Morgunblaðið - 28.12.2020, Side 8

Morgunblaðið - 28.12.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2020 Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Gleðilegt nýtt ár Bjarni Benedikts-son sýndi ámælisverða óvar- kárni í Ásmundar- sal, að minnsta kosti eftir að fjölgaði í salnum. Á því baðst hann afsökunar, sem sumir taka gott og gilt, aðrir ekki. Þetta var ekki ósvipað hegðun Ni- cola Sturgeon, for- sætisráðherra Skot- lands, sem sama dag braut sóttvarna- reglur, eða þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra faðmaði Seyðfirð- inga. Það hefur ýmsum orðið hált á sóttvarnasvellinu og er ekki til eft- irbreytni.    Vinnubrögð lögreglunnar, semtók það upp hjá sér að gera fréttamál úr atvikinu með afar óvenjulegum hætti eru einnig ámælisverð. Háðsglósa um „hátt- virtan ráðherra“, annarlegar dylgj- ur um ölvun og kossaflangs, rangar staðhæfingar um aðstæður, og furðuleg undanbrögð þegar fjöl- miðlar grennsluðust nánar fyrir, hafa skaðað trúverðugleika henn- ar. Ekki síður þegar haft er í huga að tvennir fjölmennir tónleikar voru í miðbænum sama kvöld, án þess að það kæmi fram í „Dagbók lögreglunnar“.    Afstaða stjórnarandstöðunnnarkom ekki mikið á óvart. Það er ekki mjög fréttnæmt að hún vilji stjórnina feiga. Hvað þá tilboð Pí- ratans siðprúða, Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, um að hún styddi minnihlutastjórn Framsóknar og vinstri grænna ef Bjarni og íhaldið hypjuðu sig. Hún var fyrst þing- manna til að vera fundin sek um brot á siðareglum Alþingis, en sagði þó hvorki af sér þingmennsku né formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Bjarni Benediktsson Hált á sóttvarnasvellinu STAKSTEINAR Katrín Jakobsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Frekari efnistöku í Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli, vestan við Selfoss, eru ýmis skilyrði sett skv. nýju áliti Skipulagsstofnunar. Áform eru um af hálfu forsvarsmanna Fossvéla ehf. að taka allt að 27,5 milljónir rúmmetra af möl og grjóti af 42,5 ha. svæði á há- sléttu fjallsins, en efninu er þaðan ýtt fram af fjallsbrún, niður hlíðar og í gryfju þar sem því er mokað á bíla. Í áliti Skipulagsstofnunar árið 2006 sagði að sú stækkun námusvæðisins sem þá var í bígerð breytti ásýnd Ing- ólsfjalls varanlega og mótvægisað- gerðir dygðu ekki. Þetta eigi sterkar við nú. Því sé mikilvægt verði af auknu malarnámi að laga efnistöku- svæðið jafnóðum að þeim náttúrulegu línum sem þarna séu í landinu. Einnig þurfi að gæta að vinnslusvæði við fjallsrætur og jafna út manir og hauga. Þessar aðgerðir bæti þó skað- ann óverulega. Skýr ákvæði þurfi í deiliskipulagi um frágang vinnslu- svæða. Námurnar í Ingólfsfjalli hafa verið nýttar frá 1957. Nú telur Skipulags- stofnun mikilvægt að dregið verði úr efnistöku í þurriviðri þegar vindur stendur að byggð til að draga úr ryk- mengun. Einnig þurfi við útgáfu starfs- og framkvæmdaleyfis að hafa í huga við að vatnsból séu nærri. sbs@mbl.is Frekara malarnámi sett skilyrði  Efnisnám áfram  Ásýnd Ingólfs- fjalls breytist  Skaðinn er óbættur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ingólfsfjall Þórustaðanáma er áberandi í landinu og verður áfram. Til stendur að flugeldasölur björg- unarsveitanna á höfuðborgarsvæð- inu verði opnaðar nú kl. 9 sem þær svo verða til kl. 23:30 í kvöld og dagana fram að áramótum. Sölu- staðirnir í Reykjavík og nærliggjandi bæjum eru í flestum hverfum, en á landsvísu verður hægt að kaupa flugelda af björgunarsveit- unum á um 90 stöðum. „Þetta er heilmikil vertíð og flestir sem sveitunum tengjast gefa sig fram og taka þátt í þessu skemmtilega verkefni,“ segir Róbert H. Hnífs- dal, verkefnisstjóri hjá Slysavarna- félaginu Landsbjörg. Til stóð að fækka leyfilegum söludögum flugelda nú milli jóla og nýárs, það er að salan hæfist ekki fyrr en 29. desember. Frá því var horfið vegna Covid-ástandsins í samfélaginu svo ekki myndaðist mannmergð á sölustöðum með smithættu. „Úrvalið af skottertum og fjöl- skyldupökkum er mikið en rakettur með gamla laginu eru á undanhaldi, meðal annars vegna slysahættu, segir Róbert og bætir við að góð veðurspá fyrir gamlárskvöld viti á góða flugeldasölu næstu daga. Flugeldasala KR í Frostaskjóli í Reykjavík hefst á morgun og stend- ur fram eftir gamlársdegi. „Veð- urspáin lofar góðu og eftir þetta óvenjulega ár er sterkur uppsafn- aður skotvilji meðal landsmanna,“ segir Jónas Kristinsson fram- kvæmdastjóri KR. sbs@mbl.is Sterkur skotvilji er uppsafnaður  Flugeldasalan er nú að hefjast Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugeldar Gamla árið verður sprengt í loft upp með tilþrifum. Róbert H. Hnífsdal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.