Morgunblaðið - 28.12.2020, Page 12

Morgunblaðið - 28.12.2020, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2020 Norðurá I Norðurá II Munaðarnes Allar upplýsingar gefur Einar í síma 893 9111 eða einar@nordura.is Spennandi og góð laxveiði í stórkostlegu umhverfi. Glæsilegt veiðihús og frábært atlæti. Jafnvel skemmtilegra en bestu utanlandsferðir. Í Norðurá II bjóðum við upp á fallegt og gott veiðisvæði og er veitt á 3 stangir sem við seljum saman. Fullbúið veiðihús fylgir með í kaupunum,með 6 uppábúnum rúmum. Þrif innifalin. Gott verð. Veitt á 3 stangir. Borgar 2 stangir en veiðir á 3 stangir. Selt saman. Frábært verð. Veitt frámorgni til kvöldsmeð hádegishléi kl. 13:00 til kl 16:00. Góð laxavon og fjöldi fallegra veiðistaða. 28. desember 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 128.17 Sterlingspund 171.94 Kanadadalur 99.47 Dönsk króna 20.96 Norsk króna 14.667 Sænsk króna 15.406 Svissn. franki 143.87 Japanskt jen 1.2377 SDR 184.4 Evra 155.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 185.27 Hrávöruverð Gull 1872.55 ($/únsa) Ál 2022.0 ($/tonn) LME Hráolía 51.11 ($/fatið) Brent ● Mælingar Mastercard benda til þess að bandarískir neyt- endur hafi varið um 3% meira í jólainnkaupin í ár en í fyrra. Eins og við var að búast varð mikil aukning í netverslun á milli ára eða um 49% á tímabilinu 11. októ- ber til 24. desember enda reyndi al- menningur að lágmarka búðarferðir vegna kórónuveirufaraldursins. Fór um 19,7% af allri jólaverslun fram á netinu þetta árið og sýnir greining Mastercard jafnframt að kaupendur voru duglegir að nota snertilausar greiðslulausnir og nýta sér þann möguleika að sækja pantanir sem gerðar voru á netinu. Í ýmsum vöruflokkum á greina að breyttir lifnaðarhættir hafa haft áhrif á neyslumynstur fólks. Þannig hefur eft- irspurn eftir húsgögnum og vörum til að fegra heimilið aukist um 16,2% og kann, að sögn Reuters, að skýrast af því að fólk hefur þurft að verja meiri tíma heimafyrir í faraldrinum. Þá jókst sala á raftækjum fyrir heimilið um 6% miðað við sama tímabil í fyrra. Sala á fatnaði dróst saman um 15,7% og skartgripasala um 44,6%. ai@mbl.is Lítils háttar vöxtur í jólaverslun vestanhafs Pokar Jólainnkaupin gerð í Manhattan. STUTT Fagréttindi ekki viðurkennd Að sögn BBC er ekki að fullu ljóst hvernig á að túlka ákvæði samnings- ins um þjónustuviðskipti en það er mat breskra stjórnvalda að sam- komulagið við ESB tryggi að bresk fyrirtæki geti áfram keypt og selt þjónustu í nánast öllum geirum án verulegra takmarkana. Aftur á móti verða fagréttindi ekki lengur sjálf- krafa jafngild í Bretlandi og ríkjum ESB sem þýðir að t.d. læknar, verk- fræðingar og arkitektar munu rek- ast á hindranir hyggist þeir flytja sig á milli atvinnusvæða. Bretland fær að ráða yfir eigin hafsvæði en mun leyfa skipum frá ríkjum ESB að stunda veiðar í breskri lögsögu í a.m.k. nokkur ár til viðbótar. Mun 25% af þeim veiði- heimildum sem ESB-ríkin gátu nýtt á bresku miðunum færast yfir til breskra útgerða en það verður þó gert í smáskrefum yfir fimm og hálfs árs aðlögunartímabil. Að því loknu munu ESB og Bretland semja með reglulegu millibili um aðgang út- gerða að breskum og evrópskum fiskimiðum. Fái ekki of mikið frelsi Athygli vekur að samningurinn kveður á um að ESB getur skert að- gang Bretlands að innri markaði Evrópu ef breskum lögum er breytt með þeim hætti að það þyki gefa breskum fyrirtækjum of mikið sam- keppnisforskot á evrópska keppi- nauta þeirra. Bretum verður frjálst að setja eigin reglur á sviðum er varða t.d. umhverfisvernd og rétt- indi launafólks en ESB mun geta kvartað til sérstaks gerðardóms sem getur lagt á tolla ef reglurnar þykja veita ósanngjarnt forskot. Bretland mun geta vísað ákvörðunum ESB til gerðardómsins með sama hætti þó ólíklegt verði að teljast að ráðamenn í Brussel vilji draga úr afskiptum og kvöðum í evrópsku atvinnulífi. FT greinir frá að Bretum verður frjálst