Morgunblaðið - 28.12.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.12.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Björgunarsveitir sinna mik- ilvægri neyðarþjónustu og því þarf vel hlúa að fólkinu sem stend- ur vaktina. Það þarf að vera tilbú- ið að ganga inn krefjandi að- stæður sem geta tekið á og valdið áfallastreitu eða jafnvel áfalla- streituröskun. Gæta þarf að for- vörnum, styðja við og fylgjast vel með líðan fólks. Sálræni þátturinn vegur þungt,“ segir Elva Tryggva- dóttir björgunarsveitarkona. Elva hefur lengi hefur verið virk í starfi Slysavarnafélagsins Landsbjargar (SL); liðsmaður í út- kallssveit Hjálparsveitar skáta í Garðabæ, aðgerðastjórnandi og leiðbeinandi við björgunarskól- ann. Aðalstarfið Elvu er verkefn- isstjórn neyðarviðbúnaðar hjá Isavia og því tengt er nýlegt loka- verkefni hennar í mannauðs- stjórnun við Háskóla Íslands. Sál- rænn stuðningur meðal viðbragðsaðila á Íslandi, er yf- irskrift verkefnisins þar sem staða SL er sérstaklega greind og tæki- færi til úrbóta kynnt. Um þess efni hefur Elva fjallað víða, m.a. á nám- skeiðum og nú síðast á fundi full- trúaráðs Slysavarnafélagsins Landsbjargar og hjá stjórn félags- ins. Á þeim vettvangi voru allir sammála um að gera sálrænan stuðning við björgunarsveitafólk að forgangsmáli. Eðlilegt að gefa eftir „Fólk sem sinnir neyðarhjálp, hvort sem það er í björgunarsveit- unum, lögreglu, slökkviliði eða annars staðar eru hetjur í flestra vitund. Yfirbragð hetja er að geta allt og að ekkert bíti á þær. En auðvitað eru hetjur mannlegar. Að gefa eftir eru eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum. Einu sinni var menningin sú að björg- unarfólk mætti ekki sýna við- brögð. Slíkt væru veikleikamerki. Nálgunin er alls önnur í dag,“ seg- ir Elva. Fyrst var farið að gefa gaum að andlegri líðan björgunar- sveitafólks og annarra sem bjargir veita upp úr árinu 1990. Þetta kom svo enn sterkar inn í kjölfar snjó- flóðanna á Vestfjörðum árið 1995. Fjöldi björgunarsveitafólks fór þá í verkefni sem reyndu mjög á líf og líðan. Í kjölfarið farið að taka sál- rænum stuðning við þessa hópa föstum tökum. Svo stuðningur sé markviss þarf hann að fela í sér fræðslu. Til þarf að vera viðbragðsáætlun með skýrum verkferlum, félagastuðn- ingur og aðgangur að fagaðstoð. Einnig er gott að veita fræðslu til aðstandenda björgunarfólksins. Ferlar og félagastuðningur „Áfallastreita og einkenni frekari röskunar eru þekkt, auk brotthvarfs úr starfi. Að fyr- irbyggja slíkt er mikilvægt, björg- unarsveitirnar þurfa að halda í vel þjálfað fólk, “ segir Elva. „Alllangt er síðan farið var að efla og inn- leiða sálræna hjálp; til dæmis með félagastuðningi og sjálf er ég í þeim hópi sem sinni slíku. Í ein- staka sveitum hafa verið settir upp skriflegir ferlar um hvernig standa skuli að málum, þó þau séu oftar en ekki tekin óformlega. Skrifstofa félagsins hefur einnig haft milligöngu um viðrunarfundi eða aðstoð eftir sérstaklega erfið verkefni,“ segir Elva. Fræðsluefni um þessi mál, sem björgunarsveitirnar hafa starfað samkvæmt, segir Elva lítið hafa breyst í gegnum árin. Þar sé hægt að gera betur. Þekkingin hvernig best megi vinna úr áföll- um verði æ meiri. Viðurkenning sé mikilvægi sálræns stuðnings, sem nú sé nú hluti af þeim áætlunum sem til dæmis lögregla, Landhelg- isgæslan, Neyðarlínan, Slökkvilið millibili talsverða