Morgunblaðið - 01.12.2020, Síða 21

Morgunblaðið - 01.12.2020, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2020 Það er með mikl- um trega og sorg sem við á Orku- stofnun sjáum svo skyndilega á bak starfsmanni og samstarfsmanni okkar í næstum fjóra áratugi. Jón kom til starfa á Orkustofnun að loknu meistaranámi i rafmagns- verkfræði frá bandarískum há- skóla 1980. Hann starfaði hjá stofnuninni um sex ára skeið og var deildarstjóri orkubúskapar- deildar OS. Í samdrætti og skipu- lagsbreytingum þess áratugar varð að samkomulagi að hann haslaði sér völl sem sjálfstæður ráðgjafi utan stofnunar en sinnti áfram mikilvægum verkefnum við að þróa og nýta spálíkön fyrir íslenska orkukerfið. Hann hefur alla tíð síðan sinnt því verkefni af miklum metnaði og unnið þétt með orkuspárnefnd, sem er sam- starfsvettvangur stofnana og fyr- irtækja sem hafa skyldum að gegna á þessu sviði. Vandaðar orkuspár eru grundvöllur að áætlanagerð og fjárfestingum í orkuvinnslu og orkuflutningi, þær eru mikilvægt tæki til þess að meta nauðsyn gjaldskrárhækk- ana fyrir flutning og dreifingu raforku og á okkar tímum hefur mikilvægi þeirra aukist enn, en Jón Vilhjálmsson ✝ Jón Vilhjálms-son fæddist 5. maí 1955. Hann lést 13. nóvember 2020. Útför Jóns fór fram 23. nóvember 2020. því miður einnig flækjustig, við að meta og fylgja eftir áætlunum um orku- skipti og minnkandi losun koltvísýrings. Jón var gjörsamlega óþreytandi við að kryfja nýjar breytur eins og t.d. sparper- ur og orkuskipti í samgöngum sem hefðu áhrif á orku- notkun og finna þeim stað og vigt í spálíkaninu. Við sem komum að þessu með honum áttum stundum erfitt með að fylgja honum eftir en hann var beinlínis natinn við að skapa umræður og fá fram sjón- armið sem flestra vegna þess að þróun orkumála er ekki meitluð í stein heldur stjórnast að hluta af væntingum og viðhorfum í sam- félaginu. Við á Orkustofnun og hjá orku- spárnefnd sendum hugheilar samúðarkveðjur til eiginkonu, fjölskyldu og samstarfsmanna Jóns. Við munum reyna að við- halda því góða verki og úthugs- aðri aðferðafræði sem hann skilur eftir sig, og sem á eftir að nýtast með ýmsum hætti í glímunni við loftslagsvandann. Guðni A. Jóhannesson. Kveðja frá Verkfræðinga- félagi Íslands Jón Vilhjálmsson rafmagns- verkfræðingur lauk prófi í raf- magnsverkfræði frá Háskóla Ís- lands 1979 og meistaraprófi frá tækniháskólanum í Atlanta í Bandaríkjunum 1980. Að námi loknu starfaði Jón hjá Orkustofn- un á árunum 1980-1986, lengst af sem deildarstjóri orkubúskapar- deildar. Hann stofnaði verkfræði- stofuna Afl árið 1987 ásamt öðr- um. Það var einmitt árið sem ég kom sjálf heim að loknu fram- haldsnámi í raforkuverkfræði og leiðir okkar lágu fljótlega saman vegna verkefna sem við unnum að fyrir sömu aðila. Á árinu 2008 sameinaðist Afl þremur öðrum fyrirtækjum undir merkjum Eflu verkfræðistofu, sem í dag er ein stærsta verk- fræðistofa landsins. Þar stýrði Jón orkusviði frá 2010 fram á þetta ár og sat í stjórn fyrirtækis- ins um skeið. Jón átti afar farsæl- an feril innan verkfræðinnar og eftir hann liggur fjöldi greina og skýrslna um orkumál og orku- stefnu hér á landi. Jón var dyggur