Morgunblaðið - 01.12.2020, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2020
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Ýmislegt
Smá- og raðauglýsingar
Nauðungarsala
Auglýsing um álagningu
vanrækslugjalds á árinu 2021
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Álagning vanrækslugjalds á eigendur (umráðamenn)
þeirra ökutækja sem skráð eru í ökutækjaskrá hérlendis
og ekki hafa verið færð til aðalskoðunar frá og með
1. október 2020 hefst 4. janúar 2021.
Álagning gjaldsins byggir á 37. og 38. gr. reglugerðar
nr. 8/2009 um skoðun ökutækja með síðari breytingum,
sbr. 74. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari
breytingum. Miðast álagning gjaldsins, með þeim
undantekningum sem greinir hér að neðan, við endastaf
á skráningarmerkis ökutækis og leggst það á sem hér
segir:
• 4. janúar vegna ökutækja með 0 sem endastaf og
færa átti til skoðunar í október 2020.
• 1. apríl vegna ökutækja með 1 sem endastaf.
• 1. maí vegna ökutækja með 2 sem endastaf.
• 1. júní vegna ökutækja með 3 í endastaf.
• 1. júlí vegna ökutækja með 4 í endastaf.
• 4. ágúst vegna ökutækja með 5 í endastaf.
• 1. september vegna ökutækja með 6 í endastaf.
• 1. október vegna ökutækja með 7 í endastaf.
• 2. nóvember vegna ökutækja með 8 í endastaf.
• 1. desember vegna ökutækja með 9 í endastaf.
• 4. ágúst vegna ökutækja með einkamerki sem ekki
enda á tölustaf.
• 1. október vegna fornbifreiða, húsbifreiða, bifhjóla,
þar með talin fornbifhjól og létt bifhjól, hjólhýsa
(fellihýsa) og tjaldvagna, sbr. 7. gr. reglugerðar um
skoðun ökutækja.
• Vanrækslugjald leggst á vegna þeirra ökutækja
sem ekki hafa verið færð til endurskoðunar skv.
ákvæðum reglugerðar um skoðun ökutækja þegar
liðinn er mánuður frá lokum þess mánaðar er ökutækið
skyldi fært til endurskoðunar samkvæmt ákvörðun
skoðunarmanns.
• Vanrækslugjald leggst á vegna þeirra ökutækja
sem ekki hafa verið færð til skoðunar þegar liðinn
er mánuður frá því að skráningarmerki var afhent
tímabundið til þess að færa mætti ökutækið til
skoðunar.
Tveimur mánuðum eftir álagningu vanrækslugjalds hefst
innheimta þess hafi ökutækið ekki verið fært til skoðunar
eða það skráð úr umferð og gjaldið greitt innan þess
tíma.
Ísafirði, 27. nóvember 2020.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum.
Félagsstarf eldri borgara
Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 1. desember hittumst við á Face-
booksíðu ,,Eldriborgarastarf Grafarvogskirkju" kl. 13. Þar er ýtt á takk-
ann Samveran okkar. Umsjón hefur Sigrún Eggertsdóttir.
Seltjarnarnes Vegna lokana sundstaða er engin vatnsleikfimi í dag.
Kaffikrókurinn er eingöngu opinn fyrir íbúa Skólabrautar. ATH. nk.
fimmtudag kl. 11.30 mætir Aðventuvagn Þjóðleikhússins á stíginn
neðan við Skólabraut 3-5. Boðið verður upp á 20 mínútna skemmti-
dagskrá utanhúss með söng og leik. Fólk er hvatt til að kæða sig vel
og fjölmenna á þennan viðburð. Sóttvarnir verða virtar.
Aðalfundur NLFR
Aðalfundur Náttúrulækningafélags Reykjavíkur
fer fram miðvikudaginn
9. desember 2020 kl. 15:00
Vegna samkomutakmarkana verður
fundurinn haldinn á rafrænu formi.
Hefðbundin aðalfundarstörf.
Félagsmenn geta skráð sig á fundinn með því að
senda tölvupóst á netfangið nlfi@nlfi.is
Fundargestum verður sendur hlekkur á
fundinn þann 9. desember.
Stjórn NLFR
NLFR – Laugavegi 7 – nlfi@nlfi.is s. 552 8191
Fundir/Mannfagnaðir
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
Þröstur, minn
kæri frændi, dáinn
og farinn okkur frá
allt of snemma, bara
57 ára gamall. Minnist ég margra
tímabila í lífi okkar, allt frá því að
hjóla á þríhjólum um hverfið okk-
ar í Kópavoginum, þú þriggja
ára, ég sex. Lékum okkur í
byssuleik og fótbolta á Þórsgötu
26, auk þess að hengja öskupoka
aftan á gangandi vegfarendur í
Þingholtunum á öskudaginn.
Hlaupa niður trétröppur á laug-
ardagsmorgni klukkan níu og
heyra í sömu mund klukkur Hall-
grímskirkju klingja, jú, til að
horfa á teiknimyndir í svart-
hvítu, þú átta ára, ég ellefu.
