Morgunblaðið - 01.12.2020, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 01.12.2020, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2020 ✝ VilhjálmurÞórhallsson fæddist á Seyð- isfirði 14. júní 1931. Hann lést 15. nóvember 2020 á hjúkrunarheim- ilinu Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ. Faðir hans var Þórhallur Vil- hjálmsson, f. á Há- nefsstöðum við Seyðisfjörð f. 25. júlí 1899, d. 15. janúar 1961. Móðir Vilhjálms var Sig- ríður Jónsdóttir, f. á Breiða- vaði í Hjaltastaðaþinghá 13. september 1895, d. 7. júlí 1970. Vilhjálmur kvæntist Sigríði Guðmannsdóttur 22. júlí 1960, f. í Keflavík 6. febrúar 1932, d. 16. maí 2014. Börn þeirra: 1) Þórhallur, f. í Keflavík 19. nóvember 1961. 2) Guðrún, f. í Keflavík 2. mars hallur, f. 2012, og Guðmundur, f. 2017. Sambýlismaður Elínar er Aðalsteinn Ragnar Bene- diktsson, f. í Reykjavík 1984. Börn Guðrúnar og Sveins Núma eru Sigríður, f. í Kefla- vík 1991, og Marsibil, f. í Keflavík 1993. Sambýlismaður Sigríðar er Óli Þór Arnarson, f. á Akureyri 1991. Dóttir þeirra er Karen Lilja, f. 6. febrúar 2019. Sambýliskona Marsibilar er Kristín Péturs- dóttir, f. 1997 í Kópavogi. Dóttir Ólafíu og Ásgeirs er Sara Rós, f. í Keflavík 2004. Börn Ólafíu Sigríðar og Nat- hans eru Ari Edward, f. í Bandaríkjunum 2010, og Óðinn Einar, f. í Bandaríkjunum 2012. Vilhjálmur var yngstur fjög- urra systkina. Elstur var Birg- ir, f. 1925, d. 8. febrúar 2017. Næstelstur var Bragi, f. 1927, d. 1948, sem lést úr berklum. Guðbjörg var næstyngst, f. 1929, d. 2015. Vilhjálmur lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1953 og embættis- prófi í lögfræði frá Háskóla Ís- lands 1960. Hann öðlaðist mál- flutningsréttindi fyrir héraðsdómi 1961 og fyrir Hæstarétti 1965. Hann starfaði allan starfsferil sinn sem lög- maður á Suðurnesjum. Fyrst á skrifstofu sinni í Keflavík frá 1960. Um skeið starfaði hann sem bæjarlögmaður Keflavíkur og síðustu starfsár sín á lög- fræðiskrifstofu Suðurnesja. Vilhjálmur var virkur í félags- og trúnaðarstörfum. Hann var m.a. formaður Skákfélags Keflavíkur 1957 og sama ár formaður félags ungra jafnaðarmanna. Formaður stjórnar Sjúkrasamlags Kefla- víkur 1968-1981. Hann var einn stofnfélaga Oddfellow- reglunnar Njarðar 1976. Fé- lagi í Lionsklúbbi Keflavíkur 1963-1979 (formaður 1970) og félagi í Málfundarfélaginu Faxa í Keflavík frá 1987-1993. Vilhjálmur verður jarðsung- inn frá Keflavíkurkirkju í dag, 1. desember, klukkan 13. At- höfninni verður streymt á: https://www.facebook.com/ groups/utforvilhjalms Virkan hlekk á streymi má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat 1964. 3) Ólafía Sigríður, f. í Keflavík 13. nóv- ember 1977. Eig- inkona Þórhalls er Sólveig Bjarna- dóttir f. á Akur- eyri 21. febrúar 1961. Eiginmaður Guðrúnar var Sveinn Númi Vil- hjálmsson, þau slitu samvistir 1999. Eiginmaður Ólafíu Sig- ríðar af fyrra hjónabandi er Ásgeir Freyr Guðmundsson, f. í Bandaríkjunum 1975. Seinni eiginmaður Ólafíu Sigríðar er Nathan Balo, f. í Bandaríkj- unum 1980. Börn Þórhalls og Sólveigar eru Vilhjálmur Reyr, f. á Akureyri 1982, og Elín, f. í Reykjavík 1984. Eig- inkona Vilhjálms Reyrs er Berglind Guðmundsdóttir, f. 1983, og þeirra synir eru Þór- Þegar ég hugsa um föður- bróður minn, Vilhjálm Þór- hallsson hæstaréttarlögmann, sem nú er nýlátinn, finnst mér sem hann muni verða mér lengi minnisstæður af ýmsum ástæðum, en ekki síst vegna sterkrar nærveru sem hann hafði og sem var óvenjuleg að því leyti að hún helgaðist ekki aðeins af þeim mörgu gáfum sem hann var gæddur og miðl- aði