liðsmaður Verkfræðingafélags Íslands og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Hann sat í mennta- málanefnd VFÍ á árunum 1983- 1990, þar af sem formaður um tveggja ára skeið, og kom síðan aftur í menntamálanefndina 1996- 1999. Jón vann ötullega að eflingu endurmenntunar og símenntunar verkfræðinga og tæknifræðinga og var lengi formaður nefndar um þau mál. Jón var í matsnefnd Há- skóla Íslands um nám í verkfræði 1986-1987 og var um langt skeið formaður námsmatsnefndar Evr- ópusamtaka verkfræðinga og tæknifræðinga, FEANI, á Ís- landi. Jón hafði skilning á mikil- vægi VFÍ við að standa vörð um gæði náms í verkfræði og starfs- heitið og var tilbúinn að leggja sitt af mörkum. Það var gott að leita til Jóns um ýmis fagleg mál- efni. Hann var fyrirlesari á fund- um og ráðstefnum hjá félaginu og veitti meðal annars ráðgjöf við umsögn félagsins um fyrsta áfanga orkustefnu stjórnvalda á árinu 2018. Verkfræðingafélag Íslands er stærsta og öflugasta félaga tæknimenntaðra á Íslandi. En styrkur félagsins er ekki einvörð- ungu metinn út frá fjölda fé- lagsmanna. Hann felst ekki síst í því að góðir og traustir fræði- menn eru tilbúnir að leggja félag- inu lið og vilja hag þess sem mest- an. Fyrir það viljum við þakka Jóni Vilhjálmssyni. Á persónulegri nótum langar mig að geta þess að leiðir okkar Jóns lágu margoft saman, í at- vinnulífinu, vegna raforkumála og innan VFÍ. Samskipti okkar voru alla tíð afar ánægjuleg og traust. Hugurinn reikar til Parísar árið 2014 þar sem við sóttum bæði ráðstefnu CIGRE, alþjóðaráðs um stór raforkukerfi, og áttum ánægjulega daga saman ásamt stjórnendum Landsnets. Ég á fal- lega mynd af okkur öllum saman þar sem við stöndum brosandi úti á götu í París. Jóhönnu Rósu, eig- inkonu Jóns, vantar því miður á myndina því hún tók hana. Á þessa mynd horfi ég nú, þegar þessi minningarorð eru rituð. Við minnumst Jóns með hlýju og vottum Jóhönnu Rósu og fjöl- skyldu þeirra Jóns innilega sam- úð. F.h. Verkfræðingafélags Ís- lands, Svana Helen Björnsdóttir, formaður. Nú ertu farin, æskuvinkonan góða, yfir móðuna miklu. Við kynntumst fyrst í alvöru í Gagnfræðaskólanum í Eyj- um og síðan á vinnustað okkar hjá Pósti og síma. Hinum megin við götuna var Höllin þar sem við brugðum okkur í bíó og á böll. Lífið var fjörugt hjá okkur á veturna þegar allt fylltist af vertíðarfólki en fjaraði síðan út, því að á sumrin fóru flestir karlmenn á síld og eftir urðu nokkrir karlar og konur og börn. Það var ákaflega rólegt fram að Þjóðhátíð. Sumarið 1956 fórum við, Inga, Viggý og undirrituð, þá 17 ára gamlar í sumarfrí. Við sigldum með Heklunni til Þórshafnar, Bergen, Kristiansand, Gautaborg- ar, Kaupmannahafnar og heim aft- ur. Þetta var á tímum haftanna og erfitt að verða sér úti um gjaldeyri til lystitúra, en ferðalagið var skemmtilegt og tók um þrjár vikur. Ég á enn þá bréf frá þér þar sem þú skrifar mér um fæðingu Jón- asar og dauð föður þíns. Ég komst við þegar ég las aftur þessi gömlu bréf, eftir að þú fórst. Þið Gísli óluð upp börnin ykkar bæði hér á landi og erlendis. Þú sýndir bæði dug og dáð þegar þú þurftir oft að ferðast ein með hóp- inn á eftir Gísla sem var að vinna