að heimsækja Evrópu en þeir munu þurfa áritun fyrir ferðalög sem vara lengur en 90 daga. Þá munu breskir ferðalangar áfram geta nýtt sér heilbrigðisþjónustu í Evrópu ef þeir þurfa á henni að halda. Eins og við var að búast verð- ur breskum flugfélögum ekki heimilt að fljúga á milli áfangastaða í Evr- ópu án viðkomu í Bretlandi en flug- félögin hafa þegar brugðist við þessu með því að stofna evrópsk dóttur- félög sem leyfir þeim að athafna sig óhindrað á Evrópumarkaði. Eftir er að semja um nokkur at- riði. Þannig hefur ekki verið gengið endanlega frá því hvort að bresk fjármálafyrirtæki fái óheftan aðgang að markaði ESB eða þurfi að sækja um starfsleyfi í hverju Evrópusam- bandsríki fyrir sig. Eins á að semja um það snemma á næsta ári hvaða reglur gilda um meðferð persónu- upplýsinga sem flæða í miklu magni á milli Bretlands og ESB. Bretar fá að hafa annan fótinn í Evrópu AFP Flöskuháls Flutningabílar bíða í röð í Dover. Nýja samkomulagið þrengir m.a. að breskum vöruflutningabílstjórum og gæti gert flutninga dýrari.  Samningur Bretlands og ESB trygg- ir að mestu aðgang að innri markaði Evrópu en þó með vissum skilyrðum FRÉTTASKÝRING Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Bresk stjórnvöld og fulltrúar ESB náðu samkomulagi á aðfangadag um hvernig viðskiptum Bretlands og Evrópusambandsins verður háttað að loknu Brexit-ferlinu. Viðræðurn- ar tóku níu mánuði og vantaði aðeins viku upp á að Bretland gengi úr ESB án samnings. Að sögn BBC er sam- komulagið ekkert smáræði: meira en 1.200 blaðsíður að lengd og þar af 800 síður af viðaukum og neðanmáls- greinum. Meðal þeirra atriða sem tókst að semja um er að engir viðbótartollar eða innflutningskvótar verða lagðir á vöruviðskipti á milli Bretlands og ESB-ríkjanna en engu að síður verða innfluttar vörur toll- og örygg- isskoðaðar sem gæti torveldað vöru- flutninga lítils háttar. Þá mun það flækja flutninga á vörum að þó svo breskum vörubílstjórum verði áfram heimilt að aka flutningabílum sínum í gegnum fjölda ríkja til að koma sendingum á áfangstað þá verður þeim aðeins leyft að afhenda vörur einu sinni og sækja vörur einu sinni í hverri ferð. Áður gátu þeir sótt vörur í þrígang innan ESB á leið sinni heim til Bretlands. Má reikna með að þetta verði breskum vöru- flutningafyrirtækjum þungt högg og geti leitt til hækkaðs flutningskostn- aðar. Breska hugveitan Centre for Economics and Business Research (CEBR) áætlar nú að hagkerfi Kína verði orðið stærra en hagkerfi Bandaríkjanna árið 2028 eða fimm árum fyrr en útreikningar höfðu áður bent til. Eru það ekki síst efnahagsleg áhrif kórónuveirufar- aldursins sem valda því að Kína virðist ætla að takast að komast svona hratt fram úr Bandaríkjun- um Segir CEBR að með því að grípa til mjög strangra smitvarnaaðgerða í upphafi faraldursins hafi kínversk stjórnvöld verið fljótari að ná tök- um á vandanum en ríki á Vest- urlöndum. Hefur hagkerfi Kína náð sér hraðar á strik á meðan Banda- ríkin og önnur vestræn lönd sjá fram á að neikvæð efnahagsáhrif af völdum faraldursins muni vara tölu- vert lengur. Breytingar í toppsætunum Reiknar CEBR með að hagvxöt- ur í Kína verði um 5,7% árlega frá 2021 til 2025 en lækki niður í 4,5% á árunum 2026 til 2030. Hugveitan á von á að Bandaríska hagkerfið nái góðri viðspyrnu árið 2021 en að hagvöxtur mælist 1,9% árin 2022 til 2024 og lækki niður í 1,6% eftir það, að því er Reuters greinir frá. Japan verður þriðja stærsta hag- kerfið fram til 2030 þegar Indland ryðst upp í þriðja sætið og færist þá Þýskaland úr fjórða sæti niður í það fimmta. Áætlar CEBR að Breska hagkerfið, sem í dag er það fjórða stærsta í heimi, færist niður í sjötta sæti árið 2024. ai@mbl.is AFP Sókn Kínverskir nemendur föndra. Áfram má vænta öflugs hagvaxtar í Kína en hægari á Vesturlöndum. Kína tekur fyrr fram úr BNA  Verða orðin að stærsta hagkerfi heims eftir átta ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.