til samferðamanna heldur einnig og ekki síður af því hvernig hann hlustaði. Sagt er að hann hafi stundum verið annars hugar og djúpt sokkinn í sína þanka, en mín reynsla er sú að í samræðum hafi hann hlustað af mjög einbeittri at- hygli á viðmælanda sinn. E.t.v. var þessi eiginleiki honum í blóð borinn en gæti líka hafa eflst í þeirri þjálfun hugans sem lögmennskan krefst. At- hygli hans virtist hvorki vera óvirk né hlutlaus, heldur var eins og hann hlustaði og væri jafn harðan að vega og meta hugmyndirnar sem reifaðar voru líkt og þegar sótt er og varið í réttarsal. Hann spurði mig stundum um eitthvað sem ég þóttist vita að hann kynni fyrir fram svar við, en þá var það líklegast til að gefa mér tækifæri til að skýra mál mitt betur en í fyrstu tilraun svo að sannleikurinn yrði á endanum ljósari en áður. Ég hef fyrir satt að í störfum sínum sem lögmaður hafi hann átt auðvelt með að samsama sig málstað skjólstæðinga sinna þegar hann taldi sig að athuguðu máli vita hið sanna um málavexti og hafi þá átt auðvelt með að fylgja málum eftir. Það mætti segja mér að eiginleikar af þessu tagi séu ómetanlegir í fari lög- manns, að vilja athuga allar hliðar máls, en hafa jafnframt eðlislæga löngun til að leiða sannleikann í ljós. Ég minnist orða sem hann lét einu sinni falla í mín eyru: „Veistu, frændi, ég hef eiginlega bara haft eitt prinsipp í minni lög- mennsku og það er þetta: að segja umbjóðendum mínum sannleikann um stöðu mála, undanbragðalaust, – og veistu: þetta hefur gefist mér mjög vel.“ Og öðru sinni heyrði ég hann segja að hann reyndi yf- irleitt að kanna til þrautar hvort hægt væri að sætta máls- aðila fremur en leita til dóm- stóla. Þetta hygg ég að lýsi frænda mínum vel. Hann var velviljaður að eðlisfari og frið- arins maður, en jafnframt rétt- sýnn, heiðarlegur og hrein- skiptinn. Ekki spillti fyrir hve stutt var í brosið sem lýsti hlý- hug og góðu hjartalagi, og hlát- ur hans var smitandi og gleym- ist seint. Blessuð sé minning Vilhjálms Þórhallssonar. Snorri Sigfús Birgisson. Vilhjálmur Þórhallsson ✝ Rafn Þor-valdsson fædd- ist 15. september árið 1957 á Akra- nesi. Hann lést 19. nóvember 2020 á líknardeild Land- spítalans. Foreldrar Rafns eru Þorvaldur Loftsson (11. júní 1933, Vík) og Svanfríður Valdi- marsdóttir (21. mars 1934, Akranesi) og eru þau búsett á Akranesi. Rafn var í hópi átta systkina en tvíburabróðir hans lést skömmu eftir fæðingu. Eftirlifandi systkini Rafns eru þau Valdimar Þorvaldsson (1954), Erla Lind Þorvalds- dóttir (1956), Hildur Þorvalds- dóttir (1959), Þorvaldur Svan- ur Þorvaldsson (1960), Fjóla Þorvaldsdóttir (1961) og Atli eiga þau börnin Mikael Rafn Jónsson (2010), Helgu Birnu Jónsdóttir (2011) og Elmu Kristínu Jónsdóttur (2015). Dag Hákon Rafnsson (27. ágúst 1985) en sambýliskona hans er Eygló Valdimarsdóttir og saman eiga þau Kolbein Yl Dagsson (2020). Friðrikku Ár- nýju Rafnsdóttur (29. júní 1987) en sambýlismaður henn- ar er Matthías Matthíasson og saman eiga þau börnin Myrru Hólm Matthíasdóttur (2013), Aron Erni Gunnarsson (2015) og óskírða Matthíasdóttur (2020). Heiðrúnu Örnu Rafns- dóttur (3. nóvember 1993). Í apríl 2004 kvæntist hann Ásdísi Ásgeirsdóttir (14. sept- ember 1963), leiðir þeirra skildi árið 2012. Bjuggu þau saman ásamt börnunum Ernu Sólrúnu Haraldsdóttur (2. júlí 1992) og Andra Viðari Har- aldssyni (2. júlí 1992). Eftirlifandi sambýliskona Rafns er Björk Gunnarsdóttir (30. sept 1952). Börn Bjarkar eru Dagrún Matthíasdóttir (18. september 1971), Guðný Matthíasdóttir (24. mars 1973), Steinunn