á vegum FAO. Um áramótin 1988-89 heimsóttum við Sigurður ykkur á eyjuna Dómeníku sem er í Karíba- hafinu. Þið Gísli og barnahópurinn fóru í siglingu og létuð okkur eftir húsið ykkar. Við könnuðum eyjuna Viktoría Karlsdóttir ✝ Viktoría Karls-dóttir fæddist 6. nóvember 1939. Hún lést 31. októ- ber 2020. Viktoría var jarðsungin 30. nóv- ember 2020. og komumst að því að í gluggum voru engar rúður, margir sam- einuðumst um vatns- krana, einn ljósastaur í hverfinu ykkar, hjá landbúnaðarráðherr- anum, engin bryggja, ekkert frystihús. Karlarnir drógu fyrir og konurnar komu niður í fjöru með pottana sína og fengu fisk. Konurnar skoluðu þvottinn sinn í ánni og vildu ekki láta taka af sér myndir. Þegar fjölskyldan kom til baka fórum við með Gísla til að ná í hum- ar sem vinur hans var búinn að kló- festa. Humarinn var geymdur í poka sem bundinn var við staur sem rekinn var niður í fjöruborð- inu. Fellibyljir höfðu lagt heilu ban- anahlíðarnar í rúst. Við fórum í sjö tíma gönguferð, ásamt Viktoríu yngri, að skoða eldfjallagíg á kafi í regnskógi, þar sem í bullaði og sauð vatn, Boiling lake. Þessi gígur er annar stærsti af þessu tagi í veröld- inni. Sá stærsti er á Nýja-Sjálandi. Minjar frá komu Kristófers Kól- umbusar til eyjarinnar voru byssu- kúlur til þess fallnar að eyðileggja segl á óvinaskútum, voru þarna í stórum bingjum í gömlu virki. Það var sólskin á hverjum degi og hitinn við 30 gráður og það rigndi nokkr- um sinnum á dag. Þökk fyrir að við fengum að skoða Dómeníku. Við gömlu vinkonurnar hittumst sumarið 2019, til að minnast þess að undirrituð hafði orðið áttræð á árinu, drukkum saman kaffi og rifj- uðum upp ýmislegt. Þú gafst okkur gjafir sem við þáðum með þökkum. Ég minnist þín Viggý mín og glaða hlátursins sem var svo einkennandi fyrir þig. Þakka þér samfylgdina. Ég votta öllum ástvinum þínum dýpstu samúð. Bryndís Gunnarsdóttir. ✝ Anna Lísa Ás-geirsdóttir fæddist á Akureyri 12. mars 1941. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 3. nóv- ember 2020. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ás- geir Matthíasson, f. 3.7. 1891, d. 28.10. 1955 og Anna Luise Matthíasson, f. 11.10. 1913, d. 28.12. 1986. Eftirlifandi systir Önnu Lísu er Annetta, f. 23.12. 1937. Hún bjó fyrstu árin sín á Ak- ureyri og þaðan flutti fjölskyld- an til Húsavíkur, um 1960 flutti hún síðan til Keflavíkur. Anna Lísa giftist þann 1. október 1977 Walter Gunn- laugssyni, f. 3.8. 1935, d. 3.10. 2017. Dóttir Önnu Lísu er Anna Birg- itta Nicholson, f. 19.6. 1961, hún er gift Birni Línberg Jónssyni og eiga þau fjögur börn og sex barnabörn. Stjúpbörn: María Guðrún, Erla, Vilhjálmur og Hildur. Anna Lísa starfaði við skrif- stofu- og verslunarstörf, síðan stofnaði hún sitt eigið fyrirtæki sem var verslun og snyrtistofa í Keflavík. Einnig var hún félagi í Odd- fellowreglunni. Útför Önnu Lísu fór fram í kyrrþey að hennar ósk. Önnu Lísu Ásgeirsdóttur (Sússý) kynntist ég þegar hún rak snyrtistofu við Hafnargöt- una í Keflavík. Hún vissi af því að ég hafði lært snyrtifræði og hana vantaði tímabundna afleysingu. Það var mikill lærdómur að vinna fyrir Önnu Lísu, já hún var af þýskum ættum og þá