Morgunblaðið - 28.12.2020, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 28.12.2020, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2020 INXX II Glæsilegasta lína okkar til þessa. INXX II BLÖNDUNARTÆKI Brushed brass Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Megineldstöðin í Öræfajökli er langstærsta eldfjall á Íslandi og eitt stórbrotnasta og svipmesta eldfjall í Evrópu að mati sumra. Að efn- ismagni er aðeins Etna stærri í Evrópu og hvað hæð varðar er Hekla þriðja stærsta eldfjall Evr- ópu (Hjörleifur Guttormsson o.fl. 1997:175). Að jafnaði er talið að Öræfajökull gjósi á 500-600 ára fresti. Fyrir gos- ið 1362 gaus fjall- ið um 500 e.Kr. og þar áður um 100 e.Kr. (icelandic- volcanos.is. eld- gos.is Ármann Höskuldsson o.fl. 2013). Eldstöðin er að mestu byggð upp úr bólstrabergi og móbergi, auk basalts og andesít hrauna (Páll Valdimar Kolka Jónsson 2007:2). Einnig er töluvert af súrum gos- efnum, bæði innskotsbergi og gos- bergi og tvö síðustu gos hafa verið súr, líparít. Fjallið mun vera yngra en 500 þúsund ára gamalt. Í Öræfa- jökli efst er að minnsta kosti 500 m djúp askja, um 14 km² stór og með sigkatli sem er um 4-5 km í þver- mál. Magn gjóskunnar var gjarnan talið hafa verið um 10 km³ af þjapp- aðri gjósku og þar af mun a.m.k. 2 km³ hafa fallið á þurrt land (Páll V.K.J. 2007:177. Sigurður Þórar- insson 1958. Þorvaldur Þórðarson, munnl. heimild). Hugsanlega hefur gosið í Öræfa- jökli 1362 orðið skömmu eftir far- daga eins og segir í annálabrotinu frá Skálholti (sjöundu viku sumars, frá 31. maí-6. júní), en sú ályktun er studd með því að hlaðan í Gröf, sem er skammt norður af Hofi í Öræfa- sveit og eyddist einnig í gosinu, virðist hafa verið tóm og engar skepnur fundust í fjósinu þegar það var rannsakað (Gísli Gestsson 1959:45. Sigurður Þórarinsson 1958). Það er ekki sérlega haldgóð ályktun að ganga út frá því að hlað- an kunni að hafa verið tóm á þess- um tíma. Í fyrsta lagi er ekki hægt að útiloka að hlöður kunni að hafa verið orðnar tómar seint á vetri eða snemma vors og í öðru lagi var drulluskán á milli hlöðugólfsins í Bæ og vikursins frá 1362 sem lík- lega voru leifar af rotnuðu heyi. Það er erfitt að átta sig á því hvað hey getur orðið lítið undir heitu fargi í langan tíma við þessar að- stæður þar sem vatn á greiðan að- gang í gegnum vikurlögin og tekur með sér lífrænar leifarnar af heyinu með sér á ferð sinni niður. Þannig mátti t.d. sjá skuggamynd af stoð í hlöðunni, sem greinilega hafði brotnað þegar fargið ofan á þakinu sligaði það að lokum og hlaðan fylltist af vikri. Viðurinn í stoðinni var farinn og aðeins dökk- ur skugginn eftir (sjá nánar í kafl- anum um hlöðuna og ljósmynd af stoðinni þar). Hlaðan gat allt eins hafa verið hálffull af heyi eða kvart- full. Tóm var hún líklega ekki. Þetta þýðir þó ekki að annállinn fari með rangt mál um gostímann nema að síður sé. Magnið af gjósku sem Öræfajök- ull spúði úr sér og yfir byggðina undir fjallinu, og jafnvel lengra ef marka má annála og gjóskurann- sóknir, er eins