Matthíasdóttir (2. febrúar 1976) og Gunnar Júl Matthíasson (7. desember 1977). Rafn ólst upp á Akranesi, í Vík við Steingrímsfjörð og Hveravík. Miðbiki ævinnar varði hann á Vestfjörðum, að- allega á Þingeyri við Dýra- fjörð. Hann varði árunum 1997 til andláts á höfuðborg- arsvæðinu og einhverjum hluta erlendis á Gran Canaria. Hugur Rafns beygðist snemma að sjómennsku sem varð hans ævistarf eða fram að árinu 2002. Útför hans fer fram í Graf- arvogskirkju 1. desember 2020 kl. 13 að viðstöddum nánustu aðstandendum og verður streymt á slóðinnihttps:// www.promynd.is/rafn Virkan hlekk á slóð má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Þorvaldsson (1963). Um tíma bjó hann með Elínu Kristínu Helga- dóttir og áttu þau saman soninn Þor- vald Sveinsson (29. júlí 1979), maki hans er Alr- ún Ýr Stein- arsdóttir. Börn þeirra eru Elías Ingi Þorvaldsson (2005), Helgi Snær Þorvaldsson (2007), Arn- ar Freyr Þorvaldsson (2009) og Lilja Rakel Þorvaldsdóttir (2013). Hann kvæntist Kristínu Auði Elíasdóttur 4. ágúst árið 1984 en leiðir þeirra skildu 1996. Saman áttu þau börnin Hrafnhildi Ýri Rafnsdóttur (19. júní 1984) sem gift er Jóni Ólafi Gunnarssyni og saman Rabbi kom inn í líf okkar systkina þegar við vorum að vinna úr sorg eftir föðurmissi. Nú hefur hann kvatt okkur allt- of fljótt og í hjörtum okkar rík- ir aftur sorg. Þau eru ófá skipt- in sem við systkinin höfum mismælt okkur og sagt pabbi og mamma í stað Rabbi og mamma, enda er okkur hið fyrra tamt í þessu samhengi og svo rímar þetta svo skemmti- lega saman. En þótt það komi vissulega enginn fullorðnu börnunum hennar Bjarkar í föðurstað fyllti Rabbi upp í stórt skarð og varð einn af fjöl- skyldunni. Þannig varðveitum við minningu um góðan mann. Rabbi fékk stóran titil innan fjölskyldunnar þegar fyrsta langömmubarnið fæddist mömmu. Honum þótti vænt um að fá titilinn langafi og eiga það hlutverk í lífi barns, jafnframt því að mynda fjölskyldutengsl við barnabörn og börn sam- býliskonu sinnar. Í hjörtum okkar ríkir mikið þakklæti fyrir þann velvilja og hlýhug sem Rabbi bar til okkar allra. Rabbi og mamma tóku eitt barna- barnið í fóstur í vetur svo hægt væri að stunda nám á höfuð- borgarsvæðinu og það fór vel um ungan framhaldsskólanema á heimili ömmu og Rabba. Ævintýrið á Kanarí var þeim Rabba og mömmu gott en þar leigðu þau sér íbúð og nutu vetrardvalar í sólarlandinu þar sem hlýtt loftslag hafði einnig jákvæð áhrif á líkamlega líðan þeirra beggja. Ætlunin var að halda Kanaríeyjaævintýrinu áfram í vetur eftir sumardvöl á Íslandi en til að byrja með var það ástand Covid-heimsfarald- urs sem frestaði þeirri ferð. Eftir á að hyggja erum við þakklát fyrir að Rabbi og mamma voru heima á Íslandi þegar áfallið kom og alvarleg veikindi Rabba tóku völdin. Veikindin voru stutt og tók fljótt af. Rabbi, þessi dásamlegi hvatvísi dugnaðarforkur, sýndi einstaklega mikið æðruleysi og tók því sem komið var. Hans ósk var að verja sínum sein- ustu dögum með konu sinni og kveðja þetta líf í hennar örm- um, sem Guð gaf. Og þakklátur var hann fyrir heimsóknir barna sinna og kveðju frá dótt- ur sinni í Danmörku sem einn- ig var væntanleg til landsins þegar kveðjustundina bar að. Við sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til mömmu, barna og barnabarna Rabba, tengdabarna, foreldra, systkina og vina. Guð blessi minningu Rafns Þorvaldssonar. Bjarkarbörnin, Dagrún Matthíasdóttir, Guðný Matthíasdóttir, Steinunn Matthíasdóttir og Gunnar Júl Matthíasson. Rabbi minn! Nú ert þú kom- inn heim, stendur í blóma- brekkunni og bíður