Morgunblaðið - 28.12.2020, Síða 21

Morgunblaðið - 28.12.2020, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2020 ✝ Ólafur ÞórJónsson fædd- ist í Vest- mannaeyjum 6. nóvember 1962. Hann lést í Hafn- arfirði 10. desem- ber 2020. Foreldrar Ólafs eru Helga Sig- urgeirsdóttir og Jón Berg Hall- dórsson. Ólafur var yngstur fjögurra systkina, en þau eru Guð- mundur, Halldór og Sigurbjörg. Ólafur giftist 10. sept. 1983 Guðrúnu Guðmundsdóttur. For- eldrar hennar voru Guðmundur Einar Guðjónsson, f. 23. mars 1931, d. 23. apr. 1980 og kona hans Björg Björgvinsdóttir, f. 10. sept. 1935, d. 7. feb. 2012. Ólafur og Guðrún eignuðust tvö börn: Arndísi Helgu, f. 11. ág. 1984 og Magnús Einar, fæddan 15. maí 1989. Arndís er gift Gunnbirni Viðari Sigfús- syni, fæddum 8. jan. 1981, raf- virkja og eiga þau tvö börn: Gabríel Arnar, f. 15. mars 2007 og Emiliönnu Guð- rúnu, fædda 2. mars 2011. Magnús Einar er í sambúð með Helgu Maríu Guð- mundsdóttur. Ólafur byrjaði ungur sjómennsku á Sambandsskip- um, en eftir að hafa fundið ástina hætti hann til sjós og hóf nám í pípulögnum og varð meistari í faginu og starf- aði við það til æviloka. Ólafur og Guðrún bjuggu í Hafnarfirði næstum öll búskap- arárin. Útförin verður frá Hafn- arfjarðarkirkju 28. desember 2020 og hefst athöfnin kl. 13 og verða aðeins nánustu aðstand- endur viðstaddir. Stytt slóð á streymi: https://tinyurl.com/y84jyejn Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat Nú þegar skammdegið birtist í sinni dimmustu mynd skellur á okkur enn meiri dimma. Það er ömurleg lífsreynsla á gamals aldri að vera vakinn árla morg- uns við þá frétt að ástkær sonur okkar sé dáinn á besta aldri 58 ára, í undanfari mestu hátíðar ljóssins. Svona höggi er ekki hægt að verjast, en huggun er að á eftir myrkri kemur ljós og það ljós lýsir upp myrkrið með minning- unni um ástkæran son, minning- ar frá æsku hans og uppvexti fram á síðustu daga hans. Það er ljósið í myrkrinu. Ungabarn í vöggu hló hann og skríkti svo undir tók í herberg- inu. Hann var alltaf léttur í skapi og stutt í glens og gaman. Hann hafði mikið yndi af börnum og var sérlega barngóður, enda dýrkuðu smábörnin í fjölskyld- unni hann. Hann ólst upp í Vestmanna- eyjum sem voru honum alltaf mjög kærar, sem og öðrum í fjöl- skyldunni og fylgdist vel með öllu þar. Magnús sonur hans sagði mér eitt sinn að hann hefði sagt sér að fjölskyldan skipti öllu máli og hann ætti að rækta hana vel. Það sannar sig núna hvað hann á góða fjölskyldu sem stendur sem klettur með fjölskyldu Ólafs í þessari miklu sorg. Við biðjum Guð að blessa og varðveita Ólaf og styðja og styrkja Guðrúnu og börnin í þessari miklu sorg. Þó sólin skíni á grænni grundu er mitt hjarta þungt sem blý, því burt varstu kallaður á örskammri stundu. Í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo fallegur, einlægur og hlýr. En örlög þín ráðin, mig setur hljóða, við hittumst samt aftur á ný Megi algóður guð þína sálu geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þótt kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur) Mamma og pabbi. Elsku bróðir minn er fallinn frá. Upp koma margar yndisleg- ar minningar bæði frá því við vorum börn og síðan þegar við vorum bæði komin með fjöl- skyldur. Ég man sumurin 1973 og ’74 þegar pabbi var við veiðar í Norðursjónum, við vorum þá í Hirtshals í Danmörku með mömmu og annarri fjölskyldu. Þar vorum við alltaf saman ásamt fleiri krökkum og þvæld- umst um allt. Ég man líka alltaf eftir hvað þú varst myrkfælinn, ef það