Morgunblaðið - 01.12.2020, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2020
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALINánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
71%
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
HÖRKUSPENNANDI MYND
BYGGÐI Á SANNRI SÖGU.
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SPLÚNKUNÝ GR ÍNMYND
Barna- og unglingabókinHáspenna, lífshætta áSpáni er sjálfstætt fram-hald bókarinnar um Frið-
berg forseta sem kom út fyrir síð-
ustu jól. Líkt og fyrri bókin er
sögusvið bókarinnar náin framtíð en
að þessu sinni er sögusviðið, eins og
nafnið gefur til kynna, Spánn.
Lesendur bóka Árna Árnasonar
kannast við systkinin Sóleyju og Ara
og ævintýri þeirra. Eftir ævintýrin í
síðustu bók er móðir þeirra barna nú
orðin forseti Íslands og sjá systkinin
því minna af móður sinni en áður, en
dagskrá forseta getur verið æði þétt.
Ákveðið er að fjölskyldan haldi í
frí til Spánar þar sem móðirin, eða
forseti Íslands, ætlar á ráðstefnu og
síðan ætla þau fjögur að slaka á sam-
an í sólinni. Það sem átti að vera
þægilegt frí í sól og sumaryl breytist
skyndilega þegar skuggalegir menn
birtast í kringum systkinin og enn
fremur menn sem eiga alls ekkert að
vera á Spáni.
Við tekur hröð og spennandi at-
burðarás þar sem Sóley, Ari, Rakel,
vinkona þeirra
frá Íslandi, og
systkinin Helena
og Hugo, sem
bjuggu á Spáni,
þurfa að hafa
hraðar hendur
svo illmennunum
takist ekki ætl-
unarverk sitt.
Uppbygging
bókarinnar er skemmtileg þótt hrað-
inn hefði ef til vill mátt vera eilítið
meiri í byrjun. Eftir nokkuð hæga
byrjun færist hins vegar mikið fjör í
leikinn þar sem krakkahópurinn
berst gegn illum mönnum sem ekki
verða nafngreindir hér til að eyði-
leggja ekki spennuna fyrir væntan-
legum lesendum.
Á köflum hugsaði 32 ára bóka-
dómarinn að þetta eða hitt væri ef til
vill nokkuð fyrirsjáanlegt en samt
sem áður voru ýmis atriði sem komu
á óvart. Vert er að benda á að bókin
er ætluð börnum og unglingum og
því segir lítið þótt karlmaður á fer-
tugsaldri telji sig skarpan og átti sig
nokkurn veginn á því sem muni ger-
ast á næstu síðu eða síðum.
Heilt yfir er bókin spennandi og
hressileg þótt hún sé ekki alveg jafn
fersk og sagan um Friðberg forseta.
Enda er kannski ekki hægt að ætlast
til þess að ná að feta alveg í fótspor
þeirrar frábæru bókar. Háspenna,
lífshætta á Spáni er hins vegar besta
skemmtun og aðdáendur Friðbergs
ættu ekki að láta hana fram hjá sér
fara.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Höfundurinn Nýjasta saga Árna Árnasonar, Háspenna, lífshætta á Spáni, er
sögð hin „besta skemmtun“ og bæði „spennandi og hressileg“.
Háspenna á Spáni
Barnabók
Háspenna, lífshætta á Spáni
bbbmn
Eftir Árna Árnason.
Bjartur 2020. Innbundin, 226 bls.
JÓHANN
ÓLAFSSON
BÆKUR
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Fyrsta EP-plata Daníels Hjálmtýs-
sonar, Daníel Hjálmtýsson EP,
kom út 20. nóvember en Daníel er
einkum þekktur, bæði hér á landi
sem erlendis, fyrir hliðarverkefni
sitt HYOWLP. Samstarfsmenn
hins kunna tónlistarmanns Marks
Lanegans, Belgarnir Aldo Struyf
og Lyenn, koma við sögu á plöt-
unni en Daníel kynntist Lanegan
þegar hann skipulagði tónleika með
honum hér á landi árið 2013. Á
plötunni leikur hljómsveit Daníels
með honum, skipuð þeim Hálfdáni
Árnasyni, Pétri Hallgrímssyni og
Skúla Gíslasyni. Plötuna hljóðritaði,
hljóðblandaði og klippti Jóhannes
Birgir Pálmason, liðsmaður hljóm-
sveitanna The Ghost Choir, Epic
Rain o.fl. og um hljómjöfnun sá
Alain Johannes sem unnið hefur
með Queens of The Stone Age,
Chris Cornell, Mark Lanegan, Ele-
ven, PJ Harvey og fleirum.
