Morgunblaðið - 01.12.2020, Page 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2020
Þorsteinn Gunnarsson arkitekt
hlaut á dögunum viðurkenningu
Minjastofnunar Íslands fyrir mikil-
vægt brautryðjendastarf á sviði
varðveislu menningarminja; fyrir
mikilvægt og merkilegt frum-
kvöðlastarf á sviði endurgervingar
sögulegra bygginga og rannsókna
á íslenskri húsagerðarsögu.
Þorsteinn Gunnarsson lauk námi
í húsagerðarlist frá arkitektaskóla
Konunglega danska Listaháskólans
í Kaupmannahöfn árið 1966. Hann
var fyrstur Íslendinga til þess að út-
skrifast úr þeirri deild skólans sem
sérhæfir sig í endurgervingu gam-
alla húsa og könnun eldri byggðar.
Samhliða náminu í Kaupmanna-
höfn var Þorsteinn við sérnám í
byggingafornleifafræði við École
francaise d́archéologie d́Athénes í
Grikklandi frá 1963 til 1964. Verk-
efni hans, sem var hluti af viða-
meiri fornleifarannsókn, fólst í
ýtarlegri rannsókn og nákvæmri
uppmælingu á leikhúsinu í Delfí.
Þorsteinn fluttist til Reykjavíkur
árið 1967 og hóf rekstur eigin
teiknistofu. Með komu Þorsteins til
starfa urðu þáttaskil í húsaverndar-
málum hér á landi. Sem fyrsti ís-
lenski arkitektinn með sérmenntun
í byggingarsögulegum rann-
sóknum og endurgervingu gamalla
húsa innleiddi hann ný og fagleg
vinnubrögð í þessum greinum hér.
Meðal verkefna sem hann hefur
komið að hér, með fleirum, var
endursmíði Viðeyjarstofu og
-kirkju, endurreisn Hóladómkirkju,
endurreisn Bessastaðastofu og ann-
arra húsa forsetasetursins, endur-
gerð Nesstofu og endurbætur Dóm-
kirkjunnar og Stjórnarráðshússins.
Þorsteinn var líka einn hönnuða
Borgarleikhússins.
Hlaut viðurkenningu
Minjastofnunar
Þorsteinn Gunnarsson heiðraður
Arkitektinn Þorsteinn Gunnarsson.
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Við Antonía ætlum að vera með
bland í poka á þessum tónleikum.
Við flytjum svolítið af óperutónlist
sem hefur bæði beina og óbeina
tengingu við jólin, og svo flytjum við
tvær Ave Maríur og einhverja jóla-
tónlist að auki. Þetta verður fjöl-
breytt blanda í hálftíma,“ segir
Bjarni Thor Kristinsson bassa-
söngvari um tónleika þeirra Antoníu
Hevesi píanóleikara sem hefjast í
Hafnarborg kl. 12 í hádeginu í dag,
þriðjudag. Vegna samkomu-
takmarkana verða engir gestir í
salnum en tónleikarnir sendir út í
streymi. Hægt er að tengjast því á
heimasíðu Hafnarborgar.
Þetta verða síðustu hádegistón-
leikar ársins í Hafnarborg og þar
sem aðventan er gengin í garð verð-
ur efnisskráin sveipuð hátíðlegum
blæ. Verkin sem Bjarni Thor syngur
og minntist á eru eftir Sigvalda
Kaldalóns, Mozart, Puccini og fleiri.
Til Þýskalands í febrúar
Bjarni Thor er hópi þeirra ís-
lensku óperusöngvara sem náð hafa
hvað lengst á erlendri grund. Eftir
söngnám hér heima hélt hann til
Vínarborgar árið 1994 og nam þar
við óperudeild Tónlistarháskólans.
Vorið 1997 var Bjarni ráðinn aðal-
bassasöngvari Þjóðaróperunnar þar
í borg. Þar var hann fastráðinn til
þriggja ára og að þeim tíma liðnum
sneri hann sér einungis að lausa-
mennsku. Hefur hann sungið mörg
kunn bassahlutverk við fjölda óp-
eruhúsa í mörgum löndum. Mörg
undanfarin ár hefur Bjarni því eink-
um starfað erlendis við óperuhús á
veturna en vegna veirunnar er þessi
aðventa ólík því sem hann er vanur.
„Oftast hef ég verið einhvers stað-
ar að syngja á þessum tíma úti í
heimi. En þegar ég hef verið á Ís-
landi í desember hef ég oft tekið þátt
í tónleikaflóðinu en það er miklu
minna að gera núna. Þess vegna er
frábært að fá þetta tækifæri í Hafn-
arborg til að syngja svolítið.
Fyrir marga söngvara sem starfa
fyrst og fremst á Íslandi er aðventan
uppgripatíminn og þar af leiðandi er
mikill tekjumissir nú hjá mörgum.“
Bjarni Thor er bæjarlistamaður
Garðabæjar og var með aðra
streymistónleika þar á dögunum.
Hvernig finnst honum að halda tón-
leika svona fyrir tómum sal?
„Það hefur kosti og galla. Auðvit-
að saknar maður samspilsins sem er
alltaf við áhorfendur á tónleikum.