var enginn heima þegar þú komst heim á kvöldin þá beiðstu annaðhvort inni í bílskúr með allt kveikt þar eða sast úti á veggnum og beiðst eftir að ein- hver kæmi heim – þú fórst ekki einn inn. Þú þekktir líka öll hljóð í húsinu og alltaf heyrðist nokkr- um sinnum eftir að allir voru farnir að sofa – góða nótt. Þú varst bara að tékka á hvort það væri ekki einhver vakandi. Við fjölskyldan fórum saman í skemmtilegar útilegur einu sinni á sumri. Yndisleg ferð sem við fórum öll í til Kanarí þegar mamma okkar varð 70 ára. Elsku mamma, pabbi, Guð- rún, Arndís, Maggi og fjölskyld- ur, hugur minn er hjá ykkur. Hvíl í friði elsku Óli, saknaðar- kveðja, Sigurbjörg systir. Nú er komið að kveðjustund og okkur langar að minnast í nokkrum orðum elsku Óla bróð- ur míns og mágs. Frá því við vorum ungir peyj- ar úti í Eyjum á Búastaðabraut- inni, að fást við ýmis verkefni, safna í brennu og grallarast en við höfðum báðar alltaf sterkar taugar til Eyja. Við höfum alltaf verið góðir vinir og þegar við urðum fullorðnir urðu fjölskyld- ur okkar nánar. Við höfðum báð- ir mikinn áhuga á tónlist og vor- um með sama tónlistarsmekk sem hefur lifað með okkur alla tíð. Við minnumst þín sem skemmtilegs manns, þú varst barngóður og allir í okkur fjöl- skyldu áttu góðar stundir með þér. Við minnumst allra skemmtilegu ferðanna, innan- lands sem og utanlands, og allra þeirra góðu stunda sem við átt- um saman. Þú fórst alltof fljótt, elsku bróðir. Elsku Guðrún, Arndís, Magn- ús og fjölskylda, mamma og pabbi og systkini, við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Nú eru komin leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga (Höf. ók.) Þinn bróðir Halldór Berg, Hrönn og fjölskylda. Fréttin um að Óli frændi væri dáinn kom eins og reiðarslag á aðventunni. Enginn fyrirboði og skyndilega ekkert eftir nema góðar minningar um góðan dreng, um leið og sorgin þyrmir yfir. Óli var yngstur barna Helgu og Jóns. Við vorum systrabörn, tveggja systra, sem höfðu misst yngsta bróður sinn, Ólaf Þór, á fermingaraldri. Inn- an fjölskyldunnar vorum þrír drengir nefndir eftir bróður þeirra systkina, Sigmundsson, Jónsson og Gunnarsson í þessari röð. En oftast nefndir eftir mæðrum sínum innan fjölskyld- unnar. Í samrýndri stórfjöl- skyldu gáfust oft tækifæri til að hittast og á uppvaxtarárunum var mikill samgangur. Eins og gengur léku þau börn sér mest saman sem voru á líkustum aldri. Þau vina- og fjölskyldu- bönd hafa svo haldið eftir að við komumst á fullorðins ár og höf- um eignast okkar eigin fjölskyld- ur. Óli var alltaf glaðlyndur í okk- ar hópi, glettinn og alltaf stutt í brosið. Sem barn var hann uppá- tækjasamur og til í flest. Á full- orðinsárum nýtti hann svo þessa eiginleika til góðra verka. Var alltaf til í að hjálpa og ráðleggja, tók því alltaf vel ef til hans var leitað og leiðbeindi ef hann gat ekki leyst málin sjálfur. Það verður mikill missir að Óla úr systkinabarnahópnum. Stærstur er þó missir Guðrúnar og barnanna þeirra, Arndísar og Magnúsar og fjölskyldna, Helgu frænku og Jóns. Megi góður Guð veita þeim styrk til að takast á við sorgina. Minningin um góðan dreng lifir. Guð blessi minningu Óla frænda. Sigurbjörg, Sigurgeir, Ásta og Ólafur Þór Guðrúnarbörn. Óli kom inn í líf okkar í Öldu- túnsskóla 1975, þvílík innkoma, allir vissu strax hver þessi strák- ur úr Vestmannaeyjum var, sem millilenti eitt eða tvö ár í Kópa- vogi áður en honum skolaði á land í Hafnarfirði. Ég man eftir sumrinu 1976, við félagarnir í herbergi Óla að pæla í