„Icy neo-goth“
„Það er svolítið erfitt að setja
merkimiða á hana,“ segir Daníel
þegar hann er beðinn að lýsa tón-
listinni. „Þetta er blanda af rokki,
ballöðum, elektróník og tilrauna-
tónlist, þetta er svona „alternative,
electronic, experimental“ rokk,“
segir hann og vísar svo í lýsingu
Lanegans vinar síns á tónlistinni,
„icy neo-goth“, sem þýða mætti
sem ískalda nýgotnesku eða hélaða
nýjabrumsgotatónlist. Daníel segir
tónlistina auk þess sambland
áhrifavalda á borð við Nick Cave,
Queens of the Stone Age, Leonard
Cohen, gamalt kántrí og klassík.
„Þessi plata er eiginlega svona
„sneak peak“ inn í okkar hugar-
heim í tónlist, engin tvö lög eru í
sama fíling, hvert þeirra er í sínum
hljóðheimi og mynda saman eina
heild en eru þó sérstakar eyjur
hvert fyrir sig. Eyjur í sama haf-
inu,“ útskýrir Daníel. Lokalag plöt-
unnar sé endurskoðuð útgáfa af
lagi sem hann gaf út í janúar,
„Birds“, sem valið var lag dagsins
á útvarpsstöðinni KEXP í maí.
„Við ákváðum að strippa það niður,
hafa það eins bert og hægt er, ýta
undir strengi og annað sem var fal-
ið undir látum í hinni útgáfunni.“
Sem fyrr segir sá Jóhannes
Pálmason um hljóðritun, hljóð-
blöndun og klippingu og segir
Daníel hann mjög færan. „Mig
langaði að prófa
eitthvað alveg
nýtt og hann hef-
ur nálgun á tón-
list sem þykir
sérstök hérna,
svona lo-fi, neo-
klassísk elektró-
ník, hæglát tón-
list sem við vild-
um fá element úr
inn í þessa tón-
list,“ segir Daníel
um samstarfið við
Jóhannes. Greina
megi áhrif frá Jó-
hannesi hér og þar á plötunni.
Langar út
Ekki er nóg með að Daníel hafi
flutt inn Mark Lanegan og þeim
orðið vel til vina heldur er Daníel
nú einnig kominn á mála hjá Thero
Agency í Hollandi, sömu umboðs-
skrifstofu og vinnur með Lanegan.
Roy nokkur er nú umboðsmaður
Daníels en hann sér um skipulag
tónleikaferða fyrir Lanegan. Kynni
Daníels af Lanegan hafa því haft
margvísleg áhrif, eins og sjá má,
„skemmtilegt ferðalag sem byrjaði
í Fríkirkjunni“, eins og Daníel
orðar það.
Daníel og hljómsveit hans stefna
að því að taka upp breiðskífu á
næsta ári og segir hann efni í raun
tilbúið á þá plötu,
aðeins þurfi að
komast í hljóðver
og taka hana upp.
„Við stefnum
að því að gera
„live“ vídeó á
næsta ári og
tónlistarmynd-
bönd og erum
farnir að skoða
markaðina úti,
okkur langar að
komast út og
spila eitthvað,“
segir Daníel en
allt veltur þetta auðvitað á kór-
ónuveirunni.
Bráðum koma blessuð jólin og
segir Daníel að því miður muni
hann og hljómsveitin ekki geta
haldið stóra hátíðartónleika í Iðnó
eins og hefð hefur skapast fyrir hin
síðustu ár. Við því er auðvitað ekk-
ert að gera.
Vefsíðu Daníels má finna á slóð-
inni danielhjalmtysson.com.
Eyjur í sama hafi
Daníel Hjálmtýsson gefur út Daníel Hjálmtýsson EP
Héluð nýjabrumsgotatónlist Breiðskífa í bígerð
Félagar Garðar Borgþórsson, Daníel, Hálfdán Árnason og Skúli Gíslason.
Ljósmynd/Gustavo Blanco