Tindátaleikir (voru reyndar úr
plasti ) voru vinsælir, en tindát-
arnir voru skotnir niður með
teygju. Það var alltaf fjör hjá
systkinum þínum og mér þótti
gaman að vera á staðnum. Ég var
alla tíð stoltur af þér Þröstur
minn, allt sem þú tókst þér fyrir
hendur, skák, bridge eða pílu-
kast, þú varst alger meistari í
öllu sem þú stundaðir. Ég man
Þröstur
Ingimarsson
✝ Þröstur Ingi-marsson fædd-
ist 18. apríl 1963.
Hann lést 19. nóv-
ember 2020.
Útför Þrastar
fór fram 27. nóv-
ember 2020.
þegar þér var boðið
sem gesti að taka
þátt í skákmóti hjá
Taflfélagi Reykja-
víkur þar sem þú
vaktir athygli fyrir
frammistöðu þína á
því móti. Ekkert
tap, bara jafntefli og
sigrar við ýmis stór
nöfn á þeim tíma,
árið var 1980 +,
hver er þessi Þröst-
ur Ingimarsson sem skyndilega
skýtur kolli sínum upp á stjörnu-
himininn? kom fram í blaði sem
Taflfélag Reykjavíkur gefur út.
Þú hefðir örugglega orðið Ís-
landsmeistari í skák eða meira ef
þú hefðir ekki misst áhuga á
Taflfélagi Kópavogs hér um árið
og snúið þér að bridge, þar sem
þú varðst landsliðsmaður. Síðast
varstu landsliðsmaður í pílukasti.
Þröstur minn, við vorum alla tíð
miklir vinir ásamt því að vera
systrasynir.
Ég sakna þín Þrössi minn. Guð
veri með sál þinni og styrki fjöl-
skyldu þína í hennar sorg. Þinn
frændi,
Ingólfur Þór Björnsson.
Góður vinur og mikill höfðingi
er fallinn frá. Má segja að Þröst-
ur hafi verið allra. Við kynntumst
Þresti í pílukasti eins og flestir ef
ekki allir sem spila pílu. Hann
var alltaf tilbúinn að hjálpa, leið-
rétta og kenna.
Brosið og hláturinn var aldrei
langt undan þó að hann hafi haft
mikið keppnisskap. Hann varð
Íslandsmeistari oftar en 30 sinn-
um á sínum ferli í pílukasti þann-
ig að hann er og verður alltaf
goðsögn í íslensku pílukasti.
Fæstir vissu hve oft hann varð
Íslandsmeistari þannig að á
þessu ári tók hann sig til og fann
enn einn Íslandsmeistaratitil
sinn í Bændablaðinu. Það væri
hægt að skrifa fleiri hundruð
skemmtilegar pílusögur og sögur
af Þresti. Er það efni í eina góða
bók eða jafnvel bókabindi. Allir
vildu alltaf spila með honum og
var mikið kappsmál að hafa hann
með sér í liði, enda tapaði hans lið
aldrei.
Grínast var mikið með gáfur
Þrastar og talað um að greind-
arvísitala hans væri hærri en
samanlögð greindarvísitala heilu
hópanna af fólki! Hann var með
mikla réttlætiskennd og það var
alltaf gaman að fylgjast með
hvernig hann komst að orði í tali
eða skrifum til að benda á rétt-
lætið … ENTER.
Þetta ár einkenndist af mikl-
um áföllum í fjölskyldunni. Eig-
inkona Þrastar, hún Elínborg,
lenti í alvarlegu slysi fyrr á árinu
og það tók mjög á hann. Hann
tók öllu sem gerðist á þessu ári
með miklu æðruleysi og trúði því
alltaf að þau myndu bæði ná sér
og eiga góðar stundir saman í
framtíðinni. Skjótur og sorglegur
endir hjá fallegri manneskju.
Við munum alltaf minnast þín
og sakna!
Rúnar og María.
Elsku pabbi. Okk-
ur systur langar að
þakka þér fyrir öll
yndislegu árin sem
við áttum saman.
Það er okkur
ógleymanlegur tími þegar við
bjuggum í Hvammi. Þar voru æv-
intýri á hverjum degi, við fengum
að þvælast með þér í öllu mögu-
legu. Þú kenndir okkur að keyra
bíl þegar við vorum tæpra 12 ára,
með þér prófuðum við að skjóta úr
byssu og fengum að fara mér þér
á sjó til að vitja um grásleppunet.