Það er ekki til staðar þegar maður
syngur inn í myndavélina. En ég
reyni að sjá fyrir mér fólkið sem ég
syng fyrir og ef vel tekst til þá er
gaman að það sé til í streymi eða
upptöku. Þetta er staðan í dag og ég
fagna því að geta sungið fyrir fólk á
þennan hátt.“
Hefði faraldurinn ekki skollið á
væri Bjarni nú í Þýskalandi að
syngja. „Ég verð að halda mér við og
í febrúar hefjast mín verkefni í
Þýskalandi og verða fram á vorið.
Eins og staðan er í dag bendir ekk-
ert til þess að þau verði felld niður.
Ég horfi því fram á bjartari tíma,“
segir hann.
Ljósmynd/Áslaug Íris Friðjónsdóttir
Flytjendurnir Antonía Hevesi píanóleikari og Bjarni Thor Kristinsson bassi.
Hann segir frábært að fá þetta tækifæri til að syngja fyrir fólk.
Fjölbreytt hátíðarblanda
Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari kemur fram á
hádegistónleikum með Antoníu Hevesi Verða í streymi
Sala miða á jólatónleika Björgvins
Halldórssonar, Jólagesti Björgvins,
hefur gengið vonum framar en vegna
Covid-19 verða
þeir sýndir í
streymi, bæði á
netinu og í Sjón-
varpi Símans og
Vodafone. Fólk
mun því geta not-
ið jólatónlistar
heima í stofu eða
við tölvuna
laugardaginn 19.
desember kl. 20
og verða tónleik-
arnir sendir út frá Borgarleikhúsinu.
„Fólk er svo sannarlega til í þetta,“
segir Ísleifur Þórhallsson, fram-
kvæmdastjóri Senu Live sem skipu-
leggur tónleikana. „Við erum búin að
selja til almennings tvö þúsund miða
og ofan á það eru fyrirtæki búin að
senda inn pantanir fyrir næstum því
fjögur þúsund miðum,“ segir Ísleifur.
Að samanlögðu nemi því seldir og
pantaðir miðar tveimur fullsetnum
Laugardalshöllum.
Hátt í 30 þúsund að horfa
Ísleifur segir einn miða keyptan
fyrir hvert heimili og líklegt að fjórir
til sex horfi á tónleikana fyrir hvern
seldan miða. Því megi ætla að allt að
30 þúsund manns muni njóta tón-
leikanna. Ísleifur bætir við að miðar
hafi verið seldir í 15 löndum. „Það er
ótrúlega skemmtilegt að sjá hvað
þetta er allt að virka. Út af Covid fara
allir í streymi og maður leysir öll mál
í kringum þetta, réttinda- og kostn-
aðarmál og þetta er að opna nýjar
víddir fyrir okkur. Það er jafnt að-
gengi fyrir Íslendinga hvar sem þeir
eru á landinu og Íslendingar í útlönd-
um geta líka horft á þetta,“ segir Ís-
leifur.
Tónleikar í fullri stærð
Ísleifur segir að áhersla hafi verið
lögð á að hafa miðaverð eins lágt og
mögulegt væri, 3.900 krónur. „Þetta
eru tónleikar í fullri stærð, það er
ekki verið að skera þá niður fyrir
streymið. Það eru kórar, strengir,
dansarar og allur pakkinn,“ bendir
hann á en söngvarar sem syngja með
Björgvini í ár eru Ágústa Eva Er-
lendsdóttir, Eyþór Ingi Gunn-
laugsson, Bríet, Gissur Páll Giss-
urarson, Högni Egilsson, Logi Pedro
Stefánsson, Margrét Eir Hönnudótt-
ir og Svala, dóttir Björgvins. „Þetta
gefur okkur byr undir báða vængi og
trú á að fólk sé til í þetta þannig að við
höldum bara áfram og gerum meira,“
segir Ísleifur. „Þetta er komið til að
vera.“ helgisnaer@mbl.is
Tvö þúsund miðar
seldir á Jólagesti
Fjögur þúsund pantaðir að auki
Ísleifur
Þórhallsson
Kraumsverðlaun-
in verða afhent í
þrettánda sinn nú
í desember fyrir
íslenskar hljóm-
plötur sem þykja
hafa skarað fram
úr á árinu hvað
varðar gæði,
metnað og frum-
leika. Dómnefnd
verðlaunanna hefur nú tilnefnt 20
plötur en þær eru (flytjandi fyrst og
svo plötutitill skáletraður) 0 – Ent-
ity, Andartak – Constructive Meta-
bolism, Asalaus – Aaleysing, Bára
Gísla – HIBER, Bríet – Kveðja,
Bríet, Buspin Jieper – VHS Volc-
anic/Harmonic / Sounds, Celebs –
Tálvon hinna efnilegu, Gugusar –
Listen to this Twice, Cyber – Vaca-
tion, Ingibjörg Turchi – Meliae,
K.óla – Plastprinsessan, Magnús Jó-
hann – Without Listening, Mengun –
Þrettán tólf, Salóme Katrín – Water,
Skoffín – Skoffín hentar íslenskum
aðstæðum, Supersport! – Dog Run
EP, Tucker Carlson’s Jonestown
Massacre – Ingilín, Ultraflex – Vis-
ions of Ultraflex, Volruptus – First
Contact og Yagya – Old Dreams And
Memories.
20 tilnefnd til Kraumsverðlauna
Bríet