Morgunblaðið - 28.12.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2020
England
Sheffield United – Everton .................... 0:1
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn
með Everton og skoraði sigurmarkið á 80.
mínútu.
Arsenal – Chelsea.................................... 3:1
Rúnar Alex Rúnarsson var varamark-
vörður Arsenal í leiknum.
Leeds – Burnley....................................... 1:0
Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í
leikmannahópi Burnley vegna meiðsla.
Leicester – Manchester United .............. 2:2
Aston Villa – Crystal Palace.................... 3:0
Fulham – Southampton ........................... 0:0
Manchester City – Newcastle ................. 2:0
West Ham – Brighton.............................. 2:2
Liverpool – WBA...................................... 1:1
Wolves – Tottenham ................................ 1:1
Staðan:
Liverpool 15 9 5 1 37:20 32
Everton 15 9 2 4 26:19 29
Leicester 15 9 1 5 28:19 28
Manch. Utd 14 8 3 3 30:23 27
Tottenham 15 7 5 3 26:15 26
Manch. City 14 7 5 2 21:12 26
Aston Villa 13 8 1 4 27:13 25
Chelsea 15 7 4 4 30:17 25
Southampton 15 7 4 4 25:19 25
West Ham 15 6 4 5 23:21 22
Wolves 15 6 3 6 15:20 21
Leeds 15 6 2 7 25:30 20
Newcastle 14 5 3 6 17:24 18
Crystal Palace 15 5 3 7 19:28 18
Arsenal 15 5 2 8 15:19 17
Brighton 15 2 7 6 18:24 13
Burnley 14 3 4 7 8:20 13
Fulham 15 2 5 8 13:23 11
WBA 15 1 5 9 11:30 8
Sheffield Utd 15 0 2 13 8:26 2
B-deild:
Barnsley – Huddersfield ......................... 2:1
Blackburn – Sheffield Wed ..................... 1:1
Bristol City – Wycombe........................... 2:1
Cardiff – Brentford .................................. 2:3
Coventry – Stoke...................................... 0:0
Derby – Preston ....................................... 0:1
Nottingham F. – Birmingham ................ 0:0
QPR – Swansea ........................................ 0:2
Reading – Luton....................................... 2:1
Watford – Norwich................................... 1:0
Staðan:
Norwich 21 13 4 4 29:19 43
Swansea 21 11 6 4 25:12 39
Bournemouth 20 10 8 2 35:16 38
Brentford 21 10 8 3 34:20 38
Watford 21 10 7 4 24:15 37
Reading 21 11 3 7 32:27 36
Stoke 21 9 7 5 25:20 34
Middlesbrough 20 9 6 5 24:15 33
Bristol City 21 10 3 8 22:22 33
Barnsley 21 9 4 8 25:27 31
Blackburn 21 8 5 8 35:25 29
Cardiff 21 8 5 8 28:23 29
Preston 21 9 2 10 28:30 29
Huddersfield 21 8 4 9 25:29 28
Luton 21 7 6 8 18:23 27
Millwall 20 5 10 5 17:18 25
Birmingham 21 5 8 8 17:23 23
Coventry 21 5 8 8 20:28 23
QPR 21 4 8 9 19:29 20
Nottingham F. 21 4 6 11 14:25 18
Rotherham 19 4 4 11 18:27 16
Derby 20 3 7 10 10:23 16
Wycombe 21 2 6 13 13:31 12
Ítalía
B-deild:
Brescia – Empoli...................................... 1:3
Birkir Bjarnason lék fyrstu 77 mínút-
urnar með Brescia en Hólmbert Aron Frið-
jónsson var ekki í hóp vegna meiðsla.
Venezia – Salernitana............................. 1:2
Bjarki Steinn Bjarkason lék allan leikinn
með Venezia og Óttar Magnús Karlsson
kom inn á sem varamaður á 52. mínútu.