og áður hefur komið fram eitt mesta gjóskumagn sem eitt eldfjall hefur rutt úr sér í einu gosi frá því að land byggðist. Er talið að gosið gæti hafa haft mjög slæm áhrif á byggð allt austur í Nes um 75 km frá eldstöðinni og að byggð hafi þar lagst af um hríð (Sigurður Þórðarsson 1958). Lík- lega hafa gosefnin lagst yfir um 75% af öllu landinu (Ármann Hösk- uldsson o.fl. 2013:272). Gosefni hafa dreifst enn víðar, í vestur til Græn- lands í um 1300 km fjarlægð og í austur til Skandinavíu og Bret- landseyja í allt að 1220 km fjarlægð (Sharma o.fl. 2008:720). Áður en að sjálft gosið hófst í Öræfajökli árið 1362 hafa jarð- skjálftar verið það miklir að grjót í veggjum sumra húsanna í Bæ hrundi bæði utandyra og innan- dyra, en þó ekki svo mikið að húsin sjálf féllu. Líklega hafa skjálftarnir verið nógu miklir til þess að fólk hefur óttast um afdrif sín og flúið út úr húsunum og tæmt fjósið af skepnum í leiðinni. Svipað var lík- lega upp á teningnum í Gröf fáeina kílómetra norðan við Bæ (Gísli Gestsson 1959). Stuttu síðar hefur svo orðið sprenging í fjallinu og gíf- urlegur gosmökkur stigið til himins í um 28-35 km hæð (Páll Valdimar Kolka Jónsson 2007:46), eða 24-30 km (Sharma o.fl. 2008:736) og að endingu fallið og ætt niður fjalls- hlíðarnar á geysilegri ferð (Ármann Höskuldsson og Páll Imsland 2013). Fyrst hefur gjóskan þurft að ryðja sér leið í gegnum jökulinn og við það brætt mikið vatn sem hefur hamlað því hversu hátt sá gos- mökkur hefur risið áður en hann féll sem fín blaut gjóska yfir land og láð. Þessi gjóska hefur ekki haft mjög mikla dreifingu. Þessi fasi gæti hafa staðir yfir í nokkrar mín- útur, klukkustundir eða jafnvel daga. Eftir þennan fasa taka við fleiri gusthlaup og gjóskuflóð sem líklega hafa staðið yfir í skemmri tíma en fyrsti fasinn. Við ræðum nánar um eðli gusthlaupa og gjóskuflóða hér á eftir. Eftir þenn- an fasa tekur við svokallað plínískt gos eða sprengigos með gríðarlegu vikurfalli sem nær langt út fyrir þá dreifingu sem fyrri fasar höfðu, en þó einkum í eina átt sem var til austurs eða suðausturs. Þessi fasi hefur staðið stutt yfir og vindáttin, sem hefur verið norðanstæð, réð dreifingunni. Vegna þess hve dreif- ingin hefur verið einátta þá hefur þessi fasi líklega staðið stutt yfir áður en því lauk svo með end- urteknum gusthlaupum og gjósku- flóðum. Gjóskuflóð eru fyrirbæri sem falla sökum eðlisþyngdar sinnar með miklum hraða niður hlíðar og fylgja landslaginu. Vindur hefur engin áhrif á útbreiðsluna og hrað- inn getur verið allt að 540 km/klst og hitastigið í flóðinu á bilinu 100 til 800°C. Þessi flóð geta náð nokkra tugi km frá upptökunum. Gusthlaup er útþynnt blanda af föstum efnum og lofttegundum og fylgja ekki landslaginu heldur veð- ur yfir allt. Hraðinn getur verið allt að 350 km/klst og hitastigið öðru hvoru megin við 100°C. Séu þau undir því hitastigi kallast þau köld en heit ef þau fara yfir 100 gráð- urnar. Þessar gusur ná yfirleitt ekki nema nokkra km frá upp- tökum (Páll Valdimar Jónsson Kolka 2007). Gjóskuflóð