tónlist, hlusta á hann tromma, tveir appelsínugulir plastkollar fengu hlutverk hljóð- færis þangað til fyrsta Ludwig- trommusettið var komið í bíl- skúrinn. Tónlistin sem Óli spilaði og söng á þessum árum fylgdi honum út lífið; Paradís með Pét- ur Kristjánsson í fararbroddi, Dr. Hook, Queen og 10CC, síðar komu David Bowie, Procol Har- um, Led Zeppelin og fleiri af þeirri gerðinni, rokk af bestu gerð. Ég eignaðist plötur með Bowie, Steely Dan og Yes, við tættum músíkina í okkur. Ingi var með Boston, Elo og Frank Zappa í Pioneer-græjunum á Hringbrautinni. Þetta var ekki nóg, Óli vildi stofna hljómsveit. Það var ekki spurning hver yrði trommari í bandinu, áralöng æf- ing í að lemja appelsínugulu plastkollana hafði búið Óla undir hlutverkið. Ég hafði lært á klassískan gítar. Óla fannst bassinn passa betur við mig. Óli sagði það ekki aðalmálið hvað maður kynni mikið, vitnaði í við- tal við Paul McCartney sem kunni lítið á bassa þegar hann stofnaði Bítlana. Ég varð aldrei góður. Breytti því ekki að Óli hafði alltaf óbilandi trú á mér sem bassaleikara, ég var hans maður. Við fengum Gísla til þess að vera sólógítarleikari, stuttu seinna kom Dúddi, sem tók gítar og söng. Við vorum með „debut“ á jólaballi Öldutúnsskóla þegar ég var 13 ára, Óli 14 ára, söngv- arinn Þórður (Dúddi) í mútum, það skipti engu máli, þetta var „success“. Við þurfum að styrkja bandið sagði Óli eftir tónleikana, Einar Sigmar Ólafsson söng eins og engill, hafði frábært tóneyra. Kládíus var fullsköpuð. Hljóm- sveitin bjó ekki til ógleymanlega tónlist en minningar, samkomur og ferðalög sem höfðu áhrif ekki bara á hljómsveitarmeðlimi heldur þá fjölmörgu sem tóku þátt í partíinu með okkur. Við félagarnir Óli, Kristján, Ingi og Júlli brölluðum margt sem ekki verður rakið í þessum fátæklegu kveðjuorðum. Traust vinátta var alltaf til staðar, en því miður ekki ræktuð sem skyldi síðustu áratugina. Í nóv- ember 2019 var ég einn í flugvél á leið frá Íslandi til Bandaríkj- anna, þegar ég var búinn að vera tvo klukkutíma í flugvélinni fékk ég mér göngutúr eftir þröngum flugvélarganginum. Þar sem ég var á rölti til baka í sætið mitt heyri ég: „Maggi, ert þetta þú?“ Er þetta Guðrún við ganginn og Óli í miðjunni? Við trúðum ekki okkar eigin augum, ræddum um heima og geima drykklanga stund, hlógum og gáfum loforð um að hittast. Í byrjun febrúar 2020 komum við félagarnir saman í síðasta sinn. Bjór, hamborgari, sögur … ein kvöldstund sem í dag skiptir máli. Það eina sem við eigum í þessu lífi sem einhverju máli skiptir er tíminn, eigum að nota hann vel. Um leið og ég sendi Guðrúnu, börnum, barnabörn- um, foreldrum og systkinum Óla samúðarkveðjur kveð ég góðan vin sem fékk allt of stuttan tíma. Magnús Bjarnason. Ólafur Þór Jónsson HINSTA KVEÐJA Mig langar að minnast Óla vinar míns. Við erum búnir að vera vinir í yfir 40 ár, alltaf héldum við sam- bandi og töluðumst við reglulega. Ég á eftir að sakna þess að heyra í þér og ræða gömlu góðu dag- ana. Þinn vinur, Ingi. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BERGÞÓRU HULDU ÓLAFSDÓTTUR, Víkurbraut 15, Keflavík. Sveinbjörg Halldórsdóttir Eyjólfur Agnar Gunnarsson Halldór Halldórsson Guðný Sigurbjörg Jóhannesd. barnabörn og barnabarnabörn Við þökkum af alhug öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við fráfall elsku mömmu okkar, tengdamömmu, ömmu og langömmu, LILJU HJARTARDÓTTUR HOWSER, Hraunvangi 1, Hafnarfirði, áður Stekkjarkinn 3, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við Þórhildi Sigtryggsdóttur lækni, heimaþjónustu HERU, líknardeild Landspítalans og heimahjúkrun Hafnarfjarðar. Guð blessi ykkur öll. Laura Ann Howser Gunnar Leifsson Hjörtur Howser Delia Kristín Howser barnabörn og langömmubörn Renee Howser Polhemus Ronald J. Polhemus Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÁGÚSTA SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Norðurfirði í Árneshreppi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík að morgni laugardagsins 26. desember. Þórólfur Guðfinnsson Sveindís Guðfinnsdóttir Hávarður Benediktsson Sigríður Jóna Jóhannsdóttir Jóhanna Guðfinnsdóttir Stefán Sigurðsson Margrét Guðfinnsdóttir Kristján Kristjánsson Guðrún Guðfinnsdóttir Jóhann Áskell Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn ✝ Sigurliðifæddist í Reykjavík 15. október 1942. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 20. desember 2020. Sigurliði var sonur hjónanna Guðmundar Ragn- ars Einarssonar frá Mið-Tungu í Tálknafirði, f. 15. janúar 1917, d. 1. desember 2006, og Sigrúnar Magnúsdóttur frá Hrauni í Grindavík, f. 26. júní 1920, lést 13. janúar 2015. Systkini Sigurliða eru: Magnea Katrín, f. 7. mars 1947, Einar, f. 15. október 1942, d. 3. mars 2012, og Anna Þórdís, f. 3. október 1959. Sigurliði kvæntist Guð- björgu Theodórsdóttir 27. september 1963 og þau slitu samvistir 1998. Þau eignuðust tvo syni, þá Theodór Gísla, f. 8. febrúar 1964, og Sigurð Ragnar, f. 28. nóvember 1967. Barnabörn Sigurliða eru orðin sjö talsins. Sigurliði kynntist Ríkey Guðmundsdóttir 2001 og bjuggu þau saman að Boða- þingi 8 í Kópavogi þar til Sig- urliði lést 20. desember 2020. Börn Ríkeyjar eru Oddný Ósk, Guðmundur Elmar, Pálína Svala og Kol- brún Sandra. Sigurliði var rafvirkjameistari og starfaði við rafvirkjun og einnig önnur störf, hann var í hópi þeirra sem sendir voru til Danmerkur að nema helstu atriði sjón- varpsvinnslu áður en Sjón- varpið fór í loftið haustið 1966 og var lengi tökumað- ur hjá Sjónvarpinu. Meðal helstu verka sem hann myndaði þar voru sjónvarps- myndirnar Blóðrautt sól- arlag (1977) og Vandarhögg (1980), hann koma að mynd- artöku fjölda annarra verka á þeim árum sem hann starf- aði fyrir sjónvarpið. Sig- urliði starfaði síðast hjá Vodafone og lét af störfum þar 67 ára sökum aldurs. Útför Sigurliða fer fram í Kópavogskirkju 28. desem- ber kl. 13, en vegna að- stæðna í þjóðfélaginu verður athöfninni streymt á slóð- inni www.tinyurl.com/y8ypc8p9. Einnig má nálgast streym- ið frá andlátsvef Morg- unblaðsins, www.mbl.is/andlat. Þú ert yndið mitt yngsta og besta, þú ert ástarhnossið mitt nýtt, þú ert sólrún á suðurhæðum, þú ert sumarblómið mitt frítt, þú ert ljósið sem lifnaðir síðast, þú ert löngunar minnar Hlín. Þú ert allt sem ég áður þráði, þú ert ósk, þú ert óskin mín. (Guðmundur Björnsson) Takk fyrir yndislegu árin okk- ar saman elsku besti Silli minn. Þín Ríkey. Í dag kveðjum við elsku Silla hennar mömmu. Mikið munum við sakna þín elsku Silli og þú fórst allt of fljótt en við fáum litlu ráða, því miður. Viljum þakka þér fyrir allt og þó sérstaklega hvað þú varst góður og umhyggjusamur við mömmu alla tíð og mikill vinur hennar, það er okkur ómetan- legt. Viljum líka þakka þér fyrir hvað þú tókst okkur vel og börn- um okkar systkina, hvað þú varst einstakur afi Telmu minn- ar og alltaf tilbúinn að aðstoða okkur við hvað sem var. Kveðjum þig með miklum söknuði, elsku Silli. Takk fyrir allt. Sandra, Magnús og Telma. Sigurliði Guðmundsson Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.