Staða efstu liða:
Salernitana 31, Empoli 30, Cittadella 26,
Monza 26, SPAL 26, Frosinone 25, Lecce
24, Venezia 23, Chievo 20, Pisa 19, Brescia
18.
Holland
Utrecht – AZ Alkmaar............................ 2:2
Albert Guðmundsson var allan tímann á
varamannabekk AZ.
Staðan:
Ajax 34, PSV Eindhoven 33, Feyenoord 29,
Vitesse 29, AZ Alkmaar 27, Groningen 26,
Twente 24, Heerenveen 20, Sparta Rotter-
dam 18, Utrecht 17, Zwolle 16, Heracles 15,
Fortuna Sittard 13, Waalwijk 12, Willem II
9, Venlo 9, ADO Den Haag 7, Emmen 5.
Belgía
OH Leuven – Oostende ........................... 1:2
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með
Oostende.
Staða efstu liða:
Club Brugge 39, Genk 35, Charleroi 33,
Anderlecht 32, Antwerpen 31, Oud-Hever-
lee 29, Beerschot 28, Kortrijk 26, Gent 25,
Oostende 25, Standard Liege 25.
Tyrkland
B-deild:
Akhisarspor – Giresünspor.................... 0:1
Theódór Elmar Bjarnason var ekki í
leikmannahóp Akhisarspor.
Katar
Al Sailiya – Al-Arabi ............................... 0:1
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn
með Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar
liðið.
ENGLAND
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
„Það hefur verið skrítið að búa sig
undir leiki og svo koma þeir ekki en
það er allt í lagi. Ég hef verið í fríi
síðustu sex ár á þessum tíma árs,
svo ég er vanur því,“ sagði knatt-
spyrnumaðurinn Daníel Leó Grét-
arsson í samtali við Morgunblaðið.
Daníel leikur með Blackpool í
ensku C-deildinni, en síðustu tveim-
ur leikjum liðsins hefur verið frestað
vegna kórónuveirusmita. Hann kom
til enska suðurstrandarfélagsins frá
Álasundi í Noregi þar sem hann var
í tæp sex ár, en hann er uppalinn
Grindvíkingur. „Ég var kominn á
endastöð hjá Álasundi. Ég var búinn
að vera þar í fimm og hálft ár og
hlutirnir voru ekkert að ganga upp á
þessu ári. Ég þurfti á nýrri áskorun
að halda,“ sagði Daníel, en Álasund
féll úr norsku úrvalsdeildinni fyrr í
mánuðinum.
Auðveld ákvörðun
Það var auðveld ákvörðun fyrir
miðvörðinn að velja Blackpool um
leið og hann heyrði af áhuga félags-
ins. „Ég get sagt það. Blackpool
setti sig snemma í samband við mig
og sýndi mér mjög mikinn áhuga og
mér leist vel á það. Ég skoðaði ekki
margt annað. Það eru ekki margir
sem hafa prufað að spila í neðri
deildum á Englandi og mér fannst
það spennandi og öðruvísi áskorun.“
Áratugurinn hefur verið vægast
sagt skrautlegur hjá Blackpool. Árið
2010 var liðið í ensku úrvalsdeildinni
en sex árum síðar var félagið næst-
um því gjaldþrota og liðið fallið nið-
ur í D-deildina. Blackpool vann sér
aftur inn sæti í C-deildinni fyrir
þremur árum síðan og stefnir að
sæti í B-deildinni, en liðið er sem
stendur í 12. sæti með 27 stig eftir
18 leiki og aðeins með eitt tap í síð-
ustu níu leikjum. Daníel er töluvert
hrifnari af heimavelli Blackpool,
Bloomfield Road, heldur en æf-
ingasvæðinu
„Þetta er öðruvísi. Æfingaað-
staðan er ekki alveg eins flott og ég
bjóst við. Hjá Álasundi æfðum við á
keppnisvellinum og á gervigrasi.