þurfti klukkan að vera rétt stillt fyrir hvern viðskiptavin og þá þýddi ekkert að vera að dúllast of lengi. Upp frá þessu urðum við mikl- ar vinkonur og aldursmunurinn á okkur skipti aldrei máli. Við fórum saman í innkaupaferðir til London, Amsterdam og ég hjálp- aði til með að opna verslun í Portúgal. Ekkert stöðvaði hana og hennar einstöku framkvæmdagleði og skipulag skein ávallt í gegn. Hún gekk í hlutina og kynnti sér aðstæður á hverjum stað, lærði tungumálið og kom sér alltaf í samband við réttu aðilana og vann með þeim. Allar ferðirnar voru mér einstak- ar í upplifun og minningarnar um hversu mikil heimskona hún var, bóhem og naut lífsins. Anna Lísa var gift honum Walter Gunnlaugssyni og var hann gull af manni. Þau voru mjög samrýmd og hann studdi hana í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Eftir að Anna Lísa hætti að vinna og Walter orðinn veikur, þá vorum við í sambandi nærri því daglega þar sem hún var fljót að tileinka sér tölvu- tæknina og við skiptumst á pósti alla daga. Við áttum okkar gælunöfn sem við notuðum alla tíð hvor um aðra til loka dags, þær Sússý og Stússý. Já, við brölluðum margt og fórum margar ferðirnar til Reykjavíkur. Stundum fengum við okkur hádegismat á Borg- inni, en Sússý var mjög skýr um að við skyldum sko ekki að fara á plaststólana, heldur færum við þangað sem væri uppádúk- að. Ég skyldi alltaf passa upp á það. Anna Lísa gekk í Oddfellow- regluna 1986 og starfaði þar mikið, meðal annars í félagi sem vann við að stofna fyrstu Re- bekkustúkuna hér í Reykja- nesbæ. Hún kynnti mig fyrir Oddfellowreglunni og hefur það verið mér mikil gæfa. Ég mun ævilega vera henni þakklát fyrir það. Að eiga vin er lífsins mesta mildi og margur fær að skilja kraftinn þann því það sem okkar tilvist gefur gildi er gæska sú sem vekur kærleikann. Ef kuldi fer um vitund vina þinna skal vonarglætan þín þeim gefa yl og þegar vinir skrekk og skaða finna þá skal þitt hjarta einnig kenna til. Að njóta allra mildi með þeim snjöllu og merkilegum vinum sem þú átt, það líkist því að eiga nóg af öll og efast síst um hjartans heita mátt. (KH) Sendi Önnu Birgittu, Hildi, Erlu, Maju, Villi og fjölskyldum, mínar dýpstu samúðarkveðjur. Elsku Sússý mín, megi sá sem öllu ræður umvefja sálu þína og gefi þér kærleik og frið, þar til við hittumst næst. Elsa Skúladóttir. Nú er komið að kveðjustund, elsku vinkona. Ég hef þekkt þig alla tíð. Þið Anna Birgitta voruð mikið með okkur fjölskyldunni þegar ég var að alast upp og á ég margar góðar og skemmtilegar minningar frá þeim tíma. Ég kallaði þig Lístu því ég gat ekki sagt Lísetta eins og foreldrar mínir kölluðu þig. Við höfum umgengist hvor aðra mikið síð- ustu ár. Þú sagðir öllum sem við hittum að þú hefðir keyrt mig um í hvítum barnavagni þegar ég var lítil, með glugga aftan á. Á brúðkaupsdaginn okkar Gunna keyrðir þú okkur í kirkj- una á fínu Cortínunni þinni. Ég man svo vel hversu hamingju- söm þú varst þegar þú kynntist honum Wolla þínum. Öllum lík- aði vel við Wolla enda yndislegur maður með hjarta úr gulli. Þeg- ar Wolli var á Hval 8 fór ég stundum með þér upp í Hval- fjörð til að hitta hann. Það var gaman að heyra sögur af ferða- lögum ykkar enda af miklu að taka. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til ykkar, enda höfð- ingjar heim að sækja. Þegar veikindin bönkuðu upp á hjá Wolla stóðst þú þig eins og hetja. Þú keyrðir hann til Reykjavíkur í hvaða veðri sem var og hugs- aðir um hann fram á síðasta dag. Þú varst alltaf svo fín og vel tilhöfð, bleiki liturinn var í uppá- haldi hjá þér, hvort sem það var í klæðaburði, förðun eða bara hlutir sem prýddu heimilið þitt. Þú varst mikil athafnakona, rakst snyrtistofu, snyrtivöru- verslun og svo síðar sjoppu í Keflavík. Ekki má þá gleyma þegar þú opnaðir búð í Portúgal. Þú lést ekkert stöðva þig, lærðir tungumálið sem var þér leikur einn. Oddfellow-hreyfingin var þér afar mikilvæg. Þú misstir svo mikið þegar Wolli féll frá, þá fór að halla undan fæti og veikindi þín bönkuðu hratt upp á. Allt í einu varstu orðin svo hjálpar- vana. Við höfum getað talað mik- ið saman og treyst hvor annarri þrátt fyrir aldursmuninn. Þér var mjög annt um fjölskyldu mína og fylgdist vel með og spurðir frétta af þeim næstum daglega, og átti Nína stað í hjarta þínu. Þú komst oft í heim- sókn til okkar Gunna á meðan heilsan leyfði og oftast komstu með eitthvað gott úr bakaríinu. Ég á eftir að sakna þess að sjá ekki nafnið þitt á símanum mín- um, eins og þegar þú varst að hringja í mig, og röddina þína, „hvað segir þú, krúttmúsin mín“. Þegar við Elsa sátum hjá þér á spítalanum daginn sem þú kvaddir sagði hún mér svo skemmtilega ferðasögu af ykkur vinkonunum. Þið voruð í Amst- erdam og höfðuð keypt ykkur fallegar kápur. Þegar komið var á Schiphol-flugvöll vildir þú kaupa fullt af túlípönum í stíl við kápurnar ykkar. Þetta var þér líkt. Elsku Anna Lísa mín, nú ertu komin á stað þar sem öllum líður vel og þjáningar þínar að baki. Þú ert komin til Wolla þíns í Sumarlandið og þið sameinuð á ný. Takk fyrir samveruna og sjáumst seinna. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. (Pétur Þórarinsson) Elsku Anna Birgitta og fjöl- skylda, ég og fjölskyldan mín biðjum Guð að styrkja ykkur öll á þessum erfiðu tímum. Sigurveig (Siddý). Anna Lísa Ásgeirsdóttir Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, ÁSTHILDAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri. Bjarni Jónsson Elín Sigurðardóttir Hammer Anna Guðný Halldórsdóttir Torfhildur Stefánsdóttir Kristín Sigvaldadóttir Páll Sigvaldason Margret Björk Björgvindóttir Óskar Sigvaldason Linda Hildur Leifsdóttir Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, EINAR GUÐMUNDSSON, Langagerði 98, Reykjavík, síðast til heimilis á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, lést á hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 13. nóvember. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjúkrunarheimilinu Grund eru færðar hjartans þakkir fyrir einstaka umhyggju og alúð. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Einarsson Eiginkona mín, HALLDÓRA G. SIGURJÓNSDÓTTIR, Dora Karlsson, frá Reykjavík, Álalind 14, Kópavogi, lést á Landakoti 25. nóvember. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Baldur Karlsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.