eftir gömlu kerlingunni tengdamóður þinni, þú þurftir að yfirgefa mína fjölskyldu allt of fljótt. Það fannst mér leiðinlegt, ég gat ekki aðhafst neitt í því sambandi, nema það eitt sem ég sagði þér alltaf, þú hættir aldrei að vera tengdasonur minn. Þegar þú kvaddir mig fyrir nokkrum árum sagðist þú vilja biðja mig bónar, ég sagði ég skal verða við henni ef ég get. Bónin er sú að ef þú ferð á undan mér, viltu þá taka á móti mér þegar ég kem, auðvitað jánkaði ég því skilyrði að ef þú færir á undan kerlingunni tæk- ir þú á móti mér. Við hand- söluðum þetta og þú varst sæll og ánægður þegar þú lokaðir dyrunum. Ekki höfum við haft mikil samskipti á síðustu árum, ég hef þó alltaf haft fréttir af fyrrverandi tengdasyni, þú varst og ert alltaf besti tengda- sonur minn að hinum ólöstuð- um. Þú vildir allt fyrir mig gera eftir að tengdapabbi þinn dó, þegar þú varst í landi. Þið, þú og synir mínir, voruð svo mörg ár á togaranum Framnesi ÍS 708. Voruð þið góðir vinir alla tíð og ég er viss um að þeir bera þér góða sögu alla þá tíð, samanber það þegar þegar þið voruð nærri búnir að missa Hrólf, minn yngsta son, í sjó- inn, hann fór út með trollinu og þegar þið voruð að ná honum inn þá varðst þú til þess að ná í höndina á honum og hann ánægður að sjá þig og sagði við þig „hvað segir kall?“ Nú vona ég að þú sért laus við allar þjáningar, það er nú meira en von, það er vissa og að þér líði vel í blómabrekku framhalds- lífsins. Rabbi minn, bestu þakk- ir fyrir allt og allt. Ég mun allt- af hugsa hlýlega til þín Rabbi minn. Far þú í friði að framandi strönd. Og finnur ferskan í liði framrétta hönd. (ksv) Kristjana Sigríður Vagnsdóttir. Rafn Þorvaldsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERNA PETREA ÞÓRARINSDÓTTIR, Hábergi 30, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 23. nóvember. Útför fer fram 1. desember klukkan 15. að viðstöddum nánustu aðstandendum. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Aðstandendur vilja þakka starfsfólks Hrafnistu og öðru heilbrigðisstarfsfólki fyrir góða umönnun. Bjarney Ólsen Richardsd. Gunnar Vagn Aðalsteinsson Petrea Ólsen Richardsdóttir Þorsteinn Benediktsson Ágústa Ólsen Richardsdóttir Hjörtur Jónasson Arnar Ólsen Richardsson barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur Ástkær eiginkona mín, stjúpmóðir, dóttir og systir, LILJA DÓRA KOLBEINSDÓTTIR, Hverfisgötu 72, lést 26. nóvember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 4. desember. Vegna aðstæðna verða einungis nánasta fjölskylda og vinir viðstödd. Athöfnin verður í streymi á www.mbl.is/andlat. Þeim sem viljast minnast Lilju Dóru er bent á UN Women Íslandi. Aðstandendur vilja þakka starfsfólki kvenlækningadeildar og líknardeildar Landspítalans fyrir hlýja og góða umönnun. Nelson Vaz da Silva Arndís Amina Vaz da Silva Sjöfn Gunnarsdóttir Gunnar Kolbeinsson Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA STEINUNN GÍSLADÓTTIR frá Skáleyjum, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Seljakirkju fimmtudaginn 3. desember klukkan 13 að viðstöddum nánustu ættingjum. Athöfninni verður streymt frá vef Seljakirkju, seljakirkja.is. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Flateyjarkirkju, reikningur 0309 - 26 - 012652, kt. 550169-5179. Leifur Kr. Jóhannesson Jóhanna Rún Leifsdóttir Kristján Á. Bjartmars Sigurborg Leifsdóttir Hörður Karlsson Heiðrún Leifsdóttir Lárentsínus Ágústsson Eysteinn Leifsson Guðleif B. Leifsdóttir Jófríður Leifsdóttir Ingimundur Jónsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.