Æfingasvæðið sem við erum á núna
er tímabundið. Planið er að byggja
nýtt æfingasvæði. Eigandinn sem
átti félagið var ekki að eyða miklum
peningum í það. Völlurinn er hins
vegar mjög flottur og rúmar um
16.000 manns. Þetta lið var í efstu
deild fyrir nokkrum árum. Leik-
mennirninr hérna eru hæfileikaríkir
og góðir og liðið er mjög gott.“
Metnaðarfullur eigandi
Hinn skrautlegi Owen Oyston,
sem sat í fangelsi frá 1996 til 1999
fyrir nauðgun, og fjölskylda hans
áttu Blackpool frá 1988 til 2019 og
voru vægast sagt ekki vinsæl hjá
stuðningsmönnum félagsins enda
oftar en einu sinni sökuð um að
ræna af því peningum. Illa var staðið
við samninga leikmanna og stuðn-
ingsmenn hættu að mæta á völlinn.
Varð mikil veisla þegar fjölskyldan
seldi loks félagið á síðasta ári og
Simon Sadler, sem er fæddur í
Blackpool, tók við stjórnartaum-
unum. „Eigandinn núna er frá
Blackpool og hann hefur ástríðu fyr-
ir félaginu og er tilbúinn að gera
margt fyrir það. Hann er að setja
pening í verkefnið og það komu 17
leikmenn fyrir tímabilið á meðan
margir fóru. Þetta er nýtt lið sem er
verið að setja saman. Stefnan er sett
upp um deild og ég var til í að vera
með í því verkefni,“ útskýrði Grind-
víkingurinn.
Aðeins einu sinni í tapliði
Hann fékk lítið að spila í upphafi
leiktíðar, þrátt fyrir slæmt gengi í
deildinni framan af tímabili. Hann
lék loks fyrsta leikinn sinn 31. októ-
ber gegn Burton á útivelli og vannst
sá leikur 2:1. Síðan þá hefur Daníel
Leó leikið sex deildarleiki til við-
bótar og aðeins einu sinni verið í
tapliði. „Það var erfitt að koma inn í
þetta þegar hinir leikmennirnir
fengu undirbúningstímabilið þar
sem þeir voru að standa í stórum lið-
um. Þeir komust í 2:0 á móti Liver-
pool og gerðu 3:3-jafntefli við Ever-
ton. Það gekk hins vegar ekki vel í
upphafi tímabilsins og þegar ég kom
voru þeir rétt fyrir ofan fallsæti. Ég
var ekki í liðinu fyrst en svo fékk
einn hafsentinn rautt og fór í þriggja
leikja bann. Þá fékk ég tækifærið og
finnst ég hafa nýtt það. Ég hef bara
einu sinni verið í tapliði, það var á
móti Doncaster þar sem við kom-
umst 2:0 yfir og töpuðum 2:3.“
Hann segir ensku C-deildina vera
öðruvísi en tvær efstu deildir Nor-
egs og þá fær hann oft að finna fyrir
því hjá stórum og stæðilegum fram-
herjum andstæðinganna. „Þetta er
öðruvísi. Fólk heldur kannski að C-
deildin á Englandi sé ekkert góð en
það er mikið af góðum leikmönnum
hérna. Þetta snýst mikið um lík-
amlegan styrk. Í Noregi var mikið
sent í svæði á framherjana en hér er
boltinn settur upp í loftið og í skalla-
einvígi. Þú þarft að vera tilbúinn að
fá olnboga í andlitið og dómarinn er
ekki að fara að flauta á það. Ég er
búinn að fá nokkra olnboga í andlitið
og hef fundið fyrir því,“ sagði Daní-
el, sem missti hluta úr tönn í leik
gegn Hull 15. desember. „Það var
búið að vara mig fyrir leikinn að
framherjinn væri svolítið í þessu. Ég
fékk tvisvar olnbogann í kjaftinn og
það brotnaði upp úr tönn. Liðsfélög-
unum fannst rosalega fyndið að ég
væri að kæla á mér kjammann eftir
leik. Þetta hefur gerst oft en þetta
var sérstaklega mikið þarna.“
Neil Critchley er knattspyrnu-
stjóri Blackpool en hann stýrði U18
og U23 liðum Liverpool áður en
hann tók við aðalliði Blackpool í
mars á þessu ári.
