Morgunblaðið - 28.12.2020, Síða 13

Morgunblaðið - 28.12.2020, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2020 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi, rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það ofnahreinsir, klór og stíflueyðir og þolir mikinn hita. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is HÁTT HITAÞOL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Formlega var byrjað að bólusetja með bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfi- zer og BioNTech gegn kórónuveir- unni í aðildarríkjum ESB í gær. Lýstu leiðtogar sambandsins yfir þeirri ósk sinni að bólusetningarher- ferðin gæti orðið til þess að aflétta þeirri „martröð“ sem heimsfarald- urinn hefur valdið. Rúmar 1,7 millj- ónir manns hafa nú látist af völdum veirunnar um alla veröld, og rúm- lega 80 milljón manns hafa smitast af henni. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, fagnaði áfanganum í gær og sagði upphaf herferðarinnar vera „tilfinningaríka stund“ sem sýndi fram á samheldni aðildarríkjanna. Þá myndi herferðin gera íbúum álf- unnar kleift að öðlast hægt og bít- andi aftur eðlilegt líf. Þjófstart í Þýskalandi Sum ríkjanna höfðu raunar byrjað á laugardeginum að veita fyrstu bólusetningarnar, þó að formlegur upphafsdagur herferðarinnar væri ekki fyrr en í gær. Þannig fékk hin 101 árs gamla Edith Kwoizalla fyrstu bólusetningarsprautuna í Þýskalandi ásamt 40 sambýlismönn- um sínum á elliheimili í Saxlandi- Anhalt. Þar í landi munu vistmenn á elli- heimilum, fólk yfir áttrætt og fólk í umönnunarstörfum fá fyrstu bólu- efnisskammtana. Jens Spahn, heil- brigðisráðherra Þýskalands, sagði að upphaf bólusetningar markaði „dag vonar“ fyrir Þjóðverja. „Bólu- efnið er lykillinn í að sigrast á far- aldrinum,“ sagði Spahn, en hann varaði einnig við því að það myndi taka langan tíma að ljúka bólusetn- ingarherferðinni, en áætlað hefur verið að um 60-70% almennings í löndunum þurfi að bólusetja sig til að ná upp svonefndu hjarðónæmi. Á meðan stjórnvöld í Þýskalandi og Frakklandi einbeita sér að eldra fólki í fyrstu atrennu bólusetninga, hafa Ítalir sett heilbrigðisstarfsfólk fremst í röðina. „Það er með miklu stolti og mikilli ábyrgðartilfinningu sem ég lét bólusetja mig í dag. Þetta er lítið skref sem hefur grundvall- arþýðingu fyrir okkur öll,“ sagði Claudia Alivernini, 29 ára hjúkrun- arfræðingur frá Ítalíu, en hún var sú fyrsta til að vera bólusett þar. Milljón ný tilfelli á einni viku Þó að bólusetningarherferðir séu nú hafnar eða að hefjast í flestum ríkjum heims er enn langt í land áð- ur en hægt verður að lýsa yfir sigri í baráttunni við kórónuveiruna. Sem fyrr er ástandið einna verst í Bandaríkjunum, en greint var frá því um helgina að rúmlega 19 millj- ónir manna hafi smitast þar frá upp- hafi faraldursins. Höfðu þá bæst við um milljón tilfelli á einni viku, en fjöldi staðfestra tilfella vestanhafs var um 18 milljónir á mánudaginn í síðustu viku. Anthony Fauci, yfir- maður sóttvarna í Bandaríkjunum, varaði við því í gær að næstu vikur gætu orðið þær verstu í faraldrinum til þessa, og óttaðist hann að jólahá- tíðin gæti orðið til þess að knýja upp nýja bylgju faraldursins á fyrstu vikum næsta árs. Nú hafa rúmlega 332.000 manns látist úr faraldrinum í Bandaríkjun- um til þessa, en þar af eru um 63.000 dauðsföll í desembermánuði einum, og er mánuðurinn nú orðinn sá mannskæðasti í faraldrinum vestan- hafs, á undan apríl, en þá létust 51.000 Bandaríkjamenn. Nokkur önnur ríki hafa orðið vör við skarpa aukningu tilfella á síðustu dögum. Stjórnvöld í Ísrael brugðu á það ráð í gær að boða tveggja vikna útgöngubann, en þetta er í þriðja sinn frá upphafi faraldursins sem Ísraelsmenn þurfa að sæta slíku. Bóluefnið dugi gegn afbrigðinu Þá hafa fregnir af nýju afbrigði veirunnar sem kom upp í Bretlandi valdið áhyggjum af því að mögulega kynnu þau bóluefni sem þróuð hafa verið gegn henni ekki að virka á hið nýja afbrigði. Forsvarsmenn AstraZeneca greindu frá því í gær að þeir teldu ekki ástæðu til að ætla annað en að bóluefni fyrirtækisins myndi einnig virka gegn nýja afbrigðinu. Þá gera þeir ráð fyrir því að bóluefni sitt muni fá samþykki á næstu dögum, en prófanir þess benda nú til þess að það sýni svipaða virkni og bóluefni Pfizers/BioNTech og bóluefni Mod- erna. AFP Bólusetning Hin 101 árs gamla Edith Kwoizalla var sú fyrsta til að fá sprautuna í Þýskalandi á laugardaginn. „Dagur vonar“ í Evrópu  ESB-ríkin hófu bólusetningarherferð sína í gær  Vona að bólusetningin muni „aflétta martröðinni“  Desember mannskæðasti mánuðurinn í Bandaríkjunum Feykilegt tjón varð í miðborg Nash- ville í Tennessee í Bandaríkjunum á jóladagsmorgun þegar húsbíll hlað- inn sprengiefni var sprengdur í loft upp. Talið er að um sjálfsmorðstilræði hafi verið að ræða, en líkamsleifar fundust í rústum bílsins. Honum hafði verið lagt í götu, en svo tók að gjalla upptaka frá bílnum þar sem fólki var sagt að koma sér af svæð- inu. Ekki löngu síðar sprakk sprengjan. Lögregluna grunar að þar hafi verið að verki 63 ára gamall maður, Anthony Quinn Warner, frá nálæg- um bæ, en ekkert er vitað um mark- mið hans með sprengjunni. Fleiri er ekki leitað að svo stöddu. TENNESSEE Slökkvilið Nashville/AFP Nashville Eyðileggingin var mikil. Gríðarlegt tjón af sprengju í Nashville Hundruð sýr- lenskra flótta- manna í Líbanon flúðu í gær flóttamannabúð- ir í Trípólí eftir að tjaldbúðir þeirra voru brenndar til grunna. Áður höfðu brotist út átök milli flótta- manna og líbanskra ungmenna, en þar særðust a.m.k. þrír flóttamenn. Aukinnar ólgu hefur gætt milli heimamanna og sýrlenskra flótta- manna í Líbanon, sem bæði er rakið til útlendingaandúðar og efnahags- örðugleika. Meira en milljón Sýr- lendinga hefur leitað hælis þar frá 2011, en grunnt var á því góða fyrir vegna langvinns hernáms Sýrlend- inga þar, sem lauk 2005. LÍBANON Flóttamannabúðir brenndar til grunna Trípólí Kona rótar í rústum búða. Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.