Morgunblaðið - 28.12.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.12.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2020 arionbanki.is * M.v. hámark 1 milljón kr. pr. viðskipti og 50 milljóna kr. hámarksveltu á dag. Nýttu tímann vel Við höfum ákveðið að framlengja þóknanalaus hlutabréfaviðskipti í netbanka Arion banka út árið 2020. Þökkum góðar viðtökur fjárfesta í nóvember. Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík- isráðherra segir fagnaðarefni að Evrópusambandið og Bretar skuli hafa náð saman um gerð fríversl- unar- og samstarfssamnings. Samn- ingurinn var und- irritaður á aðfangadag og tekur gildi um áramót er Bretar ganga úr Evr- ópska efnahags- svæðinu. Í samningnum er meðal annars kveðið á um að vöruviðskipti milli Bretlands og Evrópusam- bandsins verði að langmestu leyti tollfrjáls og án innflutningskvóta. Guðlaugur bendir á að þótt vöru- viðskiptasamningurinn tengist Ís- landi ekki með beinum hætti, þá geri hann það óbeint. „Allar við- skiptahindranir milli okkar helstu viðskiptalanda geta þvælst fyrir okkur, enda viðskiptin margbreyti- leg og flókin,“ segir hann. Viðskiptasamningur í vinnslu Í september var undirritaður bráðabirgðasamningur milli Bret- lands annars vegar og Íslands og Noregs hins vegar sem tryggir frí- verslun þar til nýr fríverslunar- samningur hefur verið undirritaður. „Við erum því ekki að brenna inni á neinu,“ segir Guðlaugur. Hann segir að góður gangur hafi verið í við- ræðum ríkjanna en Bretar hafi ekki verið tilbúnir í að klára viðræður um framtíðarfyrirkomulag fyrr en nið- urstaða lá fyrir í samningaviðræð- unum við Evrópusambandið. Því til viðbótar þurfa Íslendingar að semja við Breta um framtíðar- samstarf á ýmsum sviðum sem áður féllu undir EES-samninginn. Ljóst er að Íslendingar munu missa ýmis réttindi, sem áður þóttu sjálfsögð, um áramót. Ekki verður lengur hægt að setjast að í Bretlandi og stunda nám eða vinnu án sérstaks leyfis, evrópska sjúkratrygginga- kortið mun ekki gagnast á ferðalög- um í Bretlandi og starfsréttindi, sem fengin eru í ríkjum ESB og EES munu ekki sjálfkrafa verða tekin gild í Bretlandi. Engin þessara réttinda eru tryggð í samkomulagi ESB og Bretlands, þótt ekki sé úti- lokað að um þau verði samið sér- staklega milli Íslands og Bretlands. Höfum reynslu að miðla Þó felast einnig tækifæri í út- göngunni, segir Guðlaugur og nefnir sem dæmi samstarf á sviði sjávar- útvegs. „Bretar eru nú búnir að fá stjórn á sínum fiskimiðum aftur. Nú þurfa þeir að byggja upp sinn eigin sjávarútveg og nútímavæða hann og efla,“ segir hann. „Þeir munu örugg- lega ekki reyna að finna upp hjólið og þá er spurning hvort íslenskir að- ilar nýti sér það, því við höfum svo sannarlega sögu að segja þar. Það er ekkert sem stjórnmálamenn munu klára. Við getum bara opnað dyrnar,“ segir Guðlaugur og vísar til samkomulags sem stjórnvöld und- irrituðu við Breta í nóvember um samstarf í sjávarútvegsmálum. Samningurinn fagnaðarefni  Tækifæri fyrir sjávarútveg, segir ráðherra AFP Brexit Eftir ófáa samningafundina hafa aðilar loks náð saman. Guðlaugur Þór Þórðarson Sigurður Bogi Sævarsson Alexander Kristjánsson Í dag koma til landsins um 10.000 skammtar af bóluefni frá Pfizer, sem þá duga fyrir 5.000 manns miðað við að hver og einn þarf að fara í sprautu aftur eftir um tvær vikur. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að um bólusetninguna gildi sú almenna regla að fyrst verði bólusett það starfsfólk Landspítalans og Sjúkra- hússins á Akureyri sem einkum og helst hefur sinnt COVID-sjúkling- um, alls um 700 manns. Einnig fram- línufólk á heilsugæslustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu, sem eru alls 19 talsins. Er þá miðað við að í fyrstu bólusetningu fari 15-20 skammtar á hverja þeira. Eftir það er komin röð- in að íbúum og starfsfólki hjúkrunar- og dvalarheimila. – Þau hin sömu eru forgangshópur í bólusetningum út á landi, sem og starfsfólk sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva þar, hringinn í kringum landið. „Við byrjum bólusetningar á þriðjudaginn og ætlum að taka hluta þeirra fyrstu við Suðurlandsbraut, þar sem skimanir hafa meðal annars farið fram. Að taka fyrri sprautuna á íbúa á hjúkrunarheimilunum, sem taldir hafa verið einn allra viðkvæm- asti hópurinn, tekur okkur ekki nema einn til tvo daga. Ferlið hefur verið skipulagt mjög vel og ítarlega svo þetta ætti að ganga greitt, líka þegar fleiri skammtar af bóluefni komast til landsins,“ segir Óskar. Þeir fyrstu sem verða bólusettir hafa þegar fengið boð í bólusetningu á morgun. Heimilisfólk verður bólu- sett á hjúkrunarheimilum en fram- línustarfsmenn fá smáskilaboð þar sem þeir eru boðaðir í bólusetningu. Ljúka bólusetningu fljótlega Á vegum Heilbrigðisstofnunar Norðurlands eru starfræktar heilsu- gæslustöðvar og öldrunarstofnanir frá Blönduósi í vestri allt til Þórs- hafnar. Líkt og syðra kemst starfs- fólk í framlínu og íbúar á dvalarheim- ilum aldraðra fyrst allra í sprautu, alls um 500 manns. Sjúkrahúsið á Ak- ureyri er utan þessa hóps. Í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi sagðist Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN eiga von á bóluefninu norður síðdegis í dag, ellegar í fyrra- málið. Þá strax yrði hafist handa við aðgerðir, sem yrði lokið á einum til tveimur dögum. „Þegar búið er að bólusetja starfs- fólk í framlínu og fólk í viðkvæmasta hópnum, það er íbúa á hjúkrunar- heimilum, er strax búið að taka ágæt- an hluta út úr kerfinu. Svo er bara að vona að við fáum meira af bóluefni á allra næstu dögum, svo þetta gangi greitt fyrir sig“, segir forstjórinn. Distica sér um dreifingu Stjórnvöld hafa samið við dreifing- arfyrirtækið Distcia um dreifingu bóluefnisins, en fyrirtækið sérhæfir sig í dreifingu lyfja og lækninga- tækja. Júlía Rós Atladóttir, fram- kvæmdastjóri Distica, segir verkefn- ið ótvírætt það stærsta sem fyrir- tækið hefur séð um. Efnið kemur frá Amsterdam með flugi og er því haldið í 80 gráða frosti með þurrís. Áður en bóluefninu er keyrt út þarf að fara yfir flutnings- ferlið og hitastigið í flutningnum en sérstakir hitasíritar fylgjast með hitastigi efnisins meðan á flutningn- um stendur. Það er í höndum Pfizer að gefa lokamat á að flutningurinn til Íslands hafi verið í lagi, og að svo búnu er hægt að keyra það út. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Suðurlandsbraut Húsið að Suðurlandsbraut 34, sem einu sinni nefndist Orkuhúsið, verður nýtt undir bólusetningar. Bólusetning hefst við veiru á morgun  10.000 skammtar til landsins  Búið að boða fyrstu í skimun Níu ný innanlandssmit kórónuveir- unnar greindust á annan í jólum samkvæmt bráðabirgðatölum. Átta af þeim sem reyndust smitaðir voru í sóttkví við greiningu. Þá greindust sjö smit á landamærum. Þetta staðfesti Jóhann K. Jó- hannsson, samskiptastjóri almanna- varnadeildar, við mbl.is. Sýnataka fór fram með hefð- bundnu sniði í fyrradag, en sýna- tökustaðir voru lokaðir á að- fangadag og jóladag. Tvö smit greindust á jóladag, en sú tala getur meðal annars náð til sýna sem greind voru eftir að tölur þar á und- an voru birtar. Þá greindust þrír á aðfangadegi jóla. Níu innanlandssmit, þar af átta í sóttkví

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.