og gusthlaup eira engu kviku sem fyrir þeim verða. Því er nokkuð ljóst að ef fólk og skepnur hafa verið í nágrenninu, til dæmis í tjöldum úti á sléttunni sunnan við Bæ, þá hefur það ekki farið lengra og er þar kannski enn. Fólk sem næst var við bæi hjá eld- fjallinu hefur látist því sem nær samstundis, annaðhvort vegna hit- ans eða gaseitrunar í bland við súr- efnisleysi og hrynjandi hús. Það sem var lengra frá varð hugsanlega undir vikri, ef gasið og rykið varð því ekki að fjörtjóni. Það sem var enn lengra frá gat lent í erfiðleikum síðar vegna ryksins og vandamála sem rekja má til gossins, jafnvel úr hungri og öðrum fylgikvillum goss- ins þótt það hafi gerst síðar. Öræfjajökulsgosið er eitt mann- skæðasta gos Íslandssögunnar svo að vitað sé, aðeins Eldgjá 934 gæti gert tilkall til þessa vafasama heið- urs hvað þetta varðar, en líklega fórst þó ekki eins margt fólk þá og í Litlahéraði eins og Öræfasveitin hét forðum. Ekki má þó gleyma móðuharðindunum eins og áður greinir, en það er mannskæðasta gos Íslandssögunnar. Til eru gos sem ekki höfðu telj- andi áhrif á landsmenn, en það eru gos í sjó, einkum úti fyrir Reykja- nesi. Elsta heimildin um slíkt gos er í Liber Miraculorum frá 1178- 1180 (Sigurður Þórarinsson 1965:54). Líklega á þess heimild við óþekkt gos sem átt hefur sér stað fyrir 1178. Í Historia Norwegiae, sem skrifuð var einhvern tímann á bilinu 1178-1188 (Guðmundur J. Guðmundsson 2016:5) segir frá gosi í sjó sem á að hafa orðið fyrir Reykjanesi. Hugsanlega er það sama gos og segir frá í Liber Mi- raculorum. Elsta þekkta gos í sjó við Ísland sem nefnt er í heimildum var utan við Reykjanes árið 1211. Þess er getið í íslenskum annálum, en þeir voru skrifaðir talsvert seinna en fyrrnefndu heimildirnar. Í Konungsannál við árið 1211 stendur: „Lanndskialftar firir svnnan lannd, .xiij menn létvz. Elldr kom vpp ór séa. Sörli Kols sonr fann Elldéyiar“ (Islanske annaler 1888:123). Skálholtsannál segir aðeins meira frá atburðinum: „Land- skjálfti fyrir sunnan land. Í þeim landskjálfta létust XIIII menn. Eldr kom vpp or sia fyrir Reykia nesi. Sörli Kolsson fann Eldeyjar“ (Islandske annaler 1888:182). Heimildir, misgóðar, eru um að allt að 10 eyjar hafi myndast við strendur Íslands frá því um 1200. Ekki er ólíklegt að þessi gos (og önnur gos í sjó sem engar heimildir fara af) hafi m.a. verið uppspretta allra þeirra sagna um skrímsli sem voru á sveimi við strendurnar og fólki og sjómönnum stóð stuggur af. Á elstu Íslandskortum má sjá mörg þeirra. Gusthlaup og gjóskuflóð í Öræfum Bókarkafli | Í Bærinn sem hvarf fjallar Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur um ýmsar hamfar- ir, einkum eldgos, sem mannkynið hefur mátt þola í aldanna rás. Í brennidepli er miðaldabýlið Bær í Öræfum sem fór í eyði á augnabliki árið 1362 þegar Öræfajökull gaus sínu stóra gosi. Morgunblaðið/Ómar Hamfaragos Öræfajökull er langstærsta eldfjall á Íslandi og eitt stórbrotnasta og svipmesta eldfjall í Evrópu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.