framþróun. Hún segir að smæð íslensks samfélags og samvinnu um að deila þekkingu þarna tvímælalaust hjálpa til- „Þung viðbrögð við áföllum eru sálræn en eiga sér líka skýringar í lífeðlisfræði. Flestir vinna sig sjálfir út úr erfiðri reynslu á mán- uði eða svo, stundum með sálræn- um stuðningi. Ef ekki, er fagn- aðarefni að nú sé þekking og geta til grípa fljótt inn í málin sjáist að þörf sé á slíku. Sömuleiðis er fólk opnara en áður fyrir að leita sér hjálpar og mannlegi þátturinn er á yfirborðinu.“ Aðstandendur oft í angist Elva Tryggvadóttir byrjaði í björgunarsveit 16 ára gömul árið 1993 og hefur á þeim tíma farið í hundruð útkalla og eftirminnileg verkefni. „Ég var svekkt að vera ekki send í snjóflóðin fyrir vestan á sínum tíma, en skil þá ákvörðun í dag. Þangað hefði unglingur ekki átt neitt erindi. Í dag sinni ég að- gerðastjórn í allskonar verkefnum og þar kemur sálræni þátturinn sterkt inn, að huga að líðan björg- unarfólks og virkja stuðning innan sveitanna ef svo ber undir. Eins eru aðgerðastjórnendur oft í leit- ar- og björgunaraðgerðum með aðstanendum sem oft eru í angist, líður illa og þurfa stuðning,“ segir Elva. höfuðborgarsvæðisins og Rauði krossinn starfa eftir. Í verkefni sínu ræddi Elva við fulltrúa þessara stofnana, fyrst ár- ið 2016 og svo aftur í sumar. Greindi hún á þessu fjögurra ára Andleg líðan björgunarsveitarfólks sem sinnir erfiðum verkefnum er í brennidepli Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sálrænt Björgunarfólk er opnara en áður fyrir að leita sér hjálpar og mannlegi þátturinn er á yfirborðinu, segir Elva Tryggvadóttir. Hetjur eru mannlegar  Elva Tryggvadóttir fæddist 1977 og ólst upp á höfuðborg- arsvæðinu. Er B.Sc. í við- skiptafræði með áherslu á stjórnun og MS í mannauðs- stjórnun frá Háskóla Íslands. Elva hefur starfað í mannauðs- málum til fjölda ára en starfar nú hjá Isavia. Samhliða hefur hún sinnt björgunarsveitar- störfum frá unglingsaldri. Er formaður svæðisstjórnar á svæði 1 og situr í landsstjórn björgunarsveita. Stundar nú diplómunám í sálgæslu með vinnu við HÍ.  Elva er gift Einari Ágústs- syni vélfræðingi og eiga þau þrjár dætur, 11-21 árs. Hver er hún? Morgunblaðið/Eggert Seyðisfjörður Hjálparliðar stóðu í ströngu eystra eftir skriðuföll. Að- gerðir tóku á, en þeim sinnti meðal annars fólk úr hundabjörgunarsveit. Söfnum í neyðarmatarsjóð til matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í matarsjóðinn Guð blessi ykkur öll Lagt er til að starfshópur sem heil- brigðisráðherra skipi hafi í byrjun næsta sumars komið með tillögur um bætta aðstöðu fyrir geðsvið Landspítala. Komið verði með til- lögur um hús sem mæti kröfum nú- tímans um mannúðlega geðheil- brigðisþjónustu. Þetta segir í þings- ályktunartillögu þingmanna Sam- fylkingar, sem Helga Vala Helga- dóttir flytur. Í dag er starfsemi geðsviðs Land- spítalans við Hringbraut og á Kleppi. Þau hús séu byggð skv. öðr- um viðmiðum en nú gilda um mann- úðlega meðferð sjúklinga. Í tillög- unni er bent á að í Danmörku hafi verið byggð sjúkrahús sem taki mið af áhrifum umhverfis og húsakosts á geð. Slíkt þurfi á Íslandi og að starfsemi geðsviðs Landspítala verði flutt í umhverfi útiveru. Vilja tillögur um ný geðdeildarhús Morgunblaðið/Kristinn Landspítali Geðdeildarhúsið við Hring- braut er sagt vera barn síns tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.