„Hann veit hvað hann er að gera.
Þetta er í fyrsta skipti sem hann
tekur við aðalliði og hann er að
sanka að sér reynslu á því sviði, þar
sem þetta er ekki alveg eins. Hann
er samt sem áður mjög fær og lofar
góðu. Hann hringdi í mig þegar ég
var í viðræðum við félagið og sagði
mér að hann væri búinn að fylgjast
með mér og væri að leita að manni
með mína styrkleika. Ég fann strax
að hann hafði mikinn áhuga á mér
og það hjálpaði til við að taka þessa
ákvörðun.“
Kórónuveiran hefur verið skæð á
Bretlandseyjum og Daníel Leó því
lítið fengið að njóta sín á suður-
ströndinni. „Fyrsta mánuðinn sem
ég var hérna var ég á hótelherbergi
en eftir það kom konan og litli strák-
urinn minn og ég eyði miklum tíma
heima bara. Það er allt í lagi en ég
væri alveg til í að geta kíkt út á kaffi-
hús og svona, en það er ekki mikið
um það. Það eru alltaf einhverjir fé-
lagar að fá þetta. Við þurfum að fara
á okkar eigin bíl á æfingasvæðið og
megum ekki fara í sturtu á æf-
ingasvæðinu. Þetta er öðruvísi en ég
er vanur og vonandi fer þetta að
lagast,“ sagði Grindvíkingurinn.
Fengið nokkra olnboga í
andlitið og fundið fyrir því
Daníel Leó í hörkunni í ensku C-deildinni Hefur nýtt tækifærið mjög vel
Ljósmynd/Blackpool
Harka Daníel Leó Grétarsson gekk til liðs við Blackpool frá Álasundi í Noregi í byrjun október.
Bjarki Már Elísson er markahæsti
leikmaður þýsku 1. deildarinnar í
handknattleik en hann skoraði
fimm mörk fyrir Lemgo í 23:29-tapi
liðsins á heimavelli gegn Füchse
Berlín í deildinni í gær. Bjarki Már
hefur skorað 107 mörk í sextán
leikjum á tímabilinu en Viggó
Kristjánsson, liðsfélagi Bjarka í ís-
lenska landsliðinu og leikmaður
Stuttgart, er næstmarkahæstur
með 105 mörk í fimmtán leikjum.
Robert Weber, leikmaður Nord-
horn, er þriðji markahæstur með
103 mörk í fimmtán leikjum.
Áfram berjast
Íslendingarnir
Lemgo
Markahæstur Bjarki Már hefur
skorað 107 mörk í Þýskalandi.
Martin Hermannsson átti stórleik
fyrir Valencia þegar liðið vann
101:75-sigur á botnliði Gipuzkoa á
heimavelli í efstu deild Spánar í
körfuknattleik í gær. Martin skor-
aði 17 stig og var stigahæsti leik-
maður Valencia ásamt Mike Tobey
sem skoraði einnig 17 stig. Þá gaf
Martin einnig fimm stoðsendingar í
leiknum en Valencia er í áttunda
sæti deildarinnar með 18 stig.
Haukur Helgi Pálsson skoraði 15
stig fyrir Andorra í 93:81-tapi liðs-
ins gegn Tenerife á útivelli en An-
dorra er með 14 stig í tíunda sæti.
Stigahæstur í
stórsigri Valencia
Ljósmynd/@YarisahaBasket
17 Martin gekk til liðs við Valencia
frá þýska liðinu Alba Berlín í sumar.