Tókum virkan þátt í bústörfunum
og þessi tími er í okkar huga bað-
aður gleði og birtu. Þú varst mikill
jólamaður, og vildir halda þau há-
tíðleg. Alltaf á slaginu sex á að-
fangadagskvöld komst þú og
kysstir okkur öll og faðmaðir og
óskaðir öllum gleðilegra jóla. Svo
var sest að veisluborði þar sem
ávallt var borðað heitt hangikjöt
með öllu tilheyrandi. Yndislegar
minningar. Þröngt var í gamla
húsinu í Hvammi þar sem við
bjuggum en 1976 flutti fjölskyldan
í Sunnuveg 2 á Þórshöfn, þar sem
rúmt var um alla. Þá hættuð þið
mamma búskapnum, og
vinnuvélaútgerðin hófst. Þú varst
svo ljúfur og góður maður. Það er
sérlega gaman að heyra það frá
vinkonum okkar sem voru að
koma í heimsóknir í Sunnuveginn,
Aðalbjörn Arnar
Aðalbjörnsson
✝ Arnar fæddist14. apríl 1935.
Hann lést 8. nóv-
ember 2020. Útför-
in fór fram 14. nóv-
ember 2020.
að þær töluðu um
hvað þú hefðir alltaf
verið hlýr og góður í
þeirra garð og þær
upplifðu sig svo inni-
lega velkomnar. Þú
varst alveg sérstak-
lega gestrisinn og
vinsæll. Ekki var
óalgengt þegar þú
varst að koma í
kvöldmat að þú byð-
ir kannski þremur
mönnum með þér í mat án þess að
vera búinn að láta neitt vita af því,
mamma var því orðin ýmsu vön í
þessum efnum. Þú reyndist okkur
alveg einstaklega vel, ávallt tilbú-
inn að rétta hjálparhönd, og ófá
eru tilvikin þegar þú lagaðir fyrir
okkur bílana og dyttaðir að ein-
hverju í húsunum okkar. Ógleym-
anlegt var að hitta þig á sumrin á
Þórshöfn eftir að við fluttum suð-
ur. Þá skein gleðin úr andliti þínu
þegar þú faðmaðir að þér barna-
börnin, þú varst alveg einstök
barnagæla.
Við systur óskum þér góðrar
ferðar í sumarlandið, hafðu kæra
þökk elsku pabbi fyrir allt og allt.
Góður guð geymi þig.
Arna og Gunnur.
Elsku pabbi, það var afar sárt
að fá þær fréttir að þú værir lát-
inn, sérstaklega þar sem þú varst
svo hress og kátur þegar ég heim-
sótti ykkur daginn áður, það
hvarflaði ekki að mér að kveðju-
stundin væri runnin upp en þessa
heimsókn mun ég geyma í hjarta
mínu alla tíð
Mig langar að þakka þér fyrir
það að hafa fengið að fara með þér
í gegnum lífið, verða þér samferða
í 58 ár. Ég hugsa með söknuði til
uppvaxtaráranna með þér og fjöl-
skyldunni í Hvammi, staðnum
sem þú ólst líka upp á og var þér
svo kær þar sem þú fórst í gegn-
um bæði gleði og sorgir. Ég hugsa
til þess þegar ég flæktist fyrir þér
á þríhjólinu úti á verkstæðinu þar
sem þú gerðir við bíla og tæki fyr-
ir sveitunga þína, þegar þríhjólinu
sleppti fór ég að rétta þér lykla og
önnur verkfæri þegar þú lást und-
ir einhverjum bílnum og þú
kenndir mér því snemma að
þekkja muninn á föstum lykli og
skiptilykli. Ég man eftir samveru-
stundum okkar allra í heyskapn-
um, göngunum og réttunum og
þeim samverustundum sem við
áttum í fjárhúsinu við að gefa
kindunum og hestinum okkar
Blesa. Jarðýtuviðgerðir voru al-
gengar og það var farþegasæti í
t.d. 14. ýtunni sem ég fékk oft að
sitja í. Ég var mjög ungur þegar
þú fórst að kenna mér að ýta og
nýtist sú reynsla mér enn í dag.
Eins var það með bílana, þá lærði
ég snemma að keyra, þú kenndir
mér snemma að skjóta af byssu og
treystir mér býsna ungum fyrir
rússanum, veiðiferðir að Mikla-
vatni voru afar skemmtilegar. Að
fá að taka þátt í því með þér að
byggja Sunnuveg 2, heimilið sem
var okkur öllum mjög kært og
griðastaður okkar allra. Oft var
gestkvæmt í bílskúrnum við
Sunnuveg við margvíslegar við-
gerðir allt frá jarðýtunni niður í
smæstu hluti, þar var oft var glatt
á hjalla meira að segja svo að sum-
um þótti nóg um. Einnig þakka ég
fyrir þær fjölmörgu samveru-
stundir sem við áttum uppi við
Miklavatn, mikið vorum við tveir
saman þar og svo líka með fjöl-
skyldunni þar sem þú naust þess
að vera, þar eyddum við saman
mestum okkar frítíma til margra
ára við vinnu og leik.
Þér og mömmu þökkum við
sérstaklega fyrir pössunina á
börnunum okkar sem mótuðust af
samverunni við ykkur og munu
njóta góðs af alla tíð.
Minning þín mun ætíð lifa með
okkur og óskum við þér góðrar
ferðar í sumarlandið.
Aðalbjörn og Sigríður
(Sigga).
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar