Morgunblaðið - 28.12.2020, Síða 32
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Matur er mannsins megin og bókin
Saga matarins. Frá steinöld til okkar
tíma eftir Ólaf Halldórsson er fróðleg
lesning um mat og matarhefðir. Ólaf-
ur rekur söguna í gegnum nokkrar
orku- og tæknibyltingar, byggir á
staðreyndum og fyllir í götin með
ágiskunum. Í inngangi getur hann
þess að hugmyndir um matseld á
steinöld séu tilgátur byggðar á rann-
sóknum fornleifafræðinga og upp-
skriftir frá fornöld og miðöldum séu
úr rituðum heimildum. Bókin sé ekki
hugsuð sem fræðirit heldur til
ánægju og upplýsinga fyrir almenn-
ing.
Saga alheimsins, Frá miklahvelli til
mannheima, eftir Ólaf og Lúðvík E.
Gústafsson jarðfræðing kom út fyrir
um þremur árum. Þar er mikið fjallað
um orkuhugakið og Ólafur segir að í
kjölfarið hafi hann mikið velt fyrir sér
ástandinu þegar mannkynið hafi
fyrst náð verulegum tökum á orkunni
með tólum og tækjum, eldinum og
svo framvegis. „Það var byrjunin á
þessari bók og eftir því sem ég kafaði
dýpra í heimildir þeim mun forvitnari
varð ég.“
Ólafur segir að ýmislegt hafi komið
á óvart og í því sambandi nefnir hann
meðal annars Bót og bita I-II, vand-
aðar bækur, sem komu út 2015 á fær-
eysku um færeyskan mat eftir Joan
Pauli Joensen. „Það er fróðlegt að
bera saman færeyskar og íslenskar
matarhefðir,“ segir hann.
Breyting með kokkunum
Við lestur bókarinnar má ætla að
Ólafur sé mikill matgæðingur og
áhugamaður um mat, en hann segist
ekki hafa getað flokkað sig sem slíkan
þótt hann sé ýmsu fróðari eftir skrif-
in. „Ég kom auðvitað inn í þetta bak-
dyramegin, í gegnum þessar orku-
pælingar, en upplýsingarnar hafa
leitt mig áfram, ég hef prófað ýmsar
uppskriftir, sem ég þekkti ekki áður,
og áhuginn á mat og matargerð hefur
aukist til muna.“
Ólafur segir að ákveðin verkaskipt-
ing sé í eldhúsinu heima og hún hafi
lítið breyst. „Ég elda mikið hvers-
dagslegan mat en konan sér um við-
hafnarmatinn.“ Bætir við að hann
geri stundum tilraunir með pottrétti
en haldi sig annars að mestu við soðn-
inguna og annað einfalt. „Vinnan hef-
ur samt víkkað sjóndeildarhringinn.“
Í bókinni, sem Óðinsauga gefur út,
eru um 90 uppskriftir og um 40 vísur
og kvæði, sem tengjast mat og drykk.
Ólafur segist ekki síst hafa heillast af
uppskriftum í um 2.000 ára gamalli
rómverskri matreiðslubók, De re co-
quinaria, eftir Marcus Gavius Api-
cius. „Þar eru ýmsar forvitnilegar
uppskriftir, meðal annars hvernig
matreiða á isicia omentata eða róm-
verskan hamborgara og gufusoðnar
kótilettur í hvítvíni.“
Lífsgæði jukust til muna þegar
maðurinn hóf að nota eld við mat-
argerðina. Ólafur bendir á að þegar
byrjað hafi verið að elda eða steikja
mat hafi í raun bæst framan við melt-
ingarfasann. „Matur sem við borðum,
soðinn eða steiktan, er hálfmeltur,“
segir hann. „Segja má að kokkarnir
hafi breytt okkur í siðmenntað fólk.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fræðimaður Ólafur Halldórsson er reynslunni ríkari, hefur prófað ýmsa nýja rétti og lætur vel af.
Á vængjum bragðlauka
Saga matarins frá steinöld merkileg og fróðleg lesning
MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 363. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson hefur leikið vel
með Blackpool í ensku C-deildinni í fótbolta á leiktíð-
inni en hann kom til félagsins frá Álasundi í Noregi.
Mikið er um stóra og stæðilega framherja í deildinni og
fær miðvörðurinn að glíma við erfiða andstæðinga,
sem eru óhræddir við að beita hinum ýmsu brögðum á
knattspyrnuvellinum. Daníel missti hluta úr tönn eftir
onbogaskot í leik á dögunum, en hann segist reglulega
fá slík högg. Dómararnir í C-deildinni kippa sér lítið upp
við slíkt. »26
Grindvíkingurinn fær að finna fyrir
því í ensku C-deildinni í fótbolta
ÍÞRÓTTIR MENNING
Áður en jólahátíðin brast á var byrjað að streyna frá
Salnum í Kópavogi fyrstu streymistónleikum af fjórum
í tónleikaröð með heitið „Jazz í Salnum streymir fram“,
undir listrænnni stjórn Sunnu Gunnlaugsdóttur. Í
kvöld, mánudag, kl. 20 er komið að þriðju tónleikum
raðarinnar: „Enginn standard spuni“. Fram koma
munnhörpuleikarinn Þorleifur Gaukur Davíðsson og
píanóleikarinn og tónskáldið fjölhæfa Davíð Þór Jóns-
son. Uptöku af leik þeirra félaga verður streymt á Face-
book-síðu Salarins og Jazz í Salnum.
Davíð Þór og Þorleifur Gaukur
spinna í streymi frá Salnum í kvöld