Morgunblaðið - 28.12.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.12.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FRÁBÆR NÝ JÓLA TEIKNIMYND JÓLAMYNDIN 2020 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Bandaríska tónlistarkonan Coco Reilly kom hingað til lands í sumar og stóð til að dvölin yrði stutt. Ætl- unin var að vinna að kvikmyndatón- list fyrir ónefnt verkefni og halda síðan aftur heim til Los Angeles. Reilly er enn þá á Íslandi og langar ekki aftur heim, vill vera hér sem lengst. „Þetta er svo dásamlegur staður, þið hafið allt til alls og fyrir mér er þetta draumur fullur af bók- um, rithöfundum, tónlistarmönnum og listamönnum,“ segir Reilly bros- andi frá íbúð sinni í gamla Vestur- bænum. Hún var langt komin með fyrstu breiðskífu sína þegar hún kom til Íslands, kláraði hana í byrj- un vetrar og gaf út nú í byrjun des- ember. Reilly er söngkona, lagahöf- undur, hljóðfæraleikari og tónskáld og hefur þessi fyrsta breiðskífa hennar, samnefnd henni, þegar vak- ið athygli miðla á borð við Rolling Stone sem lýsir tónlist Reilly sem blöndu af Fionu Apple, Air, George Harrison og Flaming Lips. Ekki leiðum að líkjast. Áður en Reilly flutti til Los Ang- eles bjó hún í New York og Nash- ville og þekkir því vel til ólíkra borga og ólíkrar menningar Banda- ríkjanna. Hún segist allt frá barns- aldri hafa samið tónlist og stofnað hljómsveit á táningsaldri. Núna er tónlistin atvinna hennar en á tíma- bili reyndi hún að fara aðra leið. „Ég hélt að mig langaði að verða læknir eða taugafræðingur, fór aftur í nám en sinnti líka hinum ýmsu störfum. Ég var aðstoðarmaður dýralæknis, vann í blómabúð, byrjaði og hætti í námi en endaði alltaf aftur í tónlist. Ég hitti reglulega tónlistarmenn, hætti aldrei að semja og ákvað að gera tónlistina ekki að ævistarfi. Þetta var um tíu ára tímabil og ég lærði af mistökum mínum,“ segir Reilly. Upptökum lauk vorið 2017 Platan var tekin upp á ýmsum stöðum og lauk upptökum í Battle Tapes-hljóðverinu í Nashville vorið 2017. Coco flutti þá til Los Angeles og hugðist gefa plötuna út þar en út- gáfunni seinkaði því viðræður við út- gáfufyrirtæki drógust á langinn. Lauk Reilly við plötuna í Reykjavík þremur árum síðar, hljóðblöndun og masteringu og naut við það liðsinnis Alberts Finnbogasonar. Reilly segist ekki hafa bundið miklar vonir við plötuna sem fór í gegnum margar umbreytingar og var tekin upp þrisvar áður en Reilly varð sátt við hljóðheiminn. „Ég er hrifin af draumkenndum, róm- antískum og gróskumiklum hljóm- heimum en ekki tónlist sem er of hrein, nútímaleg og fáguð. Ég er hrifin af tónlist fimmta áratugarins á borð við The Ink Spots og Julie London. Og auðvitað er ég hrifin af Bítlunum og George Harrison,“ seg- ir Reilly. Hún hafi þó ekki haft ein- hvern tiltekinn heildarhljóm í huga fyrir plötuna heldur valið eitt og annað sem henni líkaði fyrir hvert lag fyrir sig. „Ég kalla þessa plötu Franken- stein-inn. Hún var tekin upp í svo mörgum húsum, í svo mörgum her- bergjum og á svo margar tölvur, í ólíkum ríkjum og löndum. Ég var svo blönk að við tókum bara upp þegar ég hafði efni á því,“ segir Reilly kímin. Ýmsir hljóðfæraleik- arar tóku þátt í upptökunum, m.a. gítarleikarinn Jerry Bernhardt sem Reilly segir gríðarlega færan og fjölhæfan. „Það er mikil gjöf að fá slíkan mann til liðs við sig, mann sem veit hvað maður er að hugsa.“ Heyrn er sögu ríkari og má finna plötu Reilly á Soundcloud, Spotify og víðar og einnig má benda á vef- síðu hennar, cocoreilly.com. Fékk nóg af blekkingum – Í tilkynningu segir að þetta sé konseptplata … „Já, það var ekki ætlunin hjá mér en hún reyndist vera það á end- anum,“ svarar Reilly. „Ég var að yrkja um að ég vildi að fólk segði mér sannleikann og að ég ætti líka að vera heiðarleg við sjálfa mig. Ég var bara búin að fá nóg af blekking- arleikjum, að fólk sýndi ekki sitt rétta andlit og nóg af því að verða fyrir vonbrigðum. Ég áttaði mig síð- ar á því að ég hefði líklega sjálf stundað slíka leiki og ætti því ekki að ásaka aðra,“ segir Reilly. Hún hafi kannað eigin sjálf og reynt að átta sig betur á sjálfri sér. Lagatextarnir eru sprottnir úr reynsluheimi Reilly og yrkir hún meðal annars um samband við fyrri unnusta sinn. „Það var erfitt sam- band sem fékk mig til að líta í eigin barm. Ég sleit trúlofuninni og ákvað þá að snúa mér aftur að tónlist. Mig langaði samt ekki að skrifa um ást- arsamband því slík sambönd eru hverful,“ segir Reilly og að hún hafi þurft að kafa í undirvitundina og átta sig á því hvaðan ákveðnar til- finningar væru sprottnar. Textarnir vísa einnig í bandaríska pólitík og forsetatíð Donalds Trump; tíma blekkinga, misvísandi upplýsinga og lyga. Reilly segist á þessum tíma hafa velt fyrir sér hver væri að segja sannleikann, hvað væri raunverulegt og hvort allir væru meira eða minna að tjá skoð- anir sínar gegn greiðslu. Í textunum bendi hún á að fólk geti haft þá heimsmynd sem því sýnist en á end- anum muni sannleikurinn alltaf leita upp á yfirborðið og réttlætið sigra að lokum. Ljósmynd/Julie Rowland Leitandi Coco Reilly býr um þessar mundir á Íslandi og gaf í byrjun mánaðar út fyrstu breiðskífu sína. Í leit að sannleikanum  „Ég kalla þessa plötu Frankenstein-inn,“ segir tónlistarkonan Coco Reilly um fyrstu breiðskífu sína sem kláruð var á Íslandi  Ekki enn farin heim til Los Angeles og segir Ísland draumi líkast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.