með áherslu á jafnt aðgengi fyrir alla. Undirmarkmið 9.5 fjallar um eflingu vísindarann- sókna, að ýtt verði undir nýsköpun og fjölgun starfa í rann- sóknum og þróun, m.a. með aðkomu einka- framtaks. Auk mæli- kvarða 9.C er fjallar um aukið aðgengi að upplýs- inga- og fjarskiptatækni og þá sérstaklega fyrir almenning í þróunar- löndum og er í forgangi innanlands. Innanlands er vinna gegn súrnun sjávar, undirmarkmið 14.3, for- gangsmarkmið um líf í vatni. Í alþjóðasamstarfi er horft til 14.1; að draga úr og koma í veg fyrir hvers kyns mengun sjávar eigi síðar en árið 2025, 14.7; að smá ey- ríki sem eru þróunarlönd hafi hlotið efnahagslegan ávinning af sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda eigi síðar en árið 2030 og 14.C; um verndun og efl- ingu sjálfbærrar nýtingar hafsins og auðlinda þess með framfylgni alþjóða- laga sbr. slík ákvæði í hafréttarsamn- ingi Sameinuðu þjóðanna. Þá átti að ganga vel um vistkerfi sjávar; 14.2, hvort tveggja innanlands og í alþjóða- samstarfi, eigi síðar en árið 2020. Undirmarkmið 17.17 um skilvirk samstarfsverkefni með útsjónarsemi hjá hinu opinbera, milli opinberra aðila og einkaframtaks og meðal borgar- anna byggt á reynslu fyrri samstarfs- verkefna, er forgangsverkefni innan- lands. Önnur forgangsmarkmið þessa heimsmarkmiðs eiga við um alþjóða- samstarf. Hagsæld og lífsgæði í fjármálaáætlun Auk 34 mælikvarða með 44 teng- ingar við 29 undirmarkmið heims- markmiðanna, 17 þeirra eru forgangs- markmið, voru valdir fimm mælikvarðar sem tengjast tilgangi markmiðanna. Fjögur heimsmarkmið eru ekki tengd við þessa mælikvarða. Í fjármálaáætlun eru flestum mála- flokkum sett skýr markmið með skil- greindum mælikvörðum. 174 markmið málaflokka fjármálaáætlunar eru tengd heimsmarkmiðunum og tölu- verðar tengingar eru í fjármálaáætlun við heimsmarkmið 2, 9, 14 og 17, þá skýtur skökku við að hafa ekki tekið þessi fjögur heimsmarkmið með í hag- sældarreikninginn í ljósi tengslanna. Í fjármálaáætluninni tengjast: Utanríkisþjónusta og stjórnsýsla utanríkismála, stjórnun landbúnaðar- mála, stjórnsýsla fiskveiða og fiskeldis auk rannsókna, þróunar og nýsköpun- ar í sjávarútvegi og eldi við heims- markmið 2. Nýsköpun, samkeppni og þekking- argreinar, utanríkisþjónusta og stjórnsýsla utanríkismála, byggðamál, sýslumenn, samgöngur, fjarskipti, netöryggi og póstmál, stjórnun land- búnaðarmála og málefni fatlaðs fólks stefna að heimsmarkmiði 9. Landhelgi, utanríkisþjónusta og stjórnsýsla utanríkismála, stjórnsýsla fiskveiða og fiskeldis og rannsóknir, þróun og nýsköpun í sjávarútvegi og fiskeldi tengjast heimsmarkmiði 14. Hvorki er vísað til mælikvarða 14.C né forgangsmarkmiðs 14.3 í fjármála- áætlun. Hins vegar er vísað til mæli- kvarða 14.B um aðgang að sjávarauð- lindum og mörkuðum. Forsætisráðuneyti, utanríkisþjón- usta og stjórnsýsla utanríkismála, samningsbundin framlög vegna fjöl- þjóðasamstarfs, skattar og innheimta og sjúkraflutningar eru tengd heims- markmiði 17. Þá er 17.1 undirmarkmið um styrkingu úrræða heimamanna til að bæta skattkerfi og aðra tekjuöflun, m.a. með alþjóðlegum stuðningi við þróunarlönd, hluti markmiðssetningar skatta og innheimtu. Vonandi er enn hægt að íhuga út- víkkun á umræddum mælikvörðum hagsældar og lífsgæða. Þar sem heimsmarkmiðin fjalla um sjálfbæra þróun má kannski segja að öll ríki ver- aldar sem vinna að framgangi þeirra séu þróunarlönd, sjálfbær þróunar- lönd, við erum að þróa okkur í sjálf- bærni. Eftir Arnljót Bjarka Bergsson »Það er stílbrot að taka ekki heimsmarkmið um ekkert hungur, ný- sköpun, líf í vatni og samvinnu með sem mælikvarða varðandi hagsæld og lífsgæði. Arnljótur Bjarki Bergsson Höfundur er sjávarútvegsfræðingur. Hagsæld og lífsgæði til ársins 2030 Mér finnst nauð- synlegt að kynna þjóðinni hversu miklu fjárhagslegu tjóni veiran hefur valdið henni, því hér virðist vera um mörg hundr- uð milljarða að ræða og fast að þrjátíu mannslíf. Þótt alþing- ismenn og atvinnu- rekendur meti ekki líf aldraðra mjög hátt hefur ekki enn verið gefið út aflífunarleyfi á þá. Að vísu hefur komið fram spurn- ing lækna um það hversu miklu megi eyða í að halda við heilsu þeirra sem komnir eru yfir 80 ár- in. Ef ferðaþjónustan fer aftur á fulla ferð og veiran aftur á flug á að gera ferðaþjónustuna ábyrga fyrir þeim skaða sem hún veldur. Það er ekki hægt að leyfa atvinnu- grein að valda þjóðfélaginu ómældum skaða endalaust og al- menningi heilsutjóni og dauða. Það er ljóst að þótt lyf fáist við þessari veiru sem nú er í gangi eiga eftir að koma fleiri afbrigði af alvarlegum sýkingum er ferða- mannastraumurinn fer aftur á fullt og geta verið óteljandi. Hver næsti meinvaldur verður og hvað- an hann kemur er ekki hægt að segja til um. Verði hann jafn skað- legur og sá sem nú gengur yfir mun eitthvað bresta. Það er al- rangt að við þurfum að koma ferðaþjónustunni á fullt aftur til að bjarga efnahag þjóðfélagsins. Það yrði eingöngu til að ausa fé í þá valdasjúku og svo til innflutn- ings á annarra þjóða verkamönn- um, sem veldur skaðlegri ofþenslu í þjóðfélaginu. Við eigum ekki að bjarga atvinnuleysi annarra þjóða. Áður en við settum ferðaþjón- ustuna í gang var þjóðin vel stæð og lifði góðu lífi. Ferðaþjónustan er fyrir ákveðna forgangshópa sem hugsa fyrst og fremst um eig- in hag og vilja græða á kostnað þjóðfélagsins og komast upp með það. Atvinnurekstur þjóðfélagsins þarf að byggjast á vinnuframlagi þjóðarinnar því þegar illa árar stendur öll þjóðin að baki erf- iðleikunum. Þegar há prósenta innfluttra starfsmanna stendur undir þjónustugreinum í landinu og starfsemin leggst að mestu niður eru þessir erlendu starfs- menn ekki ábyrgir fyrir tjóni þjóðfélags- ins heldur fara flestir til síns heima og yf- irþenslan lendir ein- göngu á hinni fá- mennu íslensku þjóð. Þetta þýðir raunveru- lega að ferðaþjón- ustan, eins og hún er rekin, veldur þjóð- félagslegum efnahags- skaða, heilsufarsskaða og lífstjóni. Þetta er óviðunandi ástand. Í flestum tilvikum væri svona skaðleg atvinnustarfsemi stöðvuð hið snarasta. Þar sem forsætisráð- herra og Alþingi kappkosta að við- halda innflutningi á hinni skaðlegu og lífshættulegu veiru virðast nokkuð sterkar líkur á því að Al- þingi sé stjórnað af þeim sterku aðilum sem hafa sérstakan hag af því að halda ferðamanna- straumnum gangandi, hvað sem það kostar. Kannski veldur þetta stjórnsýsluástand því að við get- um ekki staðfest nýja stjórn- arskrá. Loftslagsmálið þvælist einnig fyrir okkur. Stjórnvöld vilja gera vel en fara öfuga leið. Þeir vilja stækka flugflotann og auka um- ferð erlendra flugfélaga, þrátt fyr- ir að flugumferð sé hinn mesti mengunarvaldur. Þar ofan á er hinni fámennu íslensku þjóð að fækka mjög hratt. Kemur þar til að fæðingarprósentan er mjög lág og verulegur innflutningur er- lendra aðila. Svona örþjóð er auð- velt fyrir milljónasamfélög að út- rýma. 1944 voru Íslendingar stoltir af því að vera sjálfstæð þjóð. Nú glápa menn á hinn bláa bjarma fjarlægðarinnar. Heimsveiran Eftir Guðvarð Jónsson Guðvarður Jónsson » Atvinnurekstur þjóð- félagsins þarf að byggjast á vinnufram- lagi þjóðarinnar því þegar illa árar stendur öll þjóðin að baki erf- iðleikunum